Vikan - 05.11.1987, Blaðsíða 62
Myndbandasnúðar í
gervihnattasjónvarpi
Þeir sem hafa haft aðgang að
gervihnattasjónvarpi hafa án
efa rekið augun í stöð sem kall-
ast Music Boxá ensku og sjón-
varpar eingöngu tónlistar-
böndum allan sólarhringinn.
Þessi stöð er í tengslum við
MTV í Bandaríkjunum og sam-
an eru þær stærsti sjónvarp-
andi tónlistarefnis í heimi.
Music Box byggir sína dagskrá
upp á klukkutíma löngum þáttum
þar sem einhver ákveðin stefna
er tekin fyrir í hverjum þætti, og
hver þáttur hefur sinn fasta um-
sjónarmann. Þessir umsjónar-
menn eru hin nýja kynslóð út-
varpsplötusnúða (discjockeys)
þar sem þeir þurfa ekki bara að
hafa góða rödd, eins og áður var
þegar snúðarnir sáust ekki, held-
ur verður útlitið líka að falla í
kramið hjá börnunum og ungling-
unum sem eru langstærsti hluti
áhorfendanna.
Tveir af þessum nýju sjón-
varpsplötusnúðum eru Nino Firr-
etto og Simon Potter. Nino, sem
ætlaði að verða íssali, hellti sér út
í popptónlistina þegar hann bar
sigur úr býtum í plötusnúða-
keppni sem lúxembúrgska út-
varpið hélt, en árum saman var
það Mekka tónlistarmanna í Evr-
ópu. Eftir sigurinn í keppninni
stóðu honum flestar dyr opnar í
útvarpsheiminum og hann varð
fljótlega vinsæll fyrir hressileika
sinn í útsendingu. Einhver snið-
ugur útvarpsmaður lét sér detta í
hug að láta Nino stjórna barna-
þætti og skyndilega var hann orð-
inn stjarna. Einstakt lag hans og
tilgerðarleysi við börn varð þess
valdandi að hann varð einn vin-
sælasti stjórnandi barnaefnis
í Bretlandi.
Þegar stjórnendur Music box
höfðu samband við hann og buðu
honum að stjórna þætti fyrir
yngstu áhorfendurna hugsaði
hann sig ekki tvisvar um, og í dag
eru þættirnir hans einir vinsæl-
ustu þættirnir á stöðinni. Hann er
alltaf með einhverja krakka með
sér í útsendingu og er í mjög
góðu sambandi við áhorfendur
sem hringja og skrifa af miklu
kappi.
Simon Potter miðar sína þætti,
Chart Attack við eldri áhorfendur.
Þættir hans eru líka daglega og í
þeim spilar hann myndbönd af
vinsældalistum út um allan heim.
Hann gerir líka mjög mikið af því
að fá vinsæla tónlistarmenn í við-
töl og er þá ekkert að skafa utan
af hlutunum við þá. Þetta eru
þættir sem hafa náð geysilegum
vinsældum meðal áhorfenda og
miðað við útbreiðslu þessa miðils
núorðið er augljóst að það hlýtur
að vera plötuframleiðendum mik-
ið keppikefli að fá umfjöllun í
þeim.
62 VIKAN