Vikan


Vikan - 28.12.1987, Síða 15

Vikan - 28.12.1987, Síða 15
Ástandið á vinnumarkaðinum: Harðar vinnudeilur eða liprir samningar? Hvað gerir Jón Baldvin? Völvan sér það fyrir. „Hver ætli húsaleigan sé á Spáni?" Skattalagabreytingamar munu leiða til þess, að margur launþeginn mun ákveða að taka sér frí tvo til þrjá mánuði á ári. stærsta máli þjóðarinnar firá Iýðveldistöku. Verkföll eða vinnufriður Það mun fljótlega koma í ljós á nýbyrjuðu ári, að verka- lýðshreyfingin og fýrirliðar hennar sumir hverjir hafa fúll- an hug á að láta til sín taka í launabaráttunni. En á sama tíma hafa veður í lofti skipast þannig, að ríkis- stjórnin mun tilbúin að bjóða aðstoð við lausn kjaramála á af- mörkuðu sviði. Því mur. þann- ig fyrir komið, að ríkisstjórnin gengst í eins konar ábyrgð fýr- ir því, að fólk í lægstu launa- flokkunum fái umtalsverða ieiðréttingu á kjörum sínum. Ákveðnir aðilar innan verka- lýðshreyfingarinnar munu einnig, þrátt fyrir allt ekki verða ýkja hrifnir af að þurfa að leggja út í langa verkfalls- baráttu, þegar hér er komið sögu og því munu þessir aðilar leggja áherslu á vinnustaða- samninga, sem markmið næsta samningatímabils. Starfsgreinasamningar á hin- um almenna vinnumarkaði verða einnig mjög til umræðu og leysa af hólmi hina hefð- bundnu samningagerð. Gagnstætt því sem fólk ótt- aðist síðari hluta desember- mánaðar, að verkföll yrðu löng og harðvítug, munu Iaunadeil- ur verða með allra minnsta móti á árinu 1988. Breytingar á vinnumarkaði Það mun koma í ljós, að ríkisstjórnin þarf ekki endilega að harma það svo mjög, þótt einhverjar launahækkanir verði á hinum almenna vinnu- markaði. — Auknar launa- greiðslur hjá öllum almenn- ingi munu líka koma ríkinu til góða í aukinni skattheimtu og fækka þeim gjaldendum, sem annars verða undir skattleysis- mörkum. Og það er einmitt þetta sem orsakar það, að á árinu munu margir vilja takmarka vinnu sína verulega til að fara ekki upp fýrir „skattamörkin" eins og það verður kallað. Eins kemur að því á þessu ári, að menn munu, og þeir verða margir, óska eftir því að draga úr vinnu sinni og taka sér frí, kannski einn, tvo eða fleiri mánuði ársins. Gera eitthvað sem þá hefúr lengi langað til að gera, en ekki get- að leyfit sér áður. Þarna á ég við að nýja stað- greiðslukerflð gerir mörgum kleift að hætta vinnu, án þess að þurfa að standa í skilum með mánaðarlegar skatta- greiðslur eins og áður þurfti, þótt menn ynnu ekki. Þetta leiðir svo aftur til þess, að eftirspurn eftir vinnuafli eykst til muna fýrst í staða, en þetta jafnar sig á ný, þegar fýrirtæki bregða á það ráð að draga saman, t.d. í framleiðslu og rekstri almennt. Allt verður þetta síðan til þess að spennan á vinnumarkaðinum minnkar og þar með þenslan í þjóðlíf- inu. Við getum þess vegna farið að bera okkur saman við aðrar þjóðir, þar sem okkur hefur virst lífið vera afslappaðra en hér hefúr verið um langan tíma. Stjórnmál og straumar Ég vil bara segja ykkur það strax, svo ég byrji á réttum enda, að um leið og þessi ríkis- stjórn tók við völdum, sá ég fyrir mér einhverja þá sterk- ustu ríkisstjórn, sem hér hefúr setið, sennilega allt ffá árinu 1944. VIKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.