Vikan


Vikan - 21.09.1989, Blaðsíða 52

Vikan - 21.09.1989, Blaðsíða 52
I VIKULOKIN JO DEVON TÓK SAMAN FYRIR VIKUNA Jack Nicholson fer fram af brúnni Jack Nicholson fór heldur betur á kaf þegar hann var í Suður-Frakklandi á dögunum. Hann var með vinum sínum á skemmtiskútu í San Tropez og ákvað að fara og skoða sig að- eins um. Hann dulbjóst og fór síðan á mótorhjóli um staðinn. Til allrar óhamingju biluðu bremsurnar á hjólinu þegar hann var á fullri ferð eftir bryggjunni og það var ekki að sökum að spyrja; í sjóinn fór hann og það var ekkert gaman- mál! Það þurfti að flska leikar- ann upp úr sjónum en hjólið varð eftir á hafsbotni og er þar enn. Michael J. Fox góður pabbi Það er engin drykkja og ekk- ert svall að loknum erfiðum vinnudegi hjá Michael J. Fox. Um leið og upptökum lýkur rýkur þessi 27 ára gamli leikari heim til að fylgjast með þriggja mánaða gömlum syni sínum. Fox er nú að leika í framhald- inu af „Back to the Future" og hann sagði við vin sinn: „Þegar ég kem heim er ég þreyttur en svo fer ég að gá að Sam. Ég vona alltaf að hann sé vakandi en ef hann er það ekki snerti ég bara hendurnar á honum og verð svo ánægður ef hann opn- ar augun.“ Fox lítur á sig sem nútíma eiginmann og hann skiptir á Sam og hjálpar eiginkonunni, Tracy Pollen, með heimilis- störfin. Bon Jovi ogkonurí Rússlandi Jon Bon Jovi kvartaði yfir einu á ferð sinni í Rússlandi en þar hafði hljómsveitin Bon Jovi verið á ferð og leikið á friðarhljómleikum á Lenin- leikvanginum í Moskvu. Og þegar Jon var á hljómleikum í Milton Keynes í Bretlandi sagði hann við áheyrendaskar- ann: „Það er eitt sem þið Bret- ar hafið en Rússarnir hafa ekki — konurnar ykkar eru frábærar. Þið vitið hvað ég á við.“ ekki að eiginkonan sé of nálægt gamla kærastanum Bruce Willis hefúr áhyggjur af næsta hlutverki eiginkonu sinnar. Demi Moore leikur í myndinni „About Last Night 2“ á móti fyrrverandi kærasta sínum, Rob Lowe. Bruce er einn af mörgum sem eru fúlir út í Lowe fyrir klámmyndina áðumefhdu. Nú hefur hann komist að því að í myndinni, sem Demi leikur í, eru nokkrar villtar kynlífesenur og eftir því sem sagt er þá er hann ekki bara fúll yfir þessu heldur fox- illur. 50 VIKAN 19. TBL 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.