Vikan


Vikan - 28.12.1987, Side 70

Vikan - 28.12.1987, Side 70
FÁFI Þessum pósti má gróflega skipta í tvennt. Þeim sem inniheldur huggu- lega gíróseöla... og þeim sem ekki hefur þessa gírós- eðla. \ Ég er það sem kallast á nútímamáli póstfælinn fúgl enda inniheldur minn póst- ur ekkert annað en rukkan- ir, tilkynningar um rukkan- ir, tilkynningar um áður út- sendar tilkynningar, ítrek- anir og kröfttr. Ég hélt að ég hefði leyst þetta vandamál í eitt skipti fyrir öll með því að fá mér lögheimili á eyðijörð vestur á fjörðum og lengi vel lifði ég sæll og glaður, laus við allan óþarfa póst. En nú fyrir jólin byrjaði póstur smám saman að seitla inn um lúguna hjá mér að nýju og síðustu dag- ana fyrir hátíðirnar varð þetta að óstöðvandi flóði: Miklagarðs- tíðindi, Gamli Miðbærinn, Brauð handa hungruðum heimi, Átak til Skjóls, Styrktarfélag lam- aðara og fatlaðra, Hagstætt jóla- tilboð, bæklingar, dreiflrit, KAUPTLI STRAX EÐA FARÐU í JÓLAKÖTTINN. Þessum pósti má gróflega skipta í tvennt. Þeim sem inni- heldur huggulega gíróseðla og er ábending um að láta eitthvað af hendi rakna til bágstaddra innanlands og utan og þeim sem ekki hefur þessa gíróseðla. Þykkasti pósturinn í þessum hópi er blaðið Gamli Miðbærinn einar 112 síður í þægilegu broti og hefur þar að auki þá sérstöðu að hann skartar ritstjóra. f þessu þykkildi er að flnna óvæntan glaðning, ef þú á annað borð nennir að flétta honum að blað- síðu 82, því þar rekurðu augun í fyrirsögnina „Frá Bensa Þór til Ping Pong“ og merkilegt nokk, það er ekki verið að ræða við Bensa Þór kaupmann í Ping Pong heldur er Guðjón Friðriks- son hér að ræða um nafhgiftir verslana við Laugaveginn fyrr og nú. Guðjón segir að erlendum nöfhum á verslunum þessum hafi vaxið ásmegin á síðustu árum og telur hann upp nokkur þeirra sem er glöggt dæmi um andríki eigenda sinna: „Akademia, Albamoda, Amatör, Assa, Bangsímon, Baron, Björn Borg — Mens wear collection, Blondie, The Body Shop, Casio, Clara, Company, Dranella, Elegance, Faco, Fiber, First, Flex, Kúnst, Lady Rose, Li- bia, Lollipop, M. Manda, Marc O’Polo, Misty, Nesco, Pandóra, Partý, Pastel, Pepperínó, Ping Pong, Plaza, Pæld’íðí, Quadro, Roky’s Sasch, Skinngallerý, Skó- magasín, Sport, Sportbúðin, Sportval, Stúdíóhúsið, Tandy, Tango, Tass, Tina Mina og Top Class.“ Þótt finna megi stöku „bók- menntir" innan um í þessu jóla- póstsflóði er það flest af sömu tegundinni og svokallað „Hag- stætt jólatilboð" bæklingur þar sem segir á bakhlið allt sem segja þarf um þennan póst: Pantið hér athugið númerin. Rífið síðuna af og sendið sem fyrst! — Við sendum samstundis. Jólapósturinn 70 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.