Vikan - 28.12.1987, Page 57
sem gefur henni röddina aftur. Með herkj-
um getur hún risið á fætur. Segist vilja kom-
ast á snyrtingu. Á bak við lokaðar dyr breyt-
ist hún í flýjandi dýr sem vænting um flótta
gefiir byr undir báða vængi. Kemur ör-
væntingarfull við læstar útgöngudyr. Getur
troðið sér út um glugga og er á sama augna-
bliki orðin hluti af snjófjúkinu.
Ofankoman hvítir — frostið nístir — orðin
Snædís, Snjódís koma upp í hugann. Er hún
raunveruleg Snjódís? Er henni ætlað að
hverfa inn í snjóinn; steinrenna, daga uppi
eins og nátttrölli? Hvert á hún að flýja?
Heim — á hún einhvers staðar heima? Hún
getur ekki hugsað sér aö fara til móður sinn-
ar þar sem allir eru að undirbúa einhvern
fagnað, gleðihátíð. Hvernig á hún að sam-
einast í kvöldmáltíð, trúarlofgjörð, gefa og
þiggja gjafir til vitnis um elsku? Óhugsandi.
Skólinn sem var áður gleðigjafi, er núna
hrollvekja. Hún getur heldur ekki talað við
neinn. Jól — hughrif — því sjá ég boða yður
mikinn fögnuð — yður er í dag ffelsari fædd-
ur — hann er í heiminn kominn sem frelsar
okkur frá öllum syndum. En ef syndir feðr-
anna koma niður á okkur; við líðum fýrir
þær; hvað ef þær gera okkur hörð og köld?
Af hverju er allt svona hræðilega umsnúið
og breytt? Hvílík viðbrigði frá fyrri jólum.
Er þetta það sem kallað er að verða fúllorð-
in? Af hverju mátti hún ekki vera barn
lengur? Hver sem tekur þig til sín eins og
barn. Er ekki best að verða dís, andi þessa
hvíta heims er umlykur hana; verða sönn
Snjódís; fórna sér inn í snjóinn; frjósa inn í
íshelluna? Hún skjögrar áfram meira en
gengur, en ennþá er hún ekki búin að gefast
upp; ennþá er hún ekki búin að leggjast í
uppgjöf niður á mosamjúkt teppið sem
breiðir hvítan faðminn á móti henni.
„Snædís, Snædís“. Blindandi ljósgeisli,
ískrandi hemlahljóð, hlátrasköll, söngur. Og
allt í einu er hún umkringd af skólafélögum,
skríkjandi af lífesfjöri. Una birtist í Ijósinu frá
bílnum og togar vinkonu sína inn í hlýjan,
troðfúllan bíl af kátum krökkum. Hún hristir
af henni mesta snjóinn, tekur utan um hana
og segir, „mikið er ég fegin að finna þig.
Krakkar, Snædís dansar með okkur í kvöld".
Viðbrigðin eru svo mikil að hún missir
viljann; lætur teyma sig eins og viljalaust
verkfæri. Já, hvers vegna ekki að dansa sig út
úr öllu - geðshræringu - sorg - söknuði —
berjast út úr steinruna dauðans inn í lífið,
fæðingu fagnaðar og jólin.
Húsið hennar Unu er ævintýri og stelp-
urnar ganga inn í það. Mömmur, ömmur,
langömmur, kannski langa-langömmur hafa
átt þar heima og allar hafa þær skilið eitt-
hvað eftir sig. „Nú svífúm við upp til lang-
ömmu, upp í gamla tímann, stelpur", segir
Una. Hún leiðir þær upp hvern stigann á
feetur öðrum. Eins og kantaður turn, teygir
húsið sig upp, upp í hæðirnar með einu til
tveimur herbergjum á hverri hæð. Stigi
rennur til þeirra ofan af efeta lofti, þær feta
sig varlega upp hænsnaþrep og eru staddar
á hæstalofti, svokölluðu háalofti, innan um
ryk- og skúmfallnar kistur og koffórt. Una
leiðir þær inn í leyndardóma háaloftsins.
