Vikan


Vikan - 21.09.1989, Blaðsíða 26

Vikan - 21.09.1989, Blaðsíða 26
DULFRÆÐI Dag nokkurn, þegar hún var bundin heima sökum smáslyss sem hún hafði orð- ið fyrir, settist hún við píanóið til þess að stytta sér stundir. Allt í einu varð hún vör við að þetta undarlega tónskáld stóð við hlið hennar en nú varð þetta öðruvísi en venjulega. Hann tók um hendur hennar og stýrði þeim yflr nótur píanósins. Hann var kominn til þess að efna loforðið sem hann hafði gefið henni fyrir mörgum árum. Með þessum hætti hófst hið tónlistarlega sam- band þeirra, sem er enn í gangi þegar þetta er skrifað. Henni þótti gaman að leika lögin sem henni var falið að leika en datt í hug að gaman gæti verið að skrifa eitthvað af þess- um nótum niður. Hún byrjaði á því en átti þónokkuð erfltt með það vegna þess að hún hafði lítið lært í sambandi við að skrifa nótur. Engu að síður hélt hún áffam að reyna þetta. Liszt var mjög hriflnn af þessu og kom fljótt með aðra látna starfsbræður sína í heimsókn til hennar. Og brátt varð það daglegur viðburður að skrifa niður tónverk eftir einn og annan. Lengi vel var einungis fólki úr fjölskyld- unni og nokkrum vinum sagt frá þessum gestum og nýju tóniistinni en smám sam- an tók þetta að fréttast víðar. Þannig komst dagblað á staðnum á snoðir um þetta og að lokum var sagt frá því í útvarpi. Þannig barst almenningi til eyrna hvað hér hefði verið að gerast og vakti það vitanlega mikla athygli. Og það kom að því að blaðamenn frá ýmsum þekktustu blöð- um heimsins tóku að flykkjast til þessa borgarhluta. Og ekki nóg með það, næsta tilboð var um að skrifa ævisögu Rosemary og gefa út á plötum sum þeirra tónverka sem til urðu með þessum hætti. Sama var að segja um viðtöl við hana og tónleika hennar, bæði í Englandi og Bandaríkj- unum. Margir látnir tónlistarmenn koma reglu- lega í heimsókn á Brown-heimilið en þar hefur alla tíð borið mest á Liszt. Hann hefúr samið fleiri tónverk þar en nokkur hinna, með hjálp Rosemary, og nýtur þeirrar eftirtektar sem þessi starfsemi hefúr vakið. Enda er hann alltaf tilbúinn að veita aðstoð sína. Þetta kom til dæmis glögglega fram í útvarpsþætti þar sem stjómandinn spurði Rosemary Brown hvort hún gæti náð einhverri tónfist frá tónskáldunum sínum þarna á staðnum. Það var Liszt sem tók áskoruninni. Fyrst sagði hann fýrir um nokkra takta í 2/3 og hún skrifaði þá niður. Þetta var skrifað fyr- ir vinstri höndina. Síðan kom hægri hönd- in í allt öðrum takti, nefniiega 5/4. Sökum takmarkaðrar þekkingar gat Rosemary fyrst í stað ekki leikið þetta á píanóið en þáttarstjórnandinn, sem var þjálfaður píanisti, gat það og varð mjög hrifinn af því sem hann heyrði. Hann reyndist ekki einn um það því þetta tónverk, sem hlaut nafnið Grubelei, var kynnt tónskáldinu Humphrey Searle sem talinn er einn af firemstu sérfræðing- um heimsins í tónlist Liszts. Hann fékk gífúrlegan áhuga á þessu tónverki. „Þetta er einmitt þess háttar tónlist sem Liszt kynni að hafa skrifað," sagði hann. „Einkan- lega síðustu fimmtán árin sem hann lifði, þegar hann var einmitt að fást við tilraunir í nýja átt í tónsmíðum sínum.“ Einkanlega þóttu honum eftirtektarverðar einkenni- legar taktbreytingar í þessu nýja verki; því þótt slíkt þætti ekki sérlega athyglisvert nú á dögum var það afar sjaldgæft á nítjándu öldinni þegar Liszt lifði. Þá þóttu honum IN/largir látnir tónlistarmenn koma reglulega í heimsókn á Brown-heimilið en þar hefur alla tíð borið mest á Liszt. Hann hefur samið fleiri tónverk þar en nokkur hinna, með hjálp Rosemary, og nýtur þeirrar eftirtektar sem þessi starfsemi hefur vakið. einnig mjög athyglisverð hin Liszt-rænu form í þessu verki, sem honum þótti ásamt öðru minna greinilega á þetta fræga tón- skáld. Fleiri sérfræðingar í tónlist hafa einnig tekið eftir einkennum Liszts á þessu sérstaka tónverki. Þykir sumum þeirra þetta verk einmitt hljóma í samræmi við það sem þeim hefúr þótt líklegt að Liszt kynni að semja „næst“. Ekki síst gildir þetta um síðustu fimm- tán árin í ævi hans, þegar hann var farinn að gera tilraunir í tónsmíðum sínum í nýj- ar áttir. Þetta síðasta tónverk frá Liszt, sem birtist gegnum Rosemary Brown, hefúr einnig vakið alveg sérstakan áhuga ýmissa frægra tónlistarsérfræðinga. Annars hefúr Liszt orðið fjölskyldu Rosemary að ýmsu öðru leyti til heilla, en það verður ekki talið upp hér. Sá hinna frægu tónskálda, sem kom oft- ast í heimsóknir til fjölskyldu Rosemary, að Liszt ffátöldum, var Chopin og hjálpaði hann fjölskyldunni einnig í ýmsum vand- ræðum. Hann hefúr látið skrifa eftir sér margs konar tónverk hjá Rosemary, eins og tónverkið Fantasie Impromtu, sem hinn frægi Leonard Bemstein var mjög hrifinn af, ásamt ýmsum fleirum. Chopin vill helst láta túlkanda sinn sitja hjá sér við píanóið svo hægt sé að leika verkið eftir því sem það þróast. Rosemary kann líka vel við það þótt erfiðleikar hennar séu stundum miklir sökum takmarkaðrar þekkingar hennar á sviði píanóleiks. Einn- ig geðjast henni mjög vel að Schubert, sem Liszt kynnti fýrir henni eins og öll hin tónskáldin. Þegar Schubert er hjá henni er hann oftast með gleraugun sín (eins og hann er á flestum myndum af honum). Hyggur Rosemary að hann geri það til þess að þekkjast betur. Frá honum hafa komið ýmis sönglög, oftast með þýskum textum, og einnig strengjakvartettar og hljómsveitartónsmíðar, þótt engri þeirra sé enn alveg lokið. Þó er lokið píanó- sónötu, fjörutíu blaðsíðum af nótum. Þetta verk, sem er í moll, virðist vera að þróast í óperu sem á að fjalla um lífið eftir dauð- ann. En hvað er þá að segja um gæði þeirrar tónlistar sem með þessum hætti hefúr komið, til dæmis frá Schubert? Hún hefúr vakið fúrðu ýmissa sérfræðinga í tónlist þessa skálds og má meðal þeirra nefna píanóleikarann Louis Kenter sem telur að þetta tónskáld sé meðal þeirra sem einna erfiðast væri að stæla. Lýkur hann við Óloknu sinfóníuna sína? Hann virðist vera búinn að því vegna þess að Rosemary seg- ist hafa heyrt hana alla gegnum eins konar hugsanaflutning. Hún var stórhrifin af henni, einkum fyrsta hluta síðasta kaflans. En því miður skrifaði hún hana ekki niður þegar hún heyrði hana svo enn verður heimurinn að bíða þess um sinn að fá að heyra þetta stórverk í heild. Þá hefur Schu- bert tekist að leysa ýmis vandamál sem Schubert-sérffæðingar hafa deilt um. Má til dæmis nefria hið fræga Grand Duo fýrir píanó sem margir hafa talið að væri ekkert annað en píanóútfærsla á glötuðu hljóm- sveitarverki. Nú var firú Rosemary beðin að spyrja tónskáldið hver sannleikurinn væri í því máli. Hann svaraði því að þetta væri alls ekki samdráttur af einhverju hljómsveitarverki heldur sönn píanó- tónsmíð. Hins vegar sagði tónskáldið að enn væru til ýmis tónverk eftir sig sem enn hefðu ekki fúndist, einkanlega í Vínar- borg. Þá má geta þess hvernig þetta tónskáld hjálpaði Rosemary svo hún vakti sérstaka athygli í kennslu í nótnalestri (einkan- lega fyrir tónverk fyrir hljómsveitir). Tón- verkið, sem sérstaklega var til athugunar í þessum skóla, var níunda sinfónía Schu- berts og var lagt fýrir nemendur að gera athugasemdir við uppbyggingu verksins á ákveðnum stað. Schubert, sem sjálfur var við hlið Rosemary þegar þetta var tekið fyrir, útskýrði rétta svarið fyrir henni og reyndist hún eini nemandinn sem gat svarað. Kennaranum brá talsvert í brún við þetta því spumingin var allt annað en auðveld og því fór fjarri að Rosemary væri álitin meðal gáfúðustu nemenda þessa hóps. Brátt tók að fjölga þeim tónlistarmönn- um sem voru í vafa í sambandi við ákveðin 26 VIKAN 19. TBL 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.