Vikan - 28.12.1987, Side 35
menn í lið með sér, sem voru
sama sinnis og hann sjálfur, að
afhending handritanna til ís-
lands væri stórt skref í áttina að
sjálfseyðingu danska ríkisins!
Áætlun hans gerði ráð fyrir
því að handritunum yrði rænt
með vopnavaldi úr Árnasafhi og
sett á tryggan felustað. Þar á eft-
ir átti að þvinga ríkisstjórnir ís-
lands og Danmerkur til að
ábyrgjast að handritin yrðu
áfram í Danmörku, að öðrum
kosti myndu ræningjarnir halda
þýfinu sjálfir.
Þetta hljómar allt nokkuð
fáránlega, en ræningjarnir vænt-
anlegu tóku sig háalvarlega og
undirbjuggu ránið vandlega.
Ætlunin var að nota tvær
skammbyssur til að yfirbuga
starfsfólk saíhsins. Önnur átti að
vera hlaðin með púðurskotum,
en hin raunverulegum föstum
skotum. Byssuna með púður-
skotunum átti að nota til að
hræða starfsfólkið ef það yrði
með einhverjar mótbárur, en
enn er óljóst hvort samsæris-
mennirnir voru tilbúnir til að
beita föstu skotunum, ef mót-
spyrnan hefði orðið meiri en
þeir áttu von á.
Heimsóknir Hetlers í Árna-
safn sannfærðu hann um að
besti tími til ránsins væri í há-
deginu, þegar starfsfólk safnsins
væri í mat og aðeins væri einn-
maður eftir á staðnum til að
gæta fjársjóðsins. Þá myndu
ræningjarnir legga til atlögu,
læsa byggingunni, yfirbuga
starfsmanninn og binda hann
svo rækileg að hann gæti ekki
gert viðvart er þeir hyrfu á brott
með ránsfenginn.
Uppdráttur Hans Hetlers af
safhinu átti að vera til hliðsjónar
við aðgerðina, svo ræningjarnir
gætu gengið beint að dýrmæt-
ustu safngripunum. Handritin
áttu síðan að pakkast niður í
kassa sem ræningjarnir hefðu
meðferðis og síðan skyldu þau
borin út í tvo bíla sem áttu að
standa ferðbúnir fyrir utan.
Flóttinn undirbúinn
Dulbúningur ræningjanna átti
að vera venjulegir einkennis-
búningar frá flutningabílafyrir-
tæki í Kaupmannahöfh. ÖIl að-
gerðin átti að taka 20-25 mín-
útur. Bílarnir fyrir utan áttu að
vera Citroén kassabíll og Morris
Mini með óþekkjanlegum núm-
eraplötum.
í nágrqnni Árnasafns skyldi
síðan standa stór flutningabíll,
sem litlu bílunum yrði ekið inn
í og síðan átti leiðin að liggja til
úthverfisins Skovlunde, vestan
Kom prófessor
Jón Helgason í
veg fyrir
fífldjörf áform
handrita-
ræningjanna?
við borgina, þar sem tveggja
hreifla einkaflugvél beið þeirra.
Handritunum skyldi síðan flogið
til Hamborgar í V-Þýskalandi.
Einn félaga Hetlers hafði flug-
mannsréttindi og hafði hann séð
um að leigja vélina.
í Hamborg stóðu samsæris-
mennirnir í sambandi við mann,
sem hafði til umráða kjallara,
þar sem átti að geyma handritin.
Kom prófessor Jón
Helgason í veg fyrir
ránið
í ágúst 1961, voru samsæris-
mennirnir tilbúnir til að láta til
skarar skríða, en Hans Hetler
taldi réttast að leggja leið sína
enn einu sinni í Árnasafn og
kanna aðstæður. Þar hitti hann
fyrir íslenskan mann, sem svar-
aði spurningum hans varðandi
handritin af kurteisi. Maður
þessi var uppfullur af fróðleik
um þennan íslenska þjóðarauð
og samkvæmt lýsingum Hetlers
getur varla hafa verið um annan
mann að ræða en prófessor Jón
Helgason.
íslenski ffæðimaðurinn hafði
að sjálfsögðu enga hugmynd um
fyrirætlanir Hetlers, en nokkur
ummæli hans ollu þó að tvær
grímur runnu á ræningjaforingj-
ann.
Jón Helgason hefúr væntan-
lega haldið að hann væri að
fræða einhvern saklausan áhuga-
mann, þegar han tjáði Hans
Hetler að handritin væru ákaf-
lega viðkvæm fyrir allri með-
höndlun sökum elli og það þyrfti
að geyma þau við sérstakar að-
stæður. Loftraki og hitastig
þyrftu að vera af réttri blöndu
svo dýrgripirnir skemmdust
ekki. Jóni varð tíðrætt um að ef
handritin væru geymd í lengri
tíma við slæmar aðstæður mætti
búast við að þau yrðu með öllu
ónýt.
Samsærismennirnir funduðu
lengi um möguleikann á að inn-
rétta kjallarann í Hamborg,
þannig að hann uppfyllti kröf-
umar um geymsluaðstæður fyrir
gömul og lúin handrit. Aðstæð-
ur í kjallaranum voru ekki hinar
bestu, upphitun af lakasta tagi
og loftraki mikill, þannig að
stórhætta var á að handritin
myndu hreinlega grotna þar
niður á skömmum tíma.
Hvernig sem samsæris-
mennirnir reyndu, gátu þeir
ekki fundið lausn á þessu vanda-
máli. Þeir höfðu ekki ijárntagn
til að leggja í kostnaðarsamar
breytingar á kjallaranum og þeir
óttuðust jafnframt að slíkt
myndi vekja grunsemdir, þar
sem þeir hefðu orðið að ráða
sérstakt fagfólk til framkvæmd-
anna.
Annar geymslustaður en kjall-
arinn virðist hins vegar ekki
hafa komið til greina hjá þeim
félögum.
Fífldjarfar áætlanir þeirra
höfðu þrátt fyrir allt ekki gert
ráð fyrir að þeir myridu hugsan-
lega eyðileggja íslensku handrit-
in, þótt þeir vildu koma í veg
fyrir að þau yrðu afhent Islend-
ingum.
Þessar óyfirstíganlcgu hindr-
anir gerðu það að verkurn, að
Hans Hetler ákvað á- síðustu
stundu að hætta við hið fífldjarfa
rán.
Dönsk yfirvöld uppgötvuðu
ekki þessar áætlanir fyrr en 14
árum seinna, árið 1975, þegar
dagblaðið Ekstra Bladet birti
greinar sem ljóstruðu upp um
málið. Þáverandi dómsmálaráð-
herra Orla Möller virtist ekki
hafa mikinn áhuga á að gera
neitt í málinu en hann sagðist
þó álíta að lögreglan hlyti að
rannsaka sannleiksgildi frásagn-
ar blaðsins.
Rannsóknarlögregla Kaup-
mannahafnar ákvað að hafa tal af
Hetler, sem var óhræddur við
að játa þátt sinn í málinu við
yfirheyrslu. í yfirheyrslunum
sagði Hans Hetler m.a.:
„Með ráninu á handritun-
um ætluðum við að þvinga
ríkisstjórnina og þjóðþingið
til að koma í veg fyrir að
handritin yrðu send aftur til
íslands. Ég lít á handritin
sem danska þjóðareign og lít
því á afhendinguna til ís-
lands sem glæp. Þegar ég
gekk svo langt að ákveða að
leggja hald á handritin, var
það m.a. vegna þess að ég
samþykki ekki þá þing-
skipun og þingræði sem
við höfum í Danmörku. Það
er úrkynjuð tegund lýðræð-
is. Eina rétta tegund þing-
skipunar er þingræði tveggja
þingdeilda, efiri og neðri
deildar."
Það er nokkuð spaugilegt að
Hans Hetler virtist í þessum
yfirheyrslum ekki hafa gert sér
grein fyrir því að hans óskaþing-
skipun er einmitt á íslandi.
Orðinn njósnari og
slapp við refsingu
Þrátt fyrir að játning lá fyrir
um yfirlýsta tilraun til vopnaðs
ráns á handritunum íslensku og
úreldingarfresturinn fyrir afbrot
Hetlers var ekki útrunninn,
slapp hann við ákæru af hendi
hins opinbera,-
Þegar hér var komið sögu
hafði Hans Hetler nefriilega
tengst öðrum og viðkvæmari
málum, sem dönsk stjórnvöld
kærðu sig lítt um að kæmust í há-
mæli. Samkvæmt sérstökum
samningi við leyniþjónustu
danska hersins, var handrita-
ræningjagengið óheppna, orðið
að sérstökum njósnahring, sem
stundaði ólöglegar persónu-
njósnir um danska ríkisborgara.
Uppljóstranir um það mál
einu og hálfu ári eftir játning-
arnar um handritaránstilraunina
urðu að stórmáli í Danmörku,
ícm m.a. leiddi til brottvísunar
Orla Möller dórns- og varnar-
málaráðherra úr ríkisstjórninni í
október 1977.
Heimildir:
„Spionen der sladrede"
Ekstra Bladet 1975
D.i iskar lögregluský
VIKAN oö