Vikan - 28.12.1987, Page 7
Vikan dró níu milljónimar
fyrir SauÓkrældingiiui
Á næsta ári gætu einhverjir fengiö 45 milljónir króna
í sinn hlut í Happdrætti Háskóla íslands
Tekið er á móti vinningsnúm-
erum úr tölvuprentara. Drátt-
urinn tekur ekki nema rúmar
tiu mínútur, en óneitanlega er
ólíkt minni sjarmi yfir þessu.
Vikan brá sér niður í
Happdrætti Háskólans fyrr í
mánuðinum þegar stærsti
dráttur ársins fór fram. Það
kom blaðamanni á óvart
hversu Iítið var um að vera.
Nokkrir starfsmenn happ-
drættisins og fulltrúar Happ-
drættisráðs sem skipað er af
dómsmálaráðuneytinu voru
á staðnum og spenningur-
inn virtist ekki vera mikill.
Fyrst voru valdar talnarunur
með teningakasti og þær síð-
an mataðar inn í tölvu eina
eigi alllitla sem síðan dró á
einhvern dularfullan hátt og
var snögg að. Drátturinn
sjálfúr tók ekki nema rúmar
tíu mínútur.
Gera má þó ráð fyrir því að
spenningurinn hafi verið meiri
hjá hinum fjölmörgu sem spila í
happdrættinu þar sem stærstu
vinningar ársins voru dregnir
út. Eins og nærri má geta munar
meðaljóninn þó nokkuð um
eins og nokkrar milljónir í jóla-
mánuðinum þegar fjárhagurinn
stefnir almennt óðfluga niður á
við.
Níu milljónir á
Sauðárkrók
Það kom líka í ljós að nokkrir
fengu allverulega búbót að
drætti afstöðnum. Hæsti vinn-
ingurinn var níu milljónir sem
fóru á Sauðárkrók. Það var einn-
ar milljón króna vinningur sem
lenti á áttföldum miða, en mest
geta miðarnir verið nífaldir.
Á næsta ári verða vinningarn-
ir veglegri en nokkru sinni fyrr.
Hæsti vinningur verður 5 millj-
ónir og verða níu slíkir dregnir
út. Ef þeir lenda á margföldum
miða margfaldast vinningarnir
sem því svarar. Þannig verður
vinningurinn á trompmiða 25
milljónir, en hæsti vinningur
sem hægt verður að fá á einn
miða er 45 milljónir króna, það
ætti að vera hægt að leyfa sér
ýmislegt fyrir þá upphæð.
Blaðamaður Vikunnar var tek-
inn til handargagns og látinn
snúa hjólinu sem teningarnir
eru inni í. Við borðið situr
Höskuldur Jónsson, „Rikis-
stjóri“, og skráir niður tölum-
ar, en hann er einn fulltrúa
happdrættisráðs sem voru við-
staddir dráttinn.
Að sögn starfsmanna happ-
drættisins er stemmningin mun
minni nú en hér áður fyrr þegar
dregið var handvirkt. Þá voru
vinningsnúmerin fyrst dregin úr
stórri tromlu og vinningarnir
síðan úr annarri. Drátturinn tók
megnið úr deginum og oft var
fjöldi manns mættur til að fylgj-
ast með og spennan var gífurleg
þegar verið var að draga vinn-
ingana.
Þó að drátturinn sjálfúr sé
kannski ekki jafn spennandi nú
og áður fyrr má fullyrða að
spenningur þeirra sem eiga
miða sé engu minni þegar drátt-
urinnmegniðafdeglnum
ur nálgst. Ekki síst nú þegar
vinningar eru orðnir svo háir
sem raunin er. Alls reiknar
Happdrætti Háskólans með því
að úthluta 135.000 vinningum á
næsta ári, en heildarupphæðin á
að verða 1.360.800.000, eða
tæplega einn og hálfur milljarð-
ur króna. Verði ykkur að góðu.
AE.
VIKAN 7