Vikan


Vikan - 21.09.1989, Blaðsíða 51

Vikan - 21.09.1989, Blaðsíða 51
KVIKMYNDIR Frh. af bls. 47 Mörg hundruð klukkustundum var eytt neðansjávar vlð tökur á Abyss. Það sem skapast þarna er andrúmsloft þrungið innilokunarkennd og persónuleg- um samskiptum ólíkra manna, auk þess sem ástin kemur við sögu. Fólkið er í að- stöðu sem það ræður illa við og gerir það að verkum að allir eru neyddir til að sýna hvað í þeim býr - gott eða illt. Tökur myndarinnar fóru ffam í tveim risastórum tönkum rétt fyrir utan bæinn Gafihey í Suður-Karólínufylki í Bandaríkjunum. Tankarnir voru upphaflega byggðir fyrir kjarnorkuver sem síðar var hætt við. Fyrir tökurnar voru þeir fylltir af vatni, sá stærri með tæplega nítján milljón lítrum af vatni og sá minni með sex og hálfri milljón lítra, en áður var risastórum leikmunum komið fýrir ofan í þeim. í tönkunum og í nám- unda við þá stóðu tökurnar yfir í fimm mánuði. Heill her af fólki vann við tökur á atriðum sem eru kannski þau skelfilegustu sem sést hafa á tjaldinu í áraraðir. Sterkir karlar og konur grétu og voru taugaáfalli næst. Og næstum hver einasti leikaranna upplifði stundir þar sem óttinn réð ríkjum, einnig óendanlega leiðinlegar stundir. Flestir fengu eyrnaverk, húð manna var orðin klórþurrkuð og hárið sömuleiðis, auk innanmeina ýmiss konar. Eins og fyrr segir vill aðalleikarinn, Ed Harris, ekki tjá sig einu orði um myndina og aðrir leikarar eru nokkuð þögulir - sem þykir ekki gott því viðtöl við leikarana auglýsa myndina. En miðað við viðtökurnar, sem hún hefur fengið, þarf væntanlega ekki að auglýsa hana mildð; fólk fer samt til að sjá og upp- lifa þá hryllingstilfinningu sem fylgir því að vera neðansjávar og fýlgjast með því nærri hjálparvana þegar neðansjávarheim- urinn hrynur. Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Þú hefur mikla möguleika til að láta verk þín ganga vel, en þó er hætt við að þú tapir nokkrum fjármunum vegna fljótræðis og at- hugunarleysis. Ættingi þinn reynist þér mjög hjálplegur við vissar framkvæmdir. Nautið 20. apríl - 20. maí Þú átt í erfiðleikum með að umgangast ákveðna persónu og er grunnt á að upp úr sjóði milli ykkar. Þú ættir að grípa hvert tækifæri sem gefst til að létta þér upp og dreifa huganum. Gerðu vini þínum greiða sem hann biður þig um. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Þú verður mjög heppin í einhverju sem má teljast algjör slembilukka. Þú færð erfiðan verk- stjóra sem þú fyrst í stað getur alls ekki gert til hæfis, en hafðu hug- fast að þolinmæðin þrautir vinnur allar. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Þú munt þurfa að standa i nokkrum útréttingum sem taka á taugarnar. Þér er fyrir bestu að taka boði gamals kunningja þíns og láta hann hjálpa þér í ákveðnu máli. Þú verður þátttakandi í mjög skemmtilegu samkvæmi. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Þú verður að hafa nokkurt samneyti við persónu sem þú kemst að einhverjum sökum ekki fyllilega í samband við. Verkefni þín verða mörg og fjölbreytileg en gættu þín vel í sambandi við allt er varðar tölur í starfi þínu. Meyjan 23. ágúst-22. september Það eru líkur á stuttu og skemmtilegu ferðalagi sem þú munt oft minnast síðar og hafa góð sambönd í gegnum einhverja eða einhvern sem þú kynnist við það tækifæri. Vertu þolinmóð við yngri kynslóðina, hún hefur einnig sin vandamál. Vogin 23. sept. - 23. okt. Varastu að treysta um of á náungann. Eins og stendur verð- urðu að haga orðum þínum mjög gætilega í nærveru ákveðinna persóna og gættu þess að gerast ekki sekur um afskiptasemi af einkamálum annarra. Heillalitur er rósrauður. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Verkefni þín verða með nokkru öðru móti en þú hafðir búist við. Líkur eru á að þú tapir af einhverju sem þú hafðir fyllilega reiknað með. Gættu þess að binda huga þinn ekki of mikið við fjár- málahliðina á hlutunum. Þú hefðir gott af að taka þér frí. Steingeitin 22. des. - 19. janúar Ákveðinn maður verður til þess að þú leggur í framkvæmdir sem þú hafðir ekki kjark til að byrja á sjálfur. Vertu mjög varkár og not- færðu þér holl ráð og skýra dóm- greind þína. Þú lendir í leiðinlegu fjölskyldumáli. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Þú færð sendingu nokkuð langt að komna sem kemur þér á óvart. Einhver ættingi þinn skýtur upp kollinum og þið eigið ánægju- legar samverustundir. Heillatala 2. Vatnsberinn -j 20. janúar - 18. febrúar J.l Þú hefur smá breytingar í huga varðandi bústaðaskipti eða eitthvað þessháttar. Allar breyting- ar á högum þínum ættu að lánast mjög vel eins og stendur. Þú verð- ur beðin að taka þátt í verki sem þér fellur miður en getur ekki neit- að. Fiskarnir 19. febrúar - 20 mars Nokkur ungmenni koma sérstaklega við sögu á næstunni og verða fremur til ánægju en hins. Þú átt i einhverjum deilum við persónu sem býr nálægt heimili þínu. Vertu ekki of naumur á fé við sjálfan þig eða þina nánustu. 5TJÖRMU5PA 19.TBL. 1989 VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.