Vikan - 21.09.1989, Blaðsíða 17
Getur bros á dag
komid hjartanu í lag?
Aldarfjórðungur frá stofnun
TEXTI: SIGRÚN HARÐARDÓTTIR
Hjartavernd er samtök sem allir
landsmenn kannast við en
þetta eru landssamtök hjarta-
og æðaverndarfélaga á íslandi
og hlutverk samtakanna er að sporna við
dauðsföllum af völdum hjarta- og æðasjúk-
dóma. Nú eru liðin 25 ár frá stofhun
Hjartaverndar og af því tilefni fóru sam-
tökin af stað með sérstakt hjartaverndar-
átak sem miðar að því að fræða fólk um
það sem það getur gert sjálft til að koma í
veg fyrir hjartasjúkdóma.
Hjá Hjartavernd fara fram rannsóknir á
orsökum, tíðni og þróun hjarta- og æða-
sjúkdóma og þar er einnig leitast við að
finna leiðir til þess að sporna við þessum
sjúkdómum.
Allt of margir íslendingar þjást af hjarta-
og æðasjúkdómum en margt er hægt að
gera til þess að fyrirbyggja þessa sjúk-
dóma. Fyrirbyggjandi aðgerðir þær sem
hér verða nefhdar gagnast einnig við að
halda almennri heilsu og hreysti og fyrir-
byggja fleiri sjúkdóma en hjartasjúkdóma.
Því er skynsamlegt að slá margar flugur í
einu höggi og hefja heilbrigt líferni strax,
til þess að heilsan verði góð sem lengst.
Gamalt fólk talar mikið um að ef heilsan sé
góð þá sé allt gott. Slæm meðferð á líkam-
anum á yngri árum eykur líkurnar á heilsu-
ieysi í ellinni og ekki er ráð nema í tíma sé
tekið.
VANDAÐU FÆÐUVAL
Kólesterólmagnið í líkamanum skiptir
miklu máli hvað varðar hreysti hjartans og
aeðanna. Aukning á magi þess getur haft
slæm áhrif.
Margir þættir auka kólesteról:
• Mikil neysla mettaðrar fitu, svo sem
dýrafitu.
• Mikil neysla fæðu sem inniheldur kól-
esteról, svo sem eggja og mjólkur-
afurða.
• Mikil neysla unninna kolvetna, eins og
sykurs og sætinda.
• Lítil neysla trefja, eins og eru til dæmis
í eplum, kartöflum og trefjaríku brauði.
• Mikil neysla áfengis.
Það sem best er að borða:
• Grænmeti og ávexti, morgunkorn, kart-
öflur, gróft brauð og baunir.
• Fisk, magurt kjöt, svo sem nautakjöt, og
ekki of mikið af því.
• Kinda- og svínakjöt, fitan fjarlægð, og
hamflettan kjúkfing.
• Skyr, ósæta jógúrt, léttmjólk, undan-
rennu, mysu og fitusnauðan ost, ef
neyta þarf mjólkurvara.
Reyndu að forðast:
• Beikon, pylsur og bjúgu.
• Sælgæti, vínarbrauð og kökur.
• Mikið af eggjum, majónes, rjóma og
mat sem steiktur er úr mettaðri fitu.
FORÐASTU STREITU
Hvað er streita? Hana má skilgreina sem
of mikið áfag, spennu, uppnám og áhyggj-
ur. Fylgifiskar streitunnar eru hár blóð-
þrýstingur, vöðvaspenna, örari öndun og
hraðari hjartsláttur.
Hvemig má þekkja streitu?
• Spenna og kvíði koma í Ijós.
• Lófarnir svitna.
• Vandamálin hrannast upp og virðast
óviðráðanfeg.
• Erfitt er að sofna eða vaknað er upp fyr-
ir allar aldir.
• Einkalífið eða starfið veldur óánægju.
• Erfiðara er að umgangast aðra.
Hvað er til ráða?
• Færstu ekki of mikið í fang.
• Ræktaðu sambönd þín við maka, vini og
vinnufélaga.
• Stundaðu líkamsrækt.
• Hlustaðu á róandi tónlist, lestu góða
bók eða farðu í göngutúr úti í náttúr-
unni.
• Drekktu ekki áfengi.
• Taktu ekki vinnuna með þér heim.
• Vertu skilningsríkur.
• Brostu.
• Undirbúðu vel verkefni og ekki vinna
með hangandi hendi.
• Minnkaðu kaffi- og tedrykkju.
• Slepptu því að reykja, það er ranghug-
mynd að sígarettur hjálpi fólki að
slappa af.
• Sofðu ekki minna en sjö klukkustundir
á nóttu.
STUNDAÐU LÍKAMSRÆKT
Stundaðu reglulega líkamsþjálfún, eins
og skokk, hjólreiðar, sund, dans, göngu-
ferðir, fjallgöngur og skíðagöngu.
Hjartaverndar
Hjá Hjartavemd fara fram rannsóknir á
þróun hjarta- og æðasjúkdóma.
Við reglulega líkamsrækt eykst bruni
orkugjafanna og því er auðveldara að við-
halda réttri líkamsþyngd, sem er mikilvæg-
ur fyrirbyggjandi þáttur. Streita minnkar
og vöðvaspennan í öxlum og hnakka
sömuleiðis. Veggir hjartans þykkna og það
styrkist. Þol og vellíðan eykst.
HÆTTU AÐ REYKJA
Hjarta og lungu þeirra sem ekki reykja
starfa betur og vert er að muna að 90%
lungnakrabbameinstilfella eru reykingum
um að kenna.
LÁTTU SKOÐA ÞIG
Með skynsamlegu líferni getur þú kom-
ið í veg fýrir hjartasjúkdóma. Ef þú reykir,
ert stressaður, mataræðið er rangt, drekk-
ur óhóflega og hreyfir þig lítið skaltu láta
rannsaka þig. Athugaðu að í 90% tilfella
skyndidauða er um kransæðastíflu að ræða
en fólk getur verið einkennalaust eða ein-
kennalítið þótt sjúkdómurinn sé kominn í
æðarnar og þar sem 2-3% íslendinga
veikjast af hjartasjúkdómum árlega virðist
fátt skynsamlegra en að fara í rannsókn.
19. TBL. 1989 VIKAN 17