Vikan


Vikan - 28.12.1987, Síða 14

Vikan - 28.12.1987, Síða 14
Völvuspá Vikumiar Tekst efnahagsbandalaginu að ná tangarhaldi á fiskimiðum okkar? Völvan sér fyrir sér erfiða val- kosti í samskiptum okkar við mikilvægustu viðskiptaþjóðirnar. Það eru ekki margir staðir í Reykjavík, sem enn halda sínum upp- runalegu einkennum. Meira að segja gamla Grímstaðarholtíð hefur orðið fyrir barðinu á þeirri byltingu, sem nú á dögum er gjarnan flokkað undir „byggt og búið“. Eitt er það sem hefur þó ekki liði undir lok á þessu haf- læga holti þar sem marbendlar og sædraugar sáust spígspora meðal innfæddra, þegar kvölda tók á árum áður, en það eru forvitrar konur, sem enn finn- ast á „Holtinu“. Þetta eru konur, sem hverfa í fjöldann, en vekja forvitni þeirra sem vita um náðargáf- una, að sjá fram í tímann. Við Vikumenn komust á snoðir um heimilisfang konu, sem velunnari okkar hafði leit- að til í forvitni um ffamtíð sína Við fengum þennan kunningja okkar til að biðja hana að ger- ast völva Vikunnar fyrir næsta ár. Það var ekki auðsótt mál, en það varð loks úr að við fengum leyfi til að heimsækja hana í íbúð hennar á miðju Grím- staðarholtinu í byrjun des- embermánaðar, til að forvitn- ast um framtíð lands og lýðs árið 1988, - „og kannski eitthvað meira,“ eins og hún orðaði það. Við kertaljós frá fallegum aðventuhring sat rúmlega mið- aldra kona í stofú sinni, hæglát og íbyggin á svip. Hún byrjaði að segja farir sínar ekki sléttar þann daginn. Hún hafi týnt kisu sinni, fressketti, sem var á því standi að fara á stefhumót. Hún var spurð, hvort hún gæti ekki, með skyggnigáfú sinni séð hvar fress þessi væri niðurkominn og hvort hún þyrfti nokkrar áhyggjur að hafa. — „Hann skilar sér, hann kisi minn, hann skilar sér, það 14 VIKAN veit ég,“ var svar völvunnar. — Og þá hófst samtal okkar um framtíð og framvindu á því ári sem senn er að hefjast. Hvaða helvítis læti eru þetta? „Ég hef sjaldan fúndið eins mikinn næðing gjósa inn um dyrnar hérna eins og áðan, þegar þið komið inn. En það er ekki veðrinu að kenna núna, því það er logn úti,“ byrjar völvan. „Þessi gjóstur fylgir tilefh- inu. Stundum er það næðingur að utan, stundum dragsúgur hér innanfrá. Næðingur að utan boðar upplausn og illt ár- ferði, sem rekja má til erlendra áhrifa. — Dragsúgurinn er fýrir- boði um samskonar óáran, en á rætur að rekja til mistaka og meinsemda af innlendum toga. Nú er að renna upp hjá okk- ur íslendingum sá tími, sem engan vormann okkar frá lýð- veldistímanum hefði órað fyrir, tími uppgjörs og skulda- skila. Þetta verður okkur erfitt tímabil, sérstaklega þetta ár sem í hönd fer. Það verður fyrst og fremst erfitt, vegna þess að við munum þurfa að taka þungbærar og örlagaríkar ákvarðanir, sem lúta að sjálf- stæði þjóðarinnar. Ég sé þó ekki fýrir mér afsal sjálfstæðis okkar að fúllu og öllu. Nei, nei, það sé ég ekki... “ Þegar hér var komið talinu, tók völvan sér smáhvíld og sýndist okkur sem hún vildi fá viðbrögð okkar við þessum inngangi. — En hvorki við né völvan höfðum ráðrúm til að velta vöngum, því skyndilega fór þvílíkur vindhvinur um herbergið, að laus blöð á borð- inu dreifðust út um allt og borðdúkurinn lyftist, svo að hann myndaði stóra kúlu á borðinu. „Hvaða helvítis læti eru þetta?" hraut út úr þessari hæglátu konu, sem stóð á fæt- ur og kom öllu í samt lag. — „Þetta hendir stundum, þegar maður er í þessum hugleiðing- um, og allt eftir tilefhinu, allt eftir tilefninu," sagði hún. „En nú ætti þetta að vera liðið hjá,“ bætti hún svo við. Evrópa eða Ameríka? Síðan hélt hún áfram. - „AUt er þetta auðvitað í sambandi við þá umræðu og viðræður, sem framundan eru um hugs- anlega inngöngu okkar í bandalag Evrópuríkja og munu verða fýrirferðamestar í frétt- um á árinu. Já, það verða miklar og heit- ar umræður um þau skilyrði, sem ganga verður að, ef við eigum að fá að sitja við sama borð og þær þjóðir, sem þarna eiga aðild. Þetta verður mál málanna á árinu sem fer í hönd. Inn í þetta mál koma svo „valkost- ir“, sem svo verða nefhdir og útskýrðir nánar af talsmönnum þeikrra. Annar verður sagður sá, að við göngum í Evrópubandalag- ið, með þeim skilyrðum, sem allar þjóðirnar verða að hlíta. Þessi kostur mun verða mjög umdeildur og víða leitað fanga um röksemdir af þeim sem hann aðhyllast. Meira að segja verður vitnað til ummæla forseta okkar á ferð sinni til Sviss, er hann sagði, að við íslendingar væru fýrst og fremst Evrópumenn... Hinn kosturinn er sagður sá, að gera sérstakan fríverslunar- samning við Bandaríkjamenn og myndi sá samningur verða mun auðveldari fyrir okkur. Engin þau skilyrði sem Evrópubandalagið setur. — Nokkrir af okkar fremstu stjórnmálamönnum munu mæla ákaft með þess konar samningi því hann bindi ekki hendur okkar um of. — Þessar deilur munu verða þverpólit- ískar og menn munu tala af eigin sannfæringu og miklum þunga. Það verður ekki fyrr en síðla árs eða í lok ársins, sem ljóst verður hvert stefhir í þessu

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.