Vikan


Vikan - 28.12.1987, Page 33

Vikan - 28.12.1987, Page 33
Tvíburarnir 22. maí -21. júní Nýja áriö færir þér ný og spenn- andi verkefni að takast á við sem munu færa þér mikla ánægju. Ekki þarf annað en samtal þar sem talað er saman af skynsemi til að laga það sem útaf hefur bor- ið í rómantíkinni. I starfinu bíða þín tækifæri sem . gefa meiri möguleika en þig grunar. Þig hef- ur dreymt um að fara í ævintýra- legt frí ( mörg ár, frí sem væri allt öðru vísi en önnur, nú er rétti tím- inn til að láta drauminn rætast. Fjárhagurinn verður í góðu lagi, Þó þarftu að gæta þess að fjár- festa af skynsemi, annars fer illa. Bogamaðurinn 24. nóv. -21. des. Þetta ár verður ekki eins auðvelt fyrir þig og síðasta ár. Lfttu á þetta sem reynslu sem á eftir að koma sér vel. Á tilfinningasviðinu er þörf á breytingum, en þær verða að koma frá þér og þú átt eftir að undrast hversu ánægju- legan árangur þær munu gefa. Fárra breytinga er að vænta í starfinu, en vanalegu störfin munu færa þér ánægju eins og áður. Þú þarft að gera allt sem f þfnu valdi stendur til að fríið í ár heppnist. Fjárhagurinn verður aft- ur á móti jafn og góður allt árið. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Nýja árið fer rólega af stað, en fyrr en varir verða breytingar á kringumstæðunum og mjög ánægjuleg reynsla verður byrjun- in á einhverju nýju og góðu. Á- kveðin rómantísk upplifun mun verða byrjunin á tímabili sem ger- ir þig mjög hamingjusama(n). Endrum og eins hefurðu verið óánægð(ur) með vinnuna, en nú fara þau að koma skemmtilegu verkefnin sem bíða þess að verða leyst og þú munt leysa með miklum sóma. Sumarfríið f ár verður þér lengi minnisstætt. Fjárhagurinn verður yfirleitt í góðu lagi, en bíddu með allar stærri fjárfestingar. Steingeitin 22. des. - 20. janúar Fyrir Steinaeitina verður árið sér- lega gott. I ástamálum gildir að þú verður kannski að sýna meiri lit en þú gerðir á síðasta ári. Þú þarft að halda rónni í vinnunni og halda þig við jörðina og þá mun allt fara vel. Allt bendirtil þess að fríið í ár verði einkar vel heppnað, kannski það besta sem þú hefur farið f. Fjárhagurinn verður dálítið knappur, en þú skipuleggur vel og verður því ekki eins mikið var við það og við hefði mátt búast. Ljónið 23. júlí - 23. ágúst Fyrir þá sem eru fæddir í Ijóns- merkinu mun árið verða ánægju- legt. Tilfinningarnar gera það að verkum að þú freistast til að endurvekja fyrra samband, en margt hefur breyst og þér væri fyrir bestu að láta fortíðina óá- reitta. Breytingar verða á starfinu og líkur á að þú finnir þér allt aðra vinnu. Þú átt erfitt með að ráð- stafa sumarfríinu í ár, en árang- urinn verður að lokum góður. Fjárhagurinn er nokkuð þröngur í byrjun árs en fer batnandi þegar á líður. Vatnsberinn 21. janúar- 18. febrúar Það Iftur út fyrir að hlutirnir ætli að ganga of vel og of hratt hjá þér í ár! Vertu þvf vel vakandi um framvindu mála. Ástamálin ganga ekki vandræðalaust fyrir sig, en allt mun þó leysast farsællega að lokum. Það er of snemmt fyrir þig að ætla að finna mjög freistandi starf, þú munt nefnilega ná lengra með því að fá meiri reynslu í nú- verandi starfi, alla vega í nokkurn tíma enn. Þú ferð í gott frí á árinu. Peningamálin munu ganga furðu vel. Meyjan 24. ágúst - 23. sept. Þetta verður mikið gleðskaparár og einkennist af miklum breyting- um, sem verða meiri en oft áður. Ástin á góða möguleika, en það er ástæða til að vara við flagði undir fögru skinni. Á árinu gerirðu ákveðna áætlun sem á að stuðla að því að skapa þér enn betri framtíð. Tillaga um að fara í sumarfrí með hóp af fólki er ekki góð hugmynd og fjárhagurinn er það góður að þér ætti að vera óhætt að halda þig við þær áætl- anir sem þú gerðir í upphafi. Þeg- ar á heildina er litið þá verður fjár- hagurinn betri í ár en í fyrra. Fiskarnir 19. febrúar - 20. mars Þetta verður gott og hamingjuríkt ár. Ástarsamband byrjar á svo einkennilegan hátt að það mun taka þig langan tíma að gera þér grein fyrir tilfinningum þínum. En einmitt þessi hægi máti gefur bestan árangur. Og nú hefst yndislegur tími. Einnig verður allt sem viðkemur starfinu mjög ánægjulegt og snemma á árinu muntu eiga velgengni að fagna. Fríið verður friðsælt, eins og þú vilt helst hafa það. Fjárhagurinn verður rokkandi á árinu, en ást- andið verður aldrei það alvarlegt að ástæða sé til að hafa áhyggj- ur. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.