Vikan - 21.09.1989, Blaðsíða 23
Sigurður
Gröndal
tónlistar-
maður:
Stefni á skíða-
ferð til Austur-
ríkis í vetur
Ómar
Kristjánsson
í Útsýn:
Öll ferðalög
tengjast starfinu
„Ég fór í frí um páskana og þá fór ég
með fjölskyldunni til Spánar og var þar í
tólf daga. Við fórum fjórða árið í röð á
sama stað og okkur líkar alltaf jafnvel. Að
vísu tengdist sú ferð lítillega starfinu en ég
náði að slappa heilmikið af og njóta lífsins
með mínum nánustu. Ég fór reyndar í
vikuferð til Portúgals síðast í júlí en það
var eingöngu vegna starfsins. Það er oft
erfitt að losna frá vinnunni þegar mikið er
að gera og ekki síst erfitt að finna sér
ákveðna frídaga. Ég hef til dæmis ekkert
getað ferðast innanlands nema þegar ég
hef þurft að fara í stuttar viðskiptaferðir en
það eru engar afslöppunarferðir.“
Kristín
Einarsdóttir
alþingiskona-.
Ekkert eins
gaman og að
ferðast um fjöll
og firnindi
„Ég notaði sumarfríið mitt til að ferð-
aðst innanlands, nánar tiltekið í Austur-
Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem ég fór
með, ætlaði í byrjun ferðar til Goðahnúka
á Vatnajökli en við lentum í smáhrakning-
um vegna veðurs og komumst ekki á leið-
arenda. Við vorum veðurteppt í smátíma
og urðum að byggja okkur snjóhús þar til
veðrinu slotaði. Það var í einu orði sagt
frábært og ævintýri líkast að prófa það. Við
fórum síðan frá Héraði yfir á Vatnajökul og
komumst til Goðahnúka. Við förum alltaf
þrjú til fimm saman á hverju sumri í
„ævintýraferðir" og tökum drjúgan tíma í
þær. Þær eru meiri háttar aðferð til að
losna við eril alþingis. Ég geri mikið að því
að skoða þetta yndislega land okkar enda
er hér svo margt fallegt að sjá. Hingað til
hef ég ekki séð neina sérstaka ástæðu til að
fara utan eins og svo margir íslendingar
gera þar sem hér eru svæði sem jafhast að
fullu á við útlönd og eru vel þess virði að
skoða.“
„Ég hef ferðast mjög víða fyrir sakir
starfs míns og má segja að sumarfríið mitt
hafi að mestu leyti farið í að ferðast innan-
lands ásamt því að vera að vinna. Sumarið
hófst hjá mér í lok maí en þá dvaldi ég
ásamt börnum mínum norður í landi í
þrjár vikur. Veðrið var stórfínt allan tím-
ann og ég gat notið þess að slappa af ásamt
því að vinna. Ég fór í vikuferð til Græn-
lands í sumar. Þar vann ég að þáttagerð
fyrir Stöð 2. Ég hafði smátíma til að skoða
mig um og njóta þess sem fyrir augu bar
enda er Grænland gullfallegt og margt
stórfenglegt að sjá þar. Ég fór til Moskvu í
júlí og dvaldi þar í tvær vikur á kvik-
myndahátíð sem var engri lík. Síðan hef
ég eytt mestum hluta sumars í ferðalög
innanlands sem tengjast starfinu að öllu
leyti og komið við á ýmsum stöðum hér á
íslandi sem eru hreint konfekt fyrir augað.
Það mætti segja að ég hafi fengið landið
okkar beint í æð!“
„Ég hef verið að vinna í allt sumar með
Rikshaw þar sem við höfum verið að spila
á tónleikum bæði hérlendis og erlendis.
Lítill tími hefur gefist til að taka sér frí
enda er alltaf meira en nóg að gera hjá
okkur. Ég fór með hljómsveitinni til Þýska-
lands í lok maí og þar höfðum við tækifæri
til að skoða okkur aðeins um. Eins og flest-
ir vita er sumarið aðalvertíð hljómsveita
þannig að það er oft erfitt að finna tíma til
afþreyingar. En mér tókst reyndar að taka
mér frí eina helgi í sumar, nánar tiltekið
um verslunarmannahelgina. Það er að vísu
óvenjulegur hvíldartími fyrir tónlistar-
menn en einhvern veginn tókst mér það
samt. Ég skellti mér til Kirkjubæjarklaust-
urs og slappaði vel af og naut lífsins. Það er
eina fríið sem ég hef fengið í sumar þannig
að sú helgi var afar kærkomin. Ég stefni
reyndar að því að fara á skíði til Austurrík-
is í vetur og taka mér almennilegt frí í leið-
inni.“
„Grænland er gullfallegt og þar er margt stórfenglegt að sjá,“ segir Sigmundur Emir,
en hann vann þar að þáttagerð fyrir Stöð 2 í sumar.
Sigmundur
Ernir
fréttamaður:
Sumarfrfið
að mestu leyti
í vinnu
FERÐALÖC5
19. TBL 1989 VIKAN 23