Vikan - 05.11.1987, Qupperneq 58
Hirðin skartar sínu fegursta við krýningu hins unga konungs.
Loðvík Bæjarakonungur
Loðvík hittir tiivonandi eiginkonu sína, Elísabetu, sem er léikin af
Romy Schnéider.
58 VIKAN '
Sunnudaginn 8. nóvember hef-
ur Stöö 2 sýningar á þáttunum
Ludwig sem fjalla um Loðvík
Baejarakonung, en hann varö
konungur 1864 aðeins tvítugur
aö aldri. Ekki varð hann sérlega
farsæll konungur eins og áhorf-
endur eiga eftir að komast að, en
stjórnarár hans urðu þó viðburða-
rík. Hann var óviljugur til að
standa í daglegu vafstri sem kon-
ungur en lifði þess í stað lífi sem
verndari listamanna á borð við
Wagner og lét byggja ævintýra-
kastala hátt uppi í fjöllunum sem
var aldrei búið i og lifði í sínum
eigin draumaheimi, þar sem hann
sá fyrir sér hamingjusama framtíð
fyrir þjóð sína.
Þættirnir, sem eru fimm að tölu,
eru gerðir af ítalska leikstjóranum
Luchino Visconti og eru fram-
leiddir í samvinnu Itala, Frakka
og Þjóðverja. Með aðalhlutverkin
fara Helmut Berger sem leikur
Ludwig, Trevor Howard í hlut-
verki Wagners og Romy Schnei-
der sem hin fagra Elísabet, en
Ludwig kvæntist henni til að
reyna að yfirvinna kynvillu sína.
Að sögn Kolbrúnar Sveinsdótt-
ur, þýðanda þáttanna, eru þeir
ótrúlegt sjónarspil þar sem íburð-
urinn er gífurlegur eins og mynd-
irnar hér á síðunni bera reyndar
með sér. Leikmyndir, búningarog
umgjörðin öll er með því glæsi-
legasta sem sést hefur í sjónvarpi
og þættirnir eru ein stór veisla fyr-
ir augu og eyru þar sem meistara-
verk eftir Shuman, Wagner og
Offenbach leika stórt hlutverk.