Vikan


Vikan - 21.09.1989, Blaðsíða 6

Vikan - 21.09.1989, Blaðsíða 6
TÓMLI5T „Pser vilja fá eínhvern sem enginn tekur eftir" Þorsteinn Eggertsson textahöfundur rœðir við Jón Sigurðsson textahöfund 3 „Einsi kaldi úr Eyjunum", „Nína og Geiri“, „Vertu ekki a horfe svona alltaf á mig“, „Komdu í kvöld" og „Ég vU £ara upp í sveit“ eru allt vel þekkt lög, sem gestir Broad- way fa að heyra á skemmtun, sem tileinkuð er Jóni Sigurðssyni. IParadísarheimt Halldórs Laxness segir frá bóndanum Steinari í Hlíðum undir Steinahlíðum. Hann átti einhvem mesta gæðing sem feðst hafði á íslandi og hann dundaði við það í hjáverkum að smíða vandaðan kistil með svo flókinni tesingu að hann varð ekki opnaður nema með rím- galdri. Sagt er að fyrirmyndin að þessari söguhetju sé þjóðsagnapersónan Eiríkur á Brúnum undir Eyjafjöllum. Á þeim sama bæ feddist viðmælandi okkar, Jón Sigurðsson, kallaður bankamaður, og ég er ekki frá því að hann búi yflr einu og einu af einkennum Steinars bónda, þótt hann fari fínt með það. Hann hefur stundað rímgaldur, bæði til hug- ar og handa, um áratugaskeið. Hann iauk prófi frá Kennaraskólanum á sínum tíma en gerðist þó aldrei kennari. Hins vegar var það alger tilviijun að hann sótti um starf í Búnaðarbankanum fyrir tæpum þrjátíu og sjö árum og fékk starfið sem átti eftir að verða ævistarf hans, eiginlega án þess að hann vissi af því. Hann hafði verið atvinnu- laus um skeið og var bent á að sækja um starf í bankanum. Hann mætti í viðtal hjá Hilmari Stefánssyni, þáverandi bankastjóra, sem spurði hvort hann kynni að skrifa. Jón hélt það og var látinn skrifa nafiiið sitt og nokkra tölustafi. Síðan voru lagðar fyrir hann faeinar spumingar og bankastjórinn spurði hvenær hann gæti byrjað, ef svo feri að hann fengi starfið. Reyndar væru margir búnir að sækja um. Jón sagðist geta byrjað hvenær sem væri. Bankastjórinn virti pÚtinn fyrir sér og taldi rétt að sýna honum vinnu- staðinn. Þegar þangað kom sneri hann sér að einhverjum starísmannanna og bað hann að finna eitthvað handa þessum pilti að gera. Hann væri nýbyrjaður í bankanum. Jón er þó betur þekktur fýrir tónlist sína og texta en bankastörfin. Tæp tylft laga og á þriðja hundrað texta eftir hann hafa verið gefhir út á hljómplötum og hann hefúr spil- að opinberlega á harmóníku, gítar og önnur hljóðferi, ýmist einn eða með öðrum, í hálía öld. Hann býr í glæsilegu húsi í Kópavogi þar sem gengið er undir þéttvaxin trjágöng að útidyrunum og á annað hundrað tegund- ir blóma prýða firamhlið garðsins frá vori og fram á haust. Hann sker út vandaðar myndir og muni í tré í hjáverkum eða þá að hann semur lög og texta þegar aðrir á heimilinu eru famir að sofa. Hann hefúr sungið í reví- um og um þessar mundir treður hann upp í Broadway og spilar meðal annars á harmón- íku með belgvettlingum. Maðurinn er ekki allur þar sem hann er séður og ég hef ekki Frh. á næstu opnu. 6 VIKAN 19. TBL1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.