Bregður á loft gömlum, brakandi taftkjólum
eða leyndardómsfullum grímubúningum.
Skuggaskin háalofts og ljómi liðins tíma um-
„Þú verður að dansa, brosa,
hlæja og skemmta þér, Snædís.
Ég þoli ekki að sjá þig svona
dapra. Af hverju valdirðu þér
hvítan kjól? Viltu vera
snjódrottning eða hjúpuð
hreinleika?"
lykja stelpurnar sem róta og bylta til göml-
um líkamshjúpum.
Ljósveran okkar veit ekki hvort hún vakir
eða sefur; hvort hún heyrir orð eða hugsan-
ir. Snöggar sveiflur í huga og umhverfi
sljóvga skynjun hennar. „Eg ætla að vera
næturdrotting; ég ætla að vera gleðikona.
Erum við ekki að vanhelga jólin með því að
ætla að dansa fram á rauðamorgun - með
því að dansa dulbúin? Er hægt að dansa sig
inn í ákveðinn hrynjanda - dansa og dansa
án þess að hætta? Fyrir hvern viltu dansa í
kvöld - inn í hvað viltu dansa - inn í gleði
eða sorg — inn í fegurð eða ljótleika inn - í
vetur eða sumar?“ Orð eða hugsanir? Hún
veit það ekki.
„Hvað er að sjá þig Snædís? Þú lítur út
eins og þú hafir verið í hörkuslagsmálum.
Hvað heftir komið fyrir þig?“ Una hringsnýst
í kringum vinkonu sína á meðan hún þvær,
greiðir, málar, klæðir og lagar hana. „Það
blæðir úr þér. Blússan þín er rifin. í guðs-
bænum segðu eitthvað Snædís. Mér finnst
eins og ég sé að klæða steinrunnið líkneski.
Þú ert svo skrítin í augunúm. Ertu að verða
veik? Viltu ekki fara heim og hvíla þig?“
„Ég á hvergi heima. Ég vil gleyma öllu —
gleyma — gleyma - skemmta mér — drekka —
dansa. Má ég ekki vera með þér í kvöld,
Una?“ „Þá verður þú að dansa, brosa, hlæja
og skemmta þér Snædís. Ég þoli ekki að sjá
þig svona dapra. Af hverju valdirðu þér hvít-
an kjól? Viltu vera snjódrottning eða hjúpuð
hreinleika? Þú verður þá að skreyta þig líka
með grænum blöðum eða blómum. Nú veit
ég hvernig þú átt að vera. Þú verður grænt
blóm, í sægrænum stilksokkum, og grænu
blaðkrónupilsi, með hvítan snjómöttul yfir
þér. Þú getur alltaf varpað snjóhjúpnum af
þér í dansinum." Una snerist meira í kring-
um vinkonu sína en sjálfa sig. „Núna ertu
eins og raunveruleg snjódrottning. Láttu
stelpurnar og spegilinn dæma þig.“
Það er kúnstugur hópur sem gengur út úr
gamla strýtumyndaða húsinu. Gleðikonur,
ljósálfameyjar, næturgyðjur eða trúðar og
förukonur. Eru þær inni í nútíð eða þátíð —
inni í raunveruleika eða skuggaheimi? Forn-
fálegur vörubíll með tjaldi yfir palli birtist í
snjómuggunni. Svartklæddir púkar eða
dökkálfar lyfta fisléttum ljósáffameyjum upp
á pallinn. Stelpurnar hlæja að dulbúningi
strákanna. En einhver kitlandi hrollvekja
rennur niður eftir bakinu á þeim. Kvöldið
ber yfir sér dularblæ. Hvert eru þær að fara?
Hvaða launráð eru strákarnir að brugga?
Pallurinn er hlaðinn af bekkjum. Þær eru
komnar inn í gamla tímann eins og þegar
afar þeirra og ömmur fóru á sveitaböll; eða
eru þær eins og fé, staflað upp á pall á leið
í - ? Kolsvartur dökkálfúr eða púki tekur við
snjódrottningunni okkar og heldur fast utan
um hana. „Hver ert þú litla snjódrottning?
Ertu eins köld og ríki þitt? Það andar köldu
frá þér?“
Heit andmóða blandast kuli lofitsins og
myrkrið er hlýtt. Við fýrstu hreyfingar bíls-
ins dansa smáljósrákir frá götuljósum á segl-
inu, en síðan gleypir kolsvart myrkrið eða
hvítt snjófjúkið gamla vörubílinn og farþega
hans. Þau hreyfast um bugður og beygjur og
dansa til á pallinum, en skyndilega fer bíll-
inn að snúast eins og skopparakringla í ótal
hringi. „Það verður að hrista ykkur saman
áður en þið sameinist í dansi", kallar bíl-
stjórinn hlæjandi. Krakkarnir leggjast saman
í eina kös. Áugnabliksspenna og stefha út í
óvissu er svo mikil að þau geta ekki hætt að
hlæja. Hlátur þeirra líður út í loftið framhjá
litlu ljósverunni okkar sem situr fast-
klemmd í örmum dökkáffsins eða púkans.
„Hlæðu með litla snjódrottning“, segir
hann. „Það verður að fylla þig af eldvatni og
lífefjöri".
Dökkáffar og ljósáffar eru að finna hvort
annað undir seglinu, undir næturhimninum
þegar farartækið nemur staðar með rykkj-
um og skrykkjum. Segldúkur er dreginn til
hliðar. Hvert eru þau komin? Iðandi kös af
svartklæddum mannverum með svartar
hettur yfir andliti taka á móti þeim. „Vel-
komin, velkomin í ríki Saturnusar", hljómar
á móti þeim. „Gangið til veislu. Drekkið;
dansið; verið glöð“. Stór hvelfing opnast
fyrir þeim, lýst með kertaljósum sem varpa
heljarstórum skuggamyndum út í svart
holrúm. Eru þau stödd í helli, salarkynnum
eða aumum bragga? Það er ómögulegt að
geta sér til um það. Veggir eru sýnilega
klæddir með neti eða gisnu efni sem alls-
konar skraut er hengt í. Jólaskraut, rautt,
grænt, gyllt — sjávarskraut, skeljar, kuðung-
ar, marglitar netakúlur, baujur, belgir -
jarðargróður, grænar greinar, puntustrá,
jarðvöndlar — það ólíklegasta virðist hanga
utan á veggjunum. Strákarnir hafa greinilega
lagt mikla vinnu í að skreyta þessi fúrðulegu
húsakynni.
Hvinur fer um hvelfinguna eins og jarð-
skjálftahrina, þegar hvoffdyrnar ljúkast að
baki stelpnanna. Snjódrottingin syndir með
straumnum inn að stærðar ámu sem stend-
ur á miðju góffi. Söfnuðurinn safhast saman
í hring. Ljósveran okkar er ennþá orðlaus,
viljalaus, svipbrigðalaus. „Bergið á veigum
Saturnusar — drekkið - dansið - drekkið -
dansið", sönglar dökkáffa- eða púkakór sem
stendur í leiðandi breiðfylkingu frá munna
að ámu. Gufúbólstrar líða upp úr mjöðnum
sem kraumar og ólgar. Logar leika um ámu-
botn og gufústrókar leika um dökkáffastrák
eða púka sem stendur og hreyfir mjöðinn
með sleifartilburðum. Enn aðrir standa og
ausa og ausa í veislugesti. Skuggamyndir
leikandi loga og hlykkjandi dökkálfa endur-
kastast tröllauknar á baksvið. „Drekkið —
dansið; — drekkið — dansið". Sönglið stígur,
hnígur og bergmálar draugalega í hvelfing-
unni.
Ljósveran okkar grípur báðum höndum
um drykkjarhorn og bergir stórum. Hafi
henni verið kalt, er henni það ekki lengur.
Hafi hún verið svipbrigðalaus, er hún það
ekki lengur. Hafi hún verið orðlaus, er hún
það ekki lengur. „Ég loga — ég brenn. Eruð
VIKAN 57