Vikan - 21.09.1989, Blaðsíða 14
LEIKLI5T
getur verið alveg ótrúlegur og gengur yfir
bæði maka og vini. Bæði kærleikur og af-
brýðisemi birtast í ótrúlegustu myndum
og sjást alls staðar í samskiptum fólks —
ekki bara í ástarsamböndum.
Er einhver boðskapur í persónu
Fuhrmanns?
Auðvitað er ég að segja ákveðna hluti
með Fuhrmann. Ég er að segja að maður
eigi að taka afstöðu — á öllum sviðum.
Maður á ekki að láta reka á reiðanum,
hvorki í einkalífinu né í stærra samhengi.
Maður á að sjá það sem er að gerast í
kringum mann bæði í heiminum og hjá því
fólki sem skiptir mann máli í lífinu.
Er ekki hans afstaða að flýtur með-
an ekki sekkur?
Jú, og kannski er maður fyrst og fremst
að sýna það. Jafhframt er ég að reyna að
sýna fram á hvernig einn maður getur lent
í þeirri stöðu að geta aldrei staðið við það
sem hann vill. Ég reyni að blanda inn í
þetta tilfinningalegu áreiti sem gerir það
að verkum að hann verður lokaður og
kaldur tilfinningalega. Hann er nánast
óvirkur að lokum.
Svona sambönd þekkir maður allt í
kringum sig, fólk sem aldrei er í neins kon-
ar jafhvægi í samskiptum við aðra. Fólk er
læst í þessu mynstri alla ævi og kemst ekki
einu sinni út úr þvi þó að það skilji. Það á
í sífelldri valdabaráttu og hana sér maður
vel hjá Níelsi og Appolóníu. Hún afvopnar
hann á einhvern hátt sem enginn annar
gerir.
Er liann háður hennl kynferðis-
lega?
Hann er það, þó hann skammist sín að
vissu leyti fyrir hvatir sínar og finnist losti
á einhverju óæðra plani. Það tengist líka
trúarbrögðum þeirra tíma og jafhvel því
að hann er ekki þátttakandi í því þegar
hún á og missir barnið, sem er mikill
steinn á hans samvisku. Ég vil að það sé al-
veg ljóst að hún er eina manneskjan sem
hann raunverulega elskar. En það er
hræðileg árás á hann, þennan passasama
mann í peningamálum, þegar hún lætur
dæma hann til að borga sér stórfé. Þetta
hefur maður iðulega séð, hvernig fólk get-
ur umturnast út af peningamálum og þau
eyðilagt samskipti sem að öðru leyti eru
mjög góð.
Stendur Fuhrmann í stað tilfinn-
ingalega?
Þegar hann tekur íslensku telpuna að
sér finnst mér hann vera að byrja að
þroskast. Þetta hef ég séð hjá karlmönnum
sem mér finnst alveg ótrúlega lokaðir,
hvað þeir geta verið hreinir og beinir til-
finningalega gagnvart börnum. Þá er engin
valdabarátta og ekkert til að skammast sín
fyrir og þá er hægt að gefa sig hreint og
opið og það finnst mér Fuhrmann gera
gagnvart Guðrúnu litlu; hún er hans eina
von. Þegar hún svo deyr verður það enn
ein refsingin og veldur því að hann lokast
ennþá meira tilfinningalega.
Að sumu leyti eru forsendur karlmanna
til að ná tilfinningalcgum þroska miklu
verri en hjá konum. En um leið sér maður
„Maður á að taka
afstöðu - á öllum
sviðum."
„Konurá
framabraut sofa
bara hjá einu sinni
í mánuði og eru
snöggar að því!“
þessar óveðursblikur nálgast okkur kven-
fólkið líka vegna þess að konur eru komn-
ar í þennan sama framadraum og eru farn-
ar að velja sér lífsmáta og verkefhi í sam-
ræmi við einhverjar ytri kröfur en ekki
það sem þær langar til að gera. Þær verða
svona smám saman líka. Það er mikið um
konur sem eru í sömu aðstöðu og Fuhr-
mann í dag — ganga í Cartier-drögtum með
stresstöskur og látast vera eitthvað. Lestu
bara silkitímaritin og viðtölin þar.
Færðu mikil viðbrögð við Haust-
brúði?
Verkið virðist hafa snert einhvern
streng í samskiptum kynjanna sem ég
gerði mér enga grein fýrir. Ég gat ekki séð
fyrir að samband Níelsar og Appolóníu
myndi snerta fóik svona einkennilega. Ég
hef verið í leikhúsi í tuttugu og fimm ár og
oft verið í sýningum sem hafa gengið lengi
og margir hafa séð en ég hef aldrei lent í
eins miklum hávaðaumræðum um nokk-
urn skapaðan hlut og þetta verk. Fyrir utan
allt það fólk sem ég þekki þá er ég að tala
um hvað það er merkilegt þegar fólk, sem
ég þekki ekki neitt, kemur og hvíslar ein-
hverju að mér um verkið mitt. Ég veit ekki
hvort það skiptir tugum eða hundruðum.
