Vikan - 28.12.1987, Síða 39
Verkfalii
mislólul
Geislandi jólagotterí
Það eru ekki aðeins ís-
lensk böm sem eru dugleg
við að troða í sig sælgæti fyr-
ir jólin. í Vestur-Þýskalandi
gekk líka í garð aðalvertíð
sælgætisframleiðenda. Það
em ekki aðeins fleiri tann-
skemmdir sem fylgja með í
kaupunum í ár, stór hluti
sætindanna sem jólasveinn-
inn færði Iitlu þýsku böm-
unum í jólasokkinn nú
tveimur ámm eftir
Tschemobyl er a£ar geilsa-
virkur.
Þessar niðurstöður birti félag
foreldra gegn kjarnorkuógnun í
V-Þýskalandi, eftir að hafa rann-
sakað geislavirkni í 300 teg.
jólasætinda þegar jólavertíðin
hófst í byrjun nóvember. Til-
búnar vörutegundir, svo sem
smákökur, súkkulaði og þess
háttar innihalda allt að 150 Bq
kílóið. Þessar tölur eru undir
hættumörkum sem Efnahags-
bandalag Evrópu ákveður (600
BQ/kíló) en þó hátt yfir
mörkunum 10 Bq/kíló sem félag
foreldra gegn kjarnorkuógnun
telur að séu hættumörkin fyrir
ófrískar konur og börn. Hnetur
og möndlur tilheyra einnig jól-
unum og eru samkvæmt rann-
sókninni sérstaklega varhuga-
verðar. Sá sem fær sér heslihnet-
ur fyrir jólin má búast við að
setja ofan í sig 300 Bq/kíló. Met-
ið eiga raspaðar heslihnetur frá
fýrirtæki sem Hansa heitir. Var-
an inniheldur 646 Bq/kílóið
sem er mikið meira en nóg til að
vera fjarlægð úr hillum versl-
anna. En það var ekki aðeins nú
fyrir jólin sem fólk var varað við
geislavirkni í matvælum. Óffísk-
ar konur eða konur með börn á
brjósti eru stöðugt hvattar til að
Það er ekkl nóg með að
þýsku bömln gelsll af
gleði er þau raða í sig
jólasælgætinu heldur
geislar sælgætið því
miður líka ...
kynna sér magn geislavirkni í
því sem almennt tilheyrir dag-
legri fæðu. Um allt rísa upp litlar
rannsóknarstofur, þar sem hægt
er að láta mæla Bq magn í mat-
vælum og fara margar mæður
sem eru með börn á brjósti
reglulega til að láta mæla geilsa-
virkni í brjóstamjólkinni. Einnig
eru daglega birtar í dagblöðun-
um, við hliðina á veðurspánni,
tölur yfir Bq magn í helstu fieðu-
tegundum landsmanna. Gáfú ís-
lenskir foreldrar börnum sínum
geislandi gotterí í skóinn um
þessi jól... ?
Kynlífskönnun í Noregi
Umfangsmikil könnun á kyn-
lífishegðun Norðmanna hefúr
staðið yfir að undanförnu. Tíu
þúsund manns á aldrinum 18 til
60 ára hafa fengið í hendur
mjög ýtarlegan spruningalista
þar sem viðkomandi eru beðnir
að gera nákvæma grein fýrir öllu
sem viðkemur kynlífi þeirra.
Þetta fólk hefur verið pikkað út
úr þjóðskránni og svörin eru
nafnlaus. Talið er að niðurstöð-
ur könnunarinnar geti orðið að
liði í baráttunni gegn eyðni.
Svör hafa þegar borist í þús-
undatali og að sögn talsmanna
heilbrigðisstofnunar norska
ríkisins eru svarendur mjög
hreinskilnir.
—SG.
Jólaölii vinsælt
Fleksnes
sem
kóngur
Norska leikaranum Rolv
Wesenlund (Fleksnes) hefur
verið boðið hlutverk kóngs í
sjónvarpsmyndaflokki sem
sænska sjónvarpið ætlar að
láta gera og nefhist „Kóngur
og föðurland“. Auk þess að
vera beðinn um að leika
hlutverk kóngsins vilja Sví-
amir fa Rolv sem ráðgjafa við
gerð myndaflokksins og
endanlega textagerð. Bo
Hermansson mun að öllum
líkindum annast leikstjórn.
Hugmyndin að gerð mynda-
flokksins gengur út á ímyndað
kóngsríki þar sem kóngurinn er
orðinn leiður á starfinu og vill
koma á lýðræði. Drottningin er
þessu mjög mótfallin og ýmsar
Sænskir sjónvarpsmenn vilja gera
Rolv Wesenlund að kóngi...
spaugilegar uppákomur eiga sér
stað. Sænska sjónvarpið ráðgerir
að Ijúka gerð myndaflokksins
fyrir næsta haust eða í síðasta
lagi vorið 1989. Rolv Wesen-
lund er um þessar mundir í
Stokkhólmi og ræðir við Svíana.
—SG.
Hinir svonefndu frændur
vorir á Norðurlöndum hafa
keppst við að smakka á jóla-
ölinu undanfarnar vikur.
Sem dæmi má nefna, að
bmgghús í Osló framleiddu
2,8 milljónir lítra af jólaöli
sem tappað var á sjö milljón-
ir fla skna.
ölið er 6,5—7% að styrkleika
og þykir hinn besti mjöður.
Þetta er selt í öllum matvöru-
Nýlega lauk nærri tveggja
mánaða verkfalli útvarps- og
sjónvarpsmanna í fsrael.
Starfsmennirnir fóru í verk-
fall til að krefjast hærri launa
og reiknuðu með að það
yrði ekki langvinnt. Al-
menningur og stjómmála-
menn munu krefjast þess að
samið yrði strax. En raunin
varð önnur.
Stjórnmálamenn urðu himin-
lifandi yfir því að þurfa ekki að
svara nærgöngulum spurning-
um í útvarpi og sjónvarpi, en
þar hefur ríkið einkarétt á út-
sendingum. Og almenningur
sagði sem svo að engar fréttir
væru góðar fféttir. Einu kvartan-
irnar voru frá fólki sem saknaði
þess að sjá ekki Dynasty og
íþróttir. Á sama tíma blómstraði
rekstur kvikmyndahús, veitinga-
staða og myndbandaleiga. ísra-
elar hlustuðu á útvarp hersins
sem starfaði áfram og sendi út
fréttir og skemmtiefúi, auk þess
sem hægt er að ná sjónvarps-
sendingum frá nágrannalöndun-
um, Jórdaníu og Líbanon. Svo
fór að ríkisútvarpsmenn í ísrael
sáu sig tilneydda til að semja um
mun minni launahækkun en
þeir stefndu að. —SG.
búðum eins og annað öl og það
þykir hinum bindindissömu
Norðmönnum sjálfsagt mál.
Brugghús hafa tekið upp þá ný-
breytni að tappa jólaöli ekki
bara á venjulegar ölflöskur,
heldur einnig á fimm lítra kúta
sem norskir kalla „partyfat". Það
eina sem Norðmenn óttast nú
er að jólaölið verði allt uppselt
fyrir jól, en það hefúr stundum
komið fyrir. —SG.
VIKAN 39