Vikan - 21.09.1989, Blaðsíða 16
0LEIKLI5T
spennandi. Stundum held ég að ég sé bara
svona stríðin. Mér finnst svo gaman að
stríða karlmönnum og sjá hvað þeir þola.
En ég vil ekki vera of grimm enda hef ég
séð alltof mörg dæmi um það hvernig karl-
menn bregðast við tapi, til dæmis ef konan
fer ffá þeim. Karlmenn taka slíkt nær
undantekningarlaust sem „ósigur". Og oft
eru mestu tilfinningamennirnir á bak við
hörðustu grímuna. Eiginlega finnst mér
karlmenn alveg Ifábærir - þrátt fyrir allt!
Og tryggustu vinir mínir hafa oftast verið
karlmenn.
Hvemlg sérðu fjölmiðlaumhverfið í
dag?
Hér hafa fjölmiðlar búið til fáránlegan
glansheim. Maður sér risastór viðtöl við
menn þar sem farið er í gegnum allt. Menn
gefa margfalda, pottþétta mynd af sér;
hvað þeir séu góðir menn, frábærir lista-
menn, góðir við fjölskylduna, duglegir,
fjölhæfir og Guð má vita hvað og lífið er
bara afgreitt á fjórum litprentuðum síðum,
innpakkað með slaufú! Það er gert upp við
aíla og allt í eitt skipti fyrir öll. Menn sjá
aldrei sjálfa sig í réttu ljósi í svona viðtöl-
um. Ég var sjálf lengi blaðamaður og hef
tekið viðtöl við stórstjörnur á borð við
Miu Farrow og Margot Fonteyn og þetta
er tilgerðarlausasta fólkið. Það er ekkert
að trana sér fram, er bara eins og það er og
ekki í neinni taugaveiklun út af því. En það
þekkir allt fjölmiðlafólk til fólks sem liggur
á því endalaust eða þá tegund sem alltaf
þarf að láta ganga á eftir sér að koma í fjöl-
miðla.
Ert þú ekki í sömu liættunni og allir
aðrir?
Jú - og ég veit af því. En ég haft aldrei
haft efrii á að taka sjálfa mig mjög hátíð-
lega. Það var ekkert sjálfgefið fyrir mig að
ég yrði leikritahöfúndur, hvað þá að ég
myndi koma upp sýningu sem yrði svona
vinsæl eins og þetta verk núna. En það
sem vonandi bjargar mér er að hafa þurft
að fara í hverja einustu tröppu — ég hef
aldrei fengið að hoppa yfir neitt eins og
margir fá að gera. Langflestir sem ég hitti
núna eru mjög elskulegir og ég finn mikla
hlýju frá fólki. Einstaka manneskja um-
gengst mig eins og ég sé holdsveik og mér
er svo sem alveg sama. Ég nýt þess þegar
ég finn að ég næ til fólks en ég nýt ekki
fjölmiðlafársins.
Nútíminn er athyglissjúkur — fólk er að
deyja ef það er ekki í fjölmiðlum vikulega,
það er bókstaflega líkamlega veikt. Þetta
fólk þarf nánast að láta „trappa" sig niður.
Fjölmiðlarnir kynda auðvitað undir þetta.
Ég verð að segja að mér leiðist þessi
nýja fréttamennska mikið, sérstaklega allt
þetta fólk sem er að leika að það sé ægi-
lega hresst, það getur alveg drepið mig úr
leiðindum. Að vera hress kemur innan ffá,
eins og auðvitað allt. Mér finnst allt þetta
fjölmiðlafrelsistal vera tómt rugl. Nú er
búið að opna heilu útvarpsrásirnar fýrir
sama fyrirbærið og gamli sveitasíminn var
þegar allir lágu á línunni að hlusta á sveita-
slúðrið. Fólk hringir inn til að tala nógu
illa um nógu marga á nógu stuttum tíma
„Lífið er afgreitt
á fjórum
litprentuðum
síðum, innpakkað
og með slaufu.“
„Það er engin
lausn að hœtta
bara í hassinu og
verða fínn borgari
úti í bœ.“"
svo nógu margir heyri það og það er svo
leiðinlegt! Þetta er eins og að lenda ofan í
ruslatunnu hjá fólki — alger hryllingur! Og
þetta er kallað frelsi!
Finnst þér fólk af þinni kynslóð
vera að velta heilindum sjálfsins fyrir
sér?
Ég held að við sem gengum í gegnum
þessa mögnuðu upplausn, hippastandið,
þegar lifið varð svo ofsalega einfalt allt í
einu, og fórum síðan mörg hver út í ein-
hvers konar uppastand, annað hvort til
vinstri eða hægri, höfúm flest gleymt að
spyrja sjálf okkur hvað sé aðalatriðið
hverju sinni. Fyrstu viðbrögðin við ’68-
byltingunni voru auðvitað að setja allt í
röð og reglu. Fólk eignast dýrar eignir og
allt er ógurlega fínt og pottþétt en málið
er bara ekki þar með afgreitt. Fólk er ekki
komið í gegn með sjálft sig. Fólk er búið
að ganga í gegnum þessar stóru sveiflur og
það eru fáir sem hafa tækifæri til að komast
heilir í gegnum slíkt. Það er auðvitað eng-
in lausn að hætta bara í hassinu og verða
fínn borgari úti í bæ. Öll þessi velsæld og
þessi pæling um metorð og eignir gefúr
ekkert, þetta er í sjálfú sér dauði! Það get-
ur aldrei orðið markmið í sjálfú sér að búa
fallega og lifa vel. Það er bara dauði — ytra
borð, eins og föt — ekki það sem skiptir
meginmáli. Sama máli gegnir um metorð —
þau gefa ekki neitt þegar þau eru orðin
aðalatriðið. Þess vegna er Fuhrmann aldrei
hamingjusamur, sama hvort hann er amt-
maður eða hvað hann er. Hinu íslenska
velsældarkjaftæði fylgir líka endalaus
samanburður, andleg deyfð og gremja yfir
einskis verðum hlutum. Þetta er líka
spurning um innra sjálfstæði. Sjálf nenni
ég ekki að gera mikið af því sem mér þykir
leiðinlegt og ég tala nú ekki um eitthvað
sem ég get heldur ekki gert nógu vel! Ég
þarf á því að halda að íhuga mína eigin ytri
og innri mynd. Af og til helst ég ekki við í
Reykjavík, þarf að fara langt upp í sveit.
Stundum næ ég í sjálfa mig suður við Mið-
jarðarhafið eða einhvers staðar ein í skafli
uppi í fjöllum. í þessi heimsskaut flý ég
þegar þessi íslenski horjarmur er að drepa
mig. En ég kem alltaf aftur, ný og betri.
Er það lausnin?
Fyrir mig, svo langt sem hún nær.
Spurningin er hvort nokkur lausn er til.
Hver metur fyrir sig hvað er aðalatriðið.
Hvað rekur fólk áfram — í listum, stjórn-
málum, viðskiptum. Fólki er raðað í met-
orðastigann, allt er þetta eins og kaka sem
hefúr ekki nema tiltekinn radíus. Hver
sneið sem ég fæ er tekin ffá þér og öfugt.
Og mér dettur ekki í hug að halda því fram
að svona séu allir nema ég sjálf. Svona
hugsum við öll meira eða minna. Sumir
miklu meira. Það er oft býsna gegnsætt,
þegar fólk reynir að fela sig á bakvið fögur
fýrirheit. En sem betur fer er líka fúllt af
fólki sem reynir að verjast þessu, sem hef-
ur hugsjónir og stendur ávallt í skuggan-
um af verkum sínum. Svoleiðis fólk dýrka
ég. Sem lítur ekki á velgengni og viður-
kenningu annarra sem ógnun við sig. Og
mér þykir óskaplega vænt um hvað marg-
ar konur hafa skrifað mér eða hringt í mig
út af leikritinu mínu.
Nú spyrja sjálfsagt allir: Hvað ertu
að skrifa núna?
Ekkert. Efnið mun leita mig uppi, ekki
ég það. Eins og Appolónía og Fuhrmann
fúndu mig — ekki ég þau. Ég ætla að pína
mig til að bíða svolítið. Það sagði við mig
maður um daginn: „flýttu þér nú með ann-
að leikrit á meðan það er markaður fyrir
þig.“ Ég hef aldrei heyrt annað eins bull!
Ég ætti nú ekki annað eftir en fara að skrifa
leikrit af því að „það er markaður fyrir
mig“.
Kannski skrifa ég bara um amtmenn.
Einn var Bjarni Thor. Hann var alger lúsa-
blesi, þótt hann væri gott skáld. Hann bað
þriggja formæðra minna, tvær voru Steph-
ensen og ein Finsen, en þær höfðu sem
betur fer allar vit á að hryggbrjóta hann.
Við hliðina á honum var Fuhrmann bless-
aður mjög „jafnréttur" maður. Bjarni þyrfti
að komast á svið.
Hvenær skrifarðu aftur leikrit sem
gerist í nútímanum?
Ég á eftir að skrifa svo mörg verk úr for-
tíðinni fýrst. Ég er ekki ffá því að fólk leyfi
persónum úr fortíðinni að ganga nær sér á
sviði en nútímafólki. Og svo finnst mér
fest skemmtilegt sem gerist eftir miðja
síðustu öld. □
16 VIKAN 19. TBL 1989