Vikan


Vikan - 28.12.1987, Page 10

Vikan - 28.12.1987, Page 10
eríheimi Bræður munu berjast og bönum verðast, munu systrungar sifjum spilla; hart er í heimi, hórdómur mikill, skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir, vínöld, vargöld, áður veröld steypist, mun engi maður öðrum þyrma. Svo mælir völva sú er kveður í Eddukvæðum um upphaf og endalok heims- ins. Við lestur hinnar fomu völuspár kemst enginn hjá þvi að kinka samþykkjandi kolli, eða að minnsta kosti fá það á tilfinninguna að valan sé að segja fyrir um nútíð lesandans. Þessa sömu til- finningu hafa unnendur vö- luspár væntanlega haft frá upphafi, þar sem hart hefur verið t heimi og hórdómur mikill í gegnum þær skál- maldir sem mannkynið hef- ur lifað síðan völuspá var fyrst mælt af munni fram í árdaga. Að skyggnast inn í framtíðina Mannkynið hefur alltaf haft óstöðvandi löngun til ao kunna skil á framtíðinni. Grikkir til forna leituðu fregna um framtíð- ina hjá véfréttinni í Delfi og Rómverjar spáðu í innyfli fórn- ardýra. Fyrirboðar hvers konar hafa líka haft sitt óvéfengjanlega gildi fyrir fólk, þótt sjaldnast hafi verið hægt að ráða í þá fyrr en eftir á. íslendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja í stöðugri leit mann- kynsins að sannleikanum í gegn um dulhyggjuna, eins og sjá má á fjölbreyttri starfsemi vakn- ingafélaga um land allt. í íslend- ingasögunum eru það vísir menn og konur sem spá í hina ólíkustu fyrirboða og hvarvetna getur að líta fólk sem veit lengra nefi sínu. Álfar og huldufólk eru langt frá því að vera útdauðir á Is- landi. Alla vega treysta menn sér ekki til að taka neina áhættu í því sambandi, þótt hámenntaðir séu. Þetta má sjá af svo einföld- um staðreyndum eins og vega- lagningu víða um landið. Raun- ví&indamenn eins og verk- fræðingar kæra sig til dæmis lítt um að bjóða álfum byrginn, og er því reynt að sneyða framhjá heimkynnum huldufólksins eftir mætti þegar byggðir eru vegir eða önnur mannvirki. Dæmi um þetta er Álfhólsvegurinn í Kópa- vogi, þar sem álfhóllinn gamli stendur enn langt út í veginn, vegfarendum til hins mesta traf- ala, en enginn dirfist að ryðja honum burtu þar sem enginn veit afleiðingarnar fyrir. Álfarnir í Kópavogi eru taldir hafa látið af sér vita fýrir nokkrum árum á eftirminnanlegan hátt, svo víst er vissara að fara varlega. Eru þetta hindurvitni í nútímanum finnst varla sú fjölskylda á íslandi sem ekki hefur einhver kynni haft af skyggnu fólki, þótt hafin sé tölvuöld með slíkum hraða, að vænta mætti að hinum skyggnu gæfist ekki tími til að sjá dulheiminn þjóta framhjá. Þótt einkennilegt megi virðast, þá bendir margt til þess að þörf fólks fyrir hið dulræna og leitin að þekkingunni hafi aukist með vaxandi efnishyggju og tækniþekkingu. Margir vísa þó öllu dulrænu á bug, sem hindurvitnum og neita hreinlega að trúa á annað en hið efhislega, sem er þeim beinlínis áþreyfanlegt. Það er heldur engin ástæða til að gagn- rýna jarðbindingu hinna van- trúuðu, frekar en að hafa hina trúuðu að spotti. Spádómar völvu Vikunnar hafa löngum þótt spennandi lesning fyrir jafht unga sem aldna, einnig þá sem líta á spá- dómana sem hverja aðra fram- tíðarskáldsögu. Þeir eru fjæir löngu orðnir eitt helsta um- ræðuefni fólks á meðal í byrjun hvers árs, enda hafa spádómarn- ir oft ræst svo vel að undrun sætir. Á síðasta ári var völvan ótrúlega sannspá, eins og lesa má hér í blaðinu. Suma spádóma völvunnar gæti margt glögg- skyggnt og vel lesið fólk hugsan- lega hafa séö fyrir, en fráleitt væri að ætla að svo sé um alla þá spádóma sem hafa ræst. Völv- an hefur iðulega spáð um óorðna atburði sem engin leið var að sjá fýrir með skynseminni einni saman og hlýtur þá ó- freskigáfa að hafa ráðið orðum völvunnar, hvað sem lýður tor- tryggni efasemdarmannanna. Hvað sem þessum hugrenn- ingum líður, þá eru spádómar völvunnar hin skemmtilegasta lesning bæði til fróðleiks og ánægju. Við á Vikunni munu halda áfram að birta lesendum spádóma völvunnar um ókomna framtíð, eða þar til hún tekur undir með formóður sinni í Eddukvæðum sem segir fyrir um tortímingu ragnarraka í síð- asta erindi völuspár: Þar kemur hinn dimmi dreki fljúgandi, naður fránn, neðan frá Niðafjöllum; ber sér í fjöðrum, - flýgur völl yfir, - Niðhöggur nái. Nú mun hún sökkvast. Njótið heil! 10 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.