Ég hef vísvitandi spurt mjög margar konur
hvort þeim finnist Fuhrmann ganga upp
og engin þeirra hefur haft neitt við hann
að athuga en nánast hver einasti karlmað-
ur hefur komið með athugasemd um
hann. Svo standa þeir gjarnan einhvers
staðar til hliðar og horfa á mig eins og ég
hafi svikið þá í tryggðum. Það er eins og
allir karlmenn taki hann til sín og fái sekt-
arkennd. Ég sagðist þurfa að skrifa þetta
leikrit því að íslendingar hefðu tekið við
samviskubiti Fuhrmanns, það hefði hrein-
lega orðið eftir hérna — að það þyrfti að
vinna úr því. Fólk þekkir og eitthvað í
þeirra sögu og karlmenn virðast hver og
einn taka það á sig að hafa svikið Appol-
óníu.
Svo eru einhverjir karlmenn að skrifa
hér í blöðin um hvað Fuhrmann sé mikill
drullusokkur að hafa ætlað að láta hana
fara í fóstureyðingu. Mér er bara spurn:
Hvaða hugmynd hafa karlmenn um sína
kynbræður? Halda þeir að karlmenn viti
ekki af öllum þeim fóstureyðingum sem
eru ffamkvæmdar á konum sem þeir hafa
barnað? Eru þetta allt saman drullusokkar,
nánast hver einasti maður? Fóstureyðing
er bara eitt af því sem fólk lendir í í lífinu
og auðvitað setja þær sín spor á karlmenn
líka, það er enginn vafi. En það vita hins
vegar allar konur sem gengið hafa í gegn-
um fóstureyðingu að þær eru aldrei sömu
manneskjurnar á eftir, hvorki á sál né
likama.
Þess vegna er svo skrítið hvernig karl-
menn vilja sjá sjálfa sig sem góða, hugaða
menn með hetjulund en Fuhrmann sem
drullusokk og þetta er ekki réttlátt. Karlar
segja við mig að maður eins og Fuhrmann
hljóti að vera miklu heilsteyptari! Mér
finnst þó jákvætt að menn skuli hleypa
þessu að sér, það er uppreisn í loftinu og
menn skynja hana allt í kringum sig. Þetta
eru menn á miðjum aldri sem ég er að tala
um, viðbrögð ungra manna gagnvart verk-
inu eru allt öðruvísi, það er ekki hægt að
líkja þeim saman. Én þessir miðaldra
menn sýna þó núorðið þá viðleitni að þeir
eru að reyna að skoða sjálfa sig svolítið.
Karlmenn fara í meðferð vegna ofdrykkju
og fá meðferð við margs konar öðrum
vandamálum. En þessi venjulegi íslenski
maður sem drekkur bara í hófi og allt
gengur sæmilega hjá á ytra borði; hvert á
hann að fara? Hann þarf að lenda í meiri
háttar vandamáli til að fara að stunda
sjálfsskoðun og taka á sínum málum. Og
mér skilst að það að fara til sálfræðings eða
geðlæknis sé eitt almesta tabú sem íslensk-
ir miðaldra karlmenn heyra minnst á.
Heldurðu að kreppti karlmaðurinn
sé séríslenskt fyrirbæri?
íslenski karlmaðurinn er séríslenskt
fyrirbæri, já. Ég er ekki að segja að konur
vinni ekki margfalda vinnu en það er ógur-
legur þrældómur á íslenskum karlmönn-
um. Þrældómur lokar fýrir aðgang fólks að
eigin tilfinningum og hvötum. Það er ekki
einu sinni hægt að lifa kynlífi þegar fólk er
gersamlega á hvolfi í vinnu. Þetta á ekki
síður við um konur. Konur á framabraut
sofa bara hjá einu sinni í mánuði, segja
kannanir, og eru snöggar að því! Þörfinni
til að sanna sig og marka einhver spor er
ekki heldur hægt að fullnægja undir þess-
um kringumstæðum og þá grípur ómeð-
vituð getuleysishræðsla karlana. Konur
þurfa ekki að burðast með slíkan ótta og
þess vegna getum við orðið svo miklu
grimmari. Sjáðu bara Thatcher.
Mér finnst öll þessi pæUng ægUega
Frh. á næstu opnu.
14 VIKAN 19. TBL 1989