Vikan - 28.12.1987, Síða 46
Sophia
Loren:
Maski úr minkaolíu
Ég nota maska sem er búinn til úr
minkaolíu. Ég bleyti grisjur í olíunni og
legg þær á andlitiö og hálsinn í a.m.k. 15
mínútur á hverjum degi. Þetta hefur ró-
andi áhrif á húöina og styrkir hana ein-
nig. Hjálpar einnig til viö aö koma í veg
fyrir hrukkur.
Joan
Coilins:
Súrmjólk á andlitið
Ég vil vera sólbrún, en sólbrúnkan er
ekki falleg þegar hún fer að dofna. Ég
jafna húðlitinn í andlitinu meö því aö þvo
það upp úr súrmjólk og set síðan raka-
krem á mig sem ég hef blandað nokkrum
dropum af sítrónusafa út í.
Hvað segja Klassapíurnar?
Betty White
Ég vil hvorki vera meö of stutt né of
sítt hár, en ég vil aö hárið á mér virki
þykkt og ræktarlegt. Ég bursta það því á
hverju kvöldi og nota næringu meö olíu í
tvisvar í viku.
Ég hef mikla trú á andlitsböðum og
nuddi. I andlitsbaði slappa andlitsvööv-
arnir af, en fá jafnframt styrkingu. í nuddi
slappar allur líkaminn af og spennan líö-
ur í burtu.
Ég set E-vítamínolíu á andlitiö á mér á
hverju kvöldi sem rakagjafa og ég held
mig frá sólböðum.
46 VIKAN
Linda
Evans
Notið náttúrulegan farða
Ég nota helst litaö dagkrem til að húð-
in líti sem eðlilegust út. Ég blanda meiki
og rakakremi saman í lófanum á mér og
ber á andlitið þar sem ég vil að húðin
sjáist í gegn. Ég set meira meik og
minna af rakakremi á þá staði húðarinn-
ar sem ég vil hylja meira. Ég set létt lag
af púðri yfir og væti síðan svamp með
vatni og fer varlega yfir andlitið til að
þurrka í burtu allt laust púður.
Ég reyni að forðast að nota of heitt
eða of kalt vatn á andlitið vegna þess að
það getur valdið æðasliti.
Elizabeth
Taylor: L____________________
Notið heitan þvottapoka
Mér finnst mikilvægt að þekkja húð
sína vel. Skoðaðu húðina í stækkunar-
spegli. Þá sérðu hvað þarf að lagfæra.
Ég örva blóðrásina með því að leggja
heitan þvottapoka á andlitið og hálsinn
þar til húðin roðnar. Þá set ég krem
með mentholi í á húðina og læt þaö vera
á í 15 mínútur. Þá þurrka ég það af og
hreinsa og fríska andlitið með köldu
vatni.
Aðeins augun
Ég nota farða mjög lítið, þó finnst mér
gaman að leggja áherslu á augun. Ég vil
ekki líta út eins og málverk. Eg held að
konur noti mikinn andlitsfarða til að sýn-
ast fyrir öðrum konum því karlmönnum
líkar yfirleitt ekki að sjá konur mikið mál-
aðar.
Jacklyn Smith
Hárnæringin sem ég nota er majónes.
Ég ber majónes í hárið og vef síðan
heitu handklæði um hárið. Eftir 30-40
mínútur tek ég handklæðið af og þvæ
majónesið úr með sjampói. Hárið verður
glansandi og fær í sig þá olíu sem það
þarfnast.
Bea Arthur
Ég lita aldrei á mér hárið. Það var
hrafnsvart þegar ég var ung. Ég mála
mig sjaldan. Augnahárin og augnabrýrn-
ar hafa ailtaf verið dökk. Ég nota kinnalit
til að fá aðeins lit í andlitið og bláan eða
drapplitan augnskugga.
Rue McClanahan
Ég vil líta aðlaðandi út. Ég held að all-
ar konur hafi möguleika á að vera sætar,
jafnvel fagrar, með því að læra hvað hár-
greiðsla og andlitssnyrting henta þeim
best. Eftir að aldurinn færðist yfir mig fór
ég að setja hárið upp að aftan og hafði
það stutt að framan, en það tók alltof
langan tíma á morgnana að laga það til.
Ég hellti mér þá bara í það að fá mér
stutta, smarta greiðslu. Mér fannst ég
skrýtin í fyrstu, en nú kann ég mjög vel
við mig.
Ég er með föla húð og ef ég set of mik-
ið meik á mig finnst mér ég vera eins og
trúður. Þar að auki finnst mér að þegar
kona á mínum aldri er með of mikinn
farða þá gerir það hana bara eldri.
Mér finnst mjög gott að fara í gufu- og
saunaböð til að fá húðina til að opna sig
vel. Ég tek inn A-vítamín og kalk og
finnst það hafa áhrif á aö húðin líti vel út.
Ég drekk ekki áfengi, en mikið af vatni.