Vikan


Vikan - 21.09.1989, Blaðsíða 10

Vikan - 21.09.1989, Blaðsíða 10
T0MLI5T „Ég hefðl aldrei samþykkt að fara út í þetta nema vegna þess að ég held að fólk hafi gaman af að heyra þessa söngvara flytja þessi gömlu lög og texta upp á nýtt," seglr Jón. JÓN SIGURDSSON morgni. Áður var nauðsynlegt að semja texta og lag saman til að festa þetta betur í kollinum. Hvað hafa svona næturverk tekið langan tíma að jafnaði? Það var ákaflega mismunandi, allt ftá hálf- tíma og upp í marga klukkutíma. Áttu inikið af lögum og textum sem aldrei hafa komið út? Já, ég á töluvert mikið. Sumt af því er nú þannig að ég á það bara fyrir mig og ég sé enga ástæðu til að gefa það út því að það eru lög sem ganga kannski ekki í fólk. Svo á ég nokkur lög sem ég hef hreinlega geymt vegna þess að ég hef ekki tímt að láta þau frá mér. Ég hef alltaf gengið með það í magan- um að koma þeim út sjálfúr með aðstoð góðra manna og ég hef eiginlega safhað þeim þess vegna. Hvað heldurðu að það séu mörg lög? Ég gæti trúað að það væri svona — pass- legt á plötu, tíu, tólf lög eða svo. Ég á líka lög sem ég samdi við gamanvísur á tímabili eftir stríðið. Svo hætti ég því aftur. Og einu sinni samdi ég hluta af revíu sem Bláa stjaman var með og hét Eitt lauf. Hún var sýnd í Sjálf- stæðishúsinu við Austurvöll. Einu sinni tók ég mig til og samdi heila revíu sjálfúr. Hún var sýnd í Austurbæjarbíói og hét Úr heið- skíru lofti. Nú hefur lengi tíðkast hér á landi að textahöfundar hafi þurft að skila verk- efiii með mjög stuttum fyrirvara. Manstu sérstaklega eftir einhverju svo- leiðis atviki? Þetta er afleit spuming, blessaður vertu. Jú, það var einhvem tíma í beinni útvarps- útsendingu hjá Svavari Gests að hann bað mig að semja texta á staðnum og Ragnar Bjamason átti að syngja hann áður en þættinum lyki. Ég var lokaður inni og - þetta gekk ágætlega. Þetta var auðvelt lag, Run Samson Run með Neil Sedaka, og mér fannst alveg upplagt að kalla það Forðaðu þér. Nafiiið kom alveg af sjálfú sér því að mig langaði mest til að forða mér út þegar ég var búinn að láta hafa mig út í þetta sem var náttúrlega alger vitleysa. En það tókst. Önnur hliðstæð atvik? Nei, ekki svona slæm, ekki að vera að gera tilraun til að verða sér til skammar frammi fýrir alþjóð. En oft var það kapphlaup við tímann að klára textana. Nú hefiir alls konar fólk flutt lög og texta eftir þig. Hverjir finnst þér hafa skilað því best? Það fer allt eftir því á hvað maður hlustar — hvaða tónlist það er sem sungin er. Ef það em hressir rokkarar þá hefúr Ragnar Bjama- son alltaf verið í sérflokki býst ég við. Svo koma rólegu lögin, þá em það Björgvin Halldórsson og Haukur Morthens af karl- söngvumnum, svo að ég nefni einhverja, og konumar hver annarri betri; Ellý Vilhjálms, Helena Eyjólfsdóttir, Sigrún Jónsdóttir og fleiri. Það er geysilega erfitt að gera upp á milli vegna þess að þetta em allt prýðilegir söngvarar, bara hver á sinn hátt. Það fer allt eftir því hvað verið er að túlka. Hefúrðu nokkum tíma orðið óánægður með texta eða flutning? Hvort tveggja. (Hlær.) Og þá hef ég nátt- úrlega verið óánægður með sjálfan mig vegna þess að það hafa farið firá mér textar sem ég hef verið hundóánægður með þegar ég hef heyrt þá á plötu af þeirri einföldu ástæðu að þeir hafa ekki verið nógu góðir, annaðhvort vegna tímaskorts eða þá að ég hef verið að fást við lög sem ég hefði ekki átt að snerta við vegna þess að ég hef ekki haft neinn áhuga fýrir þeim. Ef lögin em ekki þannig að þau höfði til mín er mér meinilla við að gera texta við þau. Ef ég finn ekki það sem mér finnst vera andinn í laginu á ég ekki að snerta við því vegna þess að þá geri ég ekki þá hluti sem ég gæti gert. En nú ertu heldur betur kominn í sviðsljósið á dægurlagahátíð sem er tileinkuð þér í Broadway. Þar kennir ýmissa grasa enda hefúrðu komið víða við. Hvemig áhrif hefiir þessi sýning á þig, svona prívat og persónulega? Mér finnst þetta ákaflega notalegt. Hvert einasta lag, sem er flutt þama, hefúr verið mikið sungið gegnum árin. Fólk kann þau og ég hefði ekki samþykkt að fara út í þetta nema vegna þess að ég held að fólk hafi gaman af að heyra þessa söngvara flytja þessi gömlu lög og texta upp á nýtt, sérstak- lega vegna þess að búningurinn, sem var á þeim upphaflega, er látinn halda sér eftir því sem mögulegt er. Þess vegna held ég að þetta eigi erindi til fólks til þess að rifja upp gamlar minningar. Rifjar þetta upp gamlar minningar hjá þér? Já, auðvitað gerir þetta það. Maður man eftir því þegar þessi lög vom að koma fýrst fram. Maður heyrði þau í útvarpinu og hvar sem maður fór. Raunverulega var ég hættur að taka eftir því að þetta vom mínir textar. Þetta var bara eitthvað sem fýlgdi tímanum. Hvað ætlarðu svo að fara að gera þeg- ar fer að róast hjá þér? Ja, ég held bara að ég verði að segja eins og knattspymumennimir: Ég tek hvem leik fyrir sig. □ myndirnai Á annað þúsund myndir bárust alls staðar að af landinu í Ijós- myndasamkeppni Vikunnar og Kodak Express Gæðafram- köllunar, en frestur til að skila inn myndum rann út 1. septem- ber og var myndefnið afar fjöl- breytt. Þó voru áberandi myndir af börnum og dýrum og skiptu þær hundruðum. Þegar dóm- nefndin hafði skoðað allar myndirnar stóðu eftir 167 myndir og úr þeim voru 22 valdar til verðlauna. Þess má geta að áður höfðu höfundar sextán mynda hlotið viðurkenningu, Kodak A2 myndavélar. Þær myndir sem urðu í tveimur efstu sæt- unum höfðu einmitt fengið slíka viðurkenn- 1 0 VIKAN 19. TBL 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.