Vikan - 21.09.1989, Blaðsíða 13
stéttarlegum forsendum en það er ekki
hægt að segja að Fuhrmann hafl verið
fæddur með neina silfurskeið í munninum
og þess vegna er honum ávallt mjög mikið
í mun að sinna sínu starfi vel. Hann fórnar
öllu fyrir starfið.
En það sem gerist hjá honum er að ytri
og innri sjálfsmynd hans ganga alls ekki
saman frekar en ósamstæðir kubbar í
púsluspili. Hans ytri sjálfsmynd er alfull-
komin og honum er mikið í mun að við-
halda henni, eins og auðvitað mörgu fólki
er, bæði körlum og konum sem eru svo
allt aðrar manneskjur innávið. Pað skapar
alltaf óhamingju að geta ekki verið í beinu
sambandi og sátt við sinn innri mann. Það
er svo mikið til af fólki sem er að gera hluti
sem því þykja ekkert skemmtilegir. Og ein
frumforsendan fyrir því að geta verið í ein-
hverju sambandi við sinn innri mann er að
gera það sem mann langar til, þó vitanlega
verði maður að gera kröfur til sín líka.
Fuhrmann er „hæfilega valdafus" og
þykir nokkur upphefð af stöðu sinni en
það tekur þó ekki af honum ráðin. Sumir
geta látið valdadraumana kynda undir í
vinnu sinni og það gerir hann. Hann er
ekki dæmigