Vikan


Vikan - 28.12.1987, Page 16

Vikan - 28.12.1987, Page 16
Ekki aðeins af því að hún hefúr svo mikinn meirihluta á þingi, heldur einnig þrátt íyrir þennan meirihluta, sem gefúr henni möguleika á að vera hvort tveggja í senn, stjórn og stjórnarandstaða. Þingmenn geta þannig skipst í tvo eða fleiri hópa, meðan umræður um mikilvæg mál standa yfir og gefa stjórn- inni þannig visst aðhald innan- frá, úr röðum stuðningsmanna. Stjórnarandstaðan er því að vissu leyti óvirkari en áður var. Sterkustu menn stjórnarinn- ar verða enn um sinn flokks- formennirnir þrír, Þorsteinn Pálsson, Steingrímur Her- mannsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Ég sé einnig fyrir mér aukna tiltrú fólks á Þorsteini Pálssyni og mun það verða staðfest í skoðanakönnun, er líður nær vordögum. - Ráðherrar hans, þeir Birgir ísleifúr og Friðrik Sóphusson, sem mun verða farsælir í störfum eiga ekki síst þátt í því að styrkja stöðu forsætisráðherra og flokks hans í heild. Birgir ísleifúr Gunnarsson mun vekja athygli fyrir snjalla og skjóta Iausn í viðkvæmu máli, sem upp kemur á árinu í sambandi við framkvæmd grunnskólalaganna. Iðnaðar- og orkumál verða mjög í sviðsljósinu, er líður fram á sumar og mun iðnaðar- ráðherra senda hóp sérfræð- inga til tveggja heimsálfa með sérstakt kynningarprógram er Birgir ísleifur mun vekja at- hygli fyrir.. . varðar uppbyggingu á eftir- sóttri aðstöðu hér á landi og lýtur að velferð einstaklinga. Gæti verið í sambandi við heilsuhæli eða annað sem þeim tengist, því þetta sé ég svo óljóst vegna hitaupp- streymis í sýninni. Hjá Framsóknarflokknum eru talsverð umskipti fram- undan. En þar nýtur formaður- inn, Steingrímur einnig traustra vinnubragða ráðherranna Hall- dórs Ásgrímssonar og Guð- mundar Bjarnasonar. Ég sé hins vegar breytingar á þingliði þessa flokks á árinu, vegna uppstokkunar í embætt- um þeim, er framsóknarmenn ráða yflr. Valdsvið utanríkisráðherra mun aukast verulega með ný- Jóhanna mun taka af skarið... breytni í ráðuneyti hans og nýjum verkefhum, sem varða aukna kynningu á íslenskum útflutningsvörum og eftirlit með þeim. Sendiráð okkar er- lendis mun verða betur nýtt en áður á þessu sviði. Ráðherrar Alþýðuflokksins munu áfram verða mikið í sviðsljósinu, embætta sinna vegna og ná nokkurri og var- anlegri fótfestu, hver fyrir sig, í viðamiklum málaflokkum. Ég get nefnt ykkur sem dæmi, að dómsmálaráðherra mun standa að og koma í fram- kvæmd mikilvægri breytingu í umferðarlögum, sem al- menningur mun fagna mjög. Jóhanna Sigurðardóttir mun einnig auka vinsældir sínar verulega á árinu, þegar hún Flokkur Ólafs með daufasta móti... tekur af skarið og breytir um- deildum ákvæðum í húsnæðis- lögunum. Þetta gerir hún milli þinga í sumar og leggur breyt- ingu þessa fýrir Alþingi í þing- byrjun, næsta haust. Formaður Alþýðuflokksins mun heimsækja erlenda stofn- un tengda stjórnun peninga- mála og koma þaðan með mikilvægar fréttir, sem leiða til uppstokkunar á gjaldmiðli okkar. — Gæti verið um að ræða enn eina gjaldmiðils- breytingu, t.d. eins og gerð var hér síðast með því að taka núll aftan af krónunni, eða eitthvað enn áhrifaríkara. Alþýðubandalagið verður með daufasta móti þetta árið. Formaður flokksins mun þó gera tilraunir til að blása lífi í glæðurnar og m.a. með því að ffiðmælast við svo kallað flokkseigendafélag, sem fór út í kuldann með formannskjör- inu. Út á við nær málefnakynn- ing flokksins ekki eyrum fólksins. Skoðanakannanir munu sýna áframhaldandi fylg- ishrun hjá flokknum, og mikill skoðanaágreiningur mun verða áberandi hjá þingmönn- um flokksins á Alþingi, er nær dregur þingslitum í vor. — Þetta mun koma Kvennalistan- um svo og Borgaraflokki til góða. Það mun koma upp ágrein- ingur innan Borgaraflokksins um tiltekið mál og verður til þess, að einn þingmaður hans dregur sig í hlé. Þetta verður til þess, að margir af núverandi stuðningsmönnum flokksins Ófyrlrsjáanlegur vandi mun koma upp í sambandi við byggingu ráðshússins við Tjörnina. Kostn- aður mun hærri en áætlaður í dag. 16 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.