Vikan - 28.12.1987, Síða 17
Mynd frá því þegar Simon heitinn Spies gekk að eiga hina ungu
Janni. Breytingar munu verða á heimilishögum hennar á árinu
að sögn völvunnar. ..
Karlar geta glaðst - ef tískuspá
völvunnar rætist.
munu flytja sig yfir til Sjálf-
stæðisflokksins. Þar af leiðandi
stendur fylgi Borgaraflokksins
meira og minna í stað.
Ekki get ég séð breytingar á
þingsetu þingkvenna Kvenna-
listans, þegar þing kemur sam-
an næsta haust.
Ráðhús í „deiglu“ og
vísindi í Reykjavík
Ég sé Ráðhúsbygginguna í
„deiglunni" í þess orðs fyllstu
merkingu. Jarðrask við Tjörn-
ina mun hefjast síðar en áætlað
var. Vegna staðarvalsins verða
einhverjir erfiðleikar í upphafi
við undirstöðu hússins, vandi
sem ekki var fyrirsjáanlegur.
Kostnaður verður mun
meiri en áætlaður var, og
andóf tefúr fyrir. Deilur munu
magnast er liða tekur á sumar-
ið, en húsið mun rísa. Ekki sér
þó fyrir endann á þeirri bygg-
ingu á árinu, og máske ekki á
því næsta.
Frægt fólk mun setja svip
sinn á borgina á árinu og
munu fjölmiðlar hafa í nógu að
snúast.
Vísindastofnun í Reykjavík
mun verða í heimsfréttum,
vegna nýstárlegrar uppgötvun-
ar. — Frægur íslendingur mun
falla ffá og annar landi okkar
fær viðurkenningu erlendis
fyrir hæfhi sína á íþróttasviði.
Fyrirtæki munu leggja upp
laupana og ég sé fjárfestingar-
„Vísindastofnun í Reykjavík
mun verða í heimsfréttunum
vegna nýstárlegrar
uppgötvunar...“
félög í vanda stödd. — Sér-
kennilegt brúðkaup hér á landi
mun vekja athygli landsmanna,
og verður þess getið í heims-
pressunni.
Ung kona mun vekja athygli,
vegna afskipta sinna í fjármála-
heiminum. Breytingar verða í
flugmálum og ferðamöguleik-
um milli landa. Þar virðist mér
verða fleiri valkostir og fleiri
flugfélög bjóða þjónustu sína.
— En fólk mun draga úr ferða-
lögum sínum til annarra landa,
vegna þess að nú fáum við
þriðja góðvirðissumarið.
Tíska og tiltrú
Tískan mun verða byltinga-
kennd með vorinu, þannig að
mikill hluti fataeignar lands-
manna þarf endurskoðunar
við. Ég sé allar konur stutt-
klæddar og karla í einhvers-
konar Iéreftsfötum.
Við munum verða bless-
unarlega laus að miklu leyti
við innflúensur og umgang-
spestar á komandi ári. — í eitt
af æðstu embættum landsins
mun ráðast nýr maður og er
eins og um harða samkeppni
verði að ræða, og undir loldn,
sérstaklega milli tveggja
manna.
Eitthvert gos sé ég fýrir á
Suðurlandi, þó verða ekki af
því mannskaðar, en Almanna-
varnir koma þar við sögu. —
Hópferðir innanlands verða
vinsælar, og til ótrúlegustu
staða!
Tiltrú fólks á bankainnistæð-
um mun aukast og því mun
streymi fjármagns aukast til
þessara stofnana. — Vandamál
vegna staðgreiðslukerfis skatta
mun koma upp um mitt árið
og verða skringilegar ráðstaf-
anir gerðar þar að lútandi.
Ungt ljóðskáld mun vekja at-
hygli og hópur tónlistarmanna
vinnur til verðlauna á erlendri
grund. - Útvarpsstöð mun
ljúka göngu sinni á árinu.
Orkuauðlind mun verða
uppgötvuð á Norðurlandi og
þarf ríkisvaldið að skera úr um
eignarhald á henni, eftir tals-
vert harkalegar deilur.
Byggðastofnun tekur undir
hugmyndir um þjóðvegakerfi
yfir hálendi landsins og lætur
gera könnun á tengingu
byggðasvæða með slíku kerfi.
Erlendir viðburðir
í læknavísindum verður
ffamhald á eyðnirannsóknum
og nýtt lyf kemur á markaðinn
og gefur góðar vonir í barátt-
unni. Þetta lyf kemur frá
Bandaríkjunum og gagnast
einnig gegn ákveðinni tegund
krabbameins.
Ronald Reagan fer til Sovét-
ríkjanna á árinu og gerir stans í
Evrópu í leiðinni. Á fundi með
nokkrum Evrópuleiðtogum
verður skýrt firá afdrifaríkum
viðræðum þeirra Gorbastjovs í
Moskvu.
í Bandaríkjunum verður
mikill undirbúningur, vegna
fótspor forvera sinna og bæla
niður uppreisn í Austur-Þýska-
landi með vopnavaldi? Völvan
sér þar fyrir mögnuð átök.
ffamhalds geimferðaráætlunar
og verður stefht að því að
senda upp mannað geimfar,
meðan á ferð Bandaríkjafor-
seta til Sovétríkjanna stendur.
En við íslendingar munum
einnig eiga von á fleiri fféttum
ffá Bandaríkjunum, því hval-
friðarsinnar munu enn verða á
ferðinni og gera atlögu að
hagsmunum okkar íslendinga
þar vestra. — Þetta leiðir til
þess, að öll hvalveiði verður
stöðvuð hér við land á árinu
og lýkur þar með hvalveiði-
deilum okkar við aðrar þjóðir.
Frakkar munu afnema vega-
bréfsáritun til lands síns fýrir
ferðamenn ffá Evrópulöndum,
— og þekkt ffönsk kvikmynda-
leikkona verður í heimsffétt-
um um mitt árið.
í Vestur-Þýskalandi verður
mikil spenna að loknum fundi
leiðtoga stórveldanna, og
niðurstöðu viðræðna þeirra,
sem gjörbreytir fyrirætlun
Þjóðverja og Frakka um að
koma á fót sameiginlegum her
með þátttöku fleiri þjóða.
í Austur-Þýskalandi verður
gerð uppreisn, sem byrjar í
Austur-Berlín en breiðist út og
eiga yfirvöld við mikinn vanda
að etja, einkum þar sem öflug-
ur siðferðislegur styrkur berst
uppreisnarmönnum erlendis
frá.
Á Norðurlöndunum, eink-
um í Danmörku verða miklar
umræður um Evrópubandalag-
ið, og munu Danir þrýsta á um
inngöngu Svía og Norðmanna.
Því verður haldið á lofti, að
innganga Svía og Norðmanna
geti ráðið úrslitum um ffamtíð
bandalagsins. - Þetta verður
útkljáð í febrúar eða marsmán-
uði.
Hin auðuga Janni Spies
VIKAN 17