Vikan


Vikan - 28.12.1987, Síða 26

Vikan - 28.12.1987, Síða 26
Gott að vera kominn inn í hlýjuna ljósmyndum. Þó kom babb í bátinn þegar búið var að af- 'greiða myndina af handbolta- manninum, því þegar hann átti að vera uppalegur eins og hæfir ungum manni í ábyrgðarstöðu gat hann ekki með nokkru móti haldið sér alvarlegum og sagðist vera ómögulegur uppi, hann vissi ekki einu sinrii hvernig hann ætti að vera uppalegur. Ég óhlýðnaðist samt ljós- myndaranum og hélt áfram að punda spurningum á fyrirsæt- una: Ertu sáttur við frammi- stöðu ykkar Víkinga það sem af er vetrar? „Nei, ég er það svo sannarlega ekki. Við höfum geysilega sterka einstaklinga í öllum stöðum sem hafa því miður ekki náð nógu vel saman, það þarf að binda þetta betur saman. Þá var vörnin alveg hörmuleg ffaman af og allt annað en gaman að standa í marki fyrir aftan hana. Það voru mikil viðbrigði fyrir mig þar sem ég var vanur því að hafa mjög góða vörn fyrir fram- an mig. Þó breyttist hún til batnaðar þegar, „gamli maðurinn" (Árni Indriðason þjálfari) fór að spila með. Hann er ódrepandi varnar- jaxl og ætli hann neyðist ekki til að spila út tímabilið. Þá á ég von á því að Siggi Gunn fari að smella betur inn í liðið og skora meira eins og hann hefúr sýnt að hann er fær um með landslið- inu. Þó spilum við þannig bolta að skorunin á að dreifast nokk- uð jafrit á leikmenn og enginn einn á að vera afgerandi hvað hana snertir “ Auðvitað er þetta bilun „Ég er nokkuð bjartsýnn á ffamhaldið hjá okkur og það er of snemmt að afekrifa okkur með öllu. Að vísu er bilið milli okkar og efetu liðanna orðið helst til mikið og þó ég spái Valsmönnum sigri þá ætlum við ekki að gefast upp. Eins og er er stefnan þó sett á Evrópusæti." — Segðu mér nú eins og er, þarf maður ekki að vera svolítið 26 VIKAN bilaður til að standa í handbolta- marki? „Ætli það ekki,“ segir Kristján og hlær. „Nei, veistu að þetta eru mun meiri pælingar en flest- ir gera sér grein fyrir, þetta er ekki bara að baða út öngum og vonast til að skotið sé í mann. Maður þarf að kortleggja skyttur, pæla í því hvar og hvernig þær skjóta og svo fram- vegis. Þó geri ég miklu minna af því nú en áður. Nú treysti ég meira á góðar staðsetningar og reynslu. En það er að sjálfsögðu talsverð bilun í því að láta þruma boltanum í sig. Off er maður allur marinn og marker- aður eftir leiki." Skotinn í stuð „Nú, svo kemur stundum fyrir að maður fær boltann í höfúðið og það getur virkað á báða vegu, maður getur komist í stuð út af því og svo getur maður orðið ragur. Ef maður verður ragur verður maður að fara á æfingu strax daginn eftir og ná hræðsl- unni úr sér. Hræddur markvörð- ur er gagnslaus." — Hver er þín sterkasta hlið sem markvörður? „Ég á mjög erfitt með að dæma um það sjálfur — allavega eru það ekki hornaskot," segir Kristján og hlær að sjálfúm sér. ,Jú, kannski að það séu splittin. Ég átti það til að misnota þann hæfileika minn að vera snöggur niður, en Bogdan lagaði það hjá mér þannig að það varð beittara vopn. Þó að leikmaður viti að ég er snöggur niður ffeistast hann til að skjóta þar ef hann sér að það er opið. Annars er það svo að þó að leikmaður viti hvað ég ætla að gera og hann viti jafhvel að ég veit það, þá skýtur hann ■ í 90% tilvika á sinn vanastað í leik. Ekki sist ef hann er undir spennu. Menn taka einfaldlega ekki séns á því að breyta útaf á örlagastundu nema þeir séu léttgeggjaðir eins og Palli Ólafe, hann er óútreiknanlegur. Örfhentir erfiðari — Hverjir eru erfiðustu skytt- urnar sem þú hefúr leikið gegn? „Af þessum íslensku eru það örflientu stórskytturnar okkar, þeir Kristján Arason og Siggi Sveins, það er alltaf erfitt að eiga við þá. Af erlendum stórskyttum detta mér helst í hug Pólverjinn Jerzy Klempel og Frank Wahl frá Austur-Þýskalandi. Wahl er svo skotfastur að maður sér boltann off ekki fýrr en hann liggur í netinu." — Hvernig líst þér svo á ólym- píuleikana? „Ég er bjartsýnn fyrir þá. Við verðum með reynslumesta liðið á leikunum og ég held að það eigi effir að skila sér. Þó að vörnin hafi verið slök að undan- förnu er ég viss um að Bogdan eigi effir að kippa henni í lag. Það er ekki að marka síðustu leiki vegna þess að liðið hefúr lítið sem ekkert æff frá heims- meistarakeppninni í Sviss. Með markvissri æfingu ætti vörnin að verða feikilega sterk. Að minnsta kosti verða þeir ekki árennilegir þegar þeir ná saman, Geir, Kristján og Alfreð, þeir eru allir geysilega sterkir varnar- menn. Þegar samæfingin verður komin held ég að liðið verði geysilega sterkt. Ég ætla ekki að vera með stórar yfirlýsingar um verðlaunasæti, en þó held ég að það sé raunhæfur möguleiki á því.“ — Nú ert þú geysilega upptek- inn af bæði starfinu og hand- boltanum. Kemur það ekki nið- ur á fjölskyldunni? „Ég er svo heppinn að eiga góða konu sem var sjálf á kafi í íþróttum og hefúr þess vegna skilning á þessu brasi í mér. Hún stendur mikið með mér, mætir á alla leiki og hvetur mig áfram. Öðruvísi held ég að þetta gæti ekki gengið." Sonurinn hrakfallabálkur „Sonur minn sem er fjögurra ára er farinn að mæta með mér á I

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.