Vikan


Vikan - 28.12.1987, Blaðsíða 24

Vikan - 28.12.1987, Blaðsíða 24
Egill Ólafsson, Jóhann Sigurðarson, Ragnheiður Steindórsdóttlr og fleiri leikarar í hlutverkum sinum í „Vesalingunum". Vinsælir vescriingar Þrjátíu leikarar sem hver um sig skreppa í mörg hlutverk flytja „Vesalingana“, söng- leik byggðan á samnefndri skáldsögu franska skáldjöf- ursins Victor Hugo og var frumsýndur á öðrum degi jóla. Sönglcikurinn er eftir Alain Boublil og Claude- Michel Schönberg, en sá síð- arncfndi samdi tónlistina. Böðvar Guðmundsson skáld þýddi verkið fýrir Þjóðleikliús- ið, Benedikt Árnason leikstý'rir og Ingibjörg Björnsdóttir samdi dansa. Aðalhlutverkin eru í höndum Egiis Ólafssonar, Jóhanns Sig- urðssonar, Sigurðar Sigurjóns- sonar, Sverris Guðjónssonar, Aðalsteins Bergdal, Eddu Heið- rúnar Backman, Sigrúnar Waage, Ragnheiðar Steindórs- dóttur og Lilju Þórisdóttur. Og eins og sjá má af þessum glæsta lista eru á ferðinni leikarar sem þekktir eru af sönghæfileikum sínum. „Vesalingarnir" hafa rok- gengið í stórborgum álfanna beggja megin Atlantshafsins — og að því er Þjóðleikltúsið segir, þá eru líkur á að svo fari einnig hér á landi því 8000 miðar hafa selst fyrirfram. Söngleiksgerð „Vesalinganna“ birtist fyrst á fjölum í París árið 1980. Reyndar er varlegt að tala um söngleik, því allur texti verksins er sunginn, rétt eins og um óperu væri að ræða, og höf- undar beita mjög fýrir sig hefð- bundnu óperuformi. í París var sýnt í stórri íþróttahöll. Um hálf milljón manna sótti sýningarn- ar. The Royal Shakespeare Com- pany frumsýndi verkið svo í London árið 1985 í Barbican- leikltúsinu og þá mjög breytt. Það er eitt með öðru sem ýtir undir vinsældir „Vesalinganna" sem óperusöngleiks. Þar kemur fyrst til hin kröffuga lciksaga ættuð beint frá Hugo þar sem slegið er á rómantíska strengi, mannelska höfundar nýtur sín og samúð með þeim sem minna mega sín. Persónur verksins eru velþekktar og það eins þótt all- ur fjöldinn hafi kannski ekki les- ið skáldsöguna: Afbrotamaður- inn Jean Valjean (Jón Valjón), Javert lögreglumaður og rnargir fleiri. Þeir sem lesið hafa skáld- söguna muna ævilangt lýsing- arnar á undirheimum Parísar- borgar, götubardögum og upp- reisninni 1832. „Vesalingarnir" er í senn glæpareyfari og víð- feðm lýsing á þjóðlífi. Vonandi skila þessir þættir sögunnar sér í sýningu Þjóðleikhússins. - GG Algjörl rugl í ttnó „Svartur gamanleikur, segja þau hjá Iðnó um leikritið sem frumsýnt verður þann '30. desember. .Algjört rugl“ ncfnist það í þýðingunni og er eftir Christopher Durang, ungan Bandaríkjamann sem hóf feril sinn í bandarísku leikhúslífi sem leikari. „Ruglið" (Beyond therapy) er skörp ádeila á lífshætti og við- horf samtímamanna höfundar- ins í Bandartkjunum og víðar; grátbrosleg lýsing á nútímafólki getum við sagt, því fólki sem í angist leitar að lífsfýllingu, nær aldrei áttum, finnur engan frið í stressaðri sál sinni. Leikurinn gerist á okkar „síð- ustu og bestu tímaritatímum," segir í frétt frá Leikfélaginu — og er væntanlega átt við glanstíma- ritin sem eltast við einkalif hinna tómlegu glansfígúra. Ekki menningarleg rit á borð við gömlu, góðu Vikuna. Bríet Héðinsdóttir leikstýrir „Ruglinu" en leikendur eru þau Kjartan Bjargmundsson, Guð- rún S. Gísladóttir, Valgerður Dan, Harald G. Haraldsson, Jakob Þór Einarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. - GG 24 VIKAN UÓSM.: PÁLL KJARTANSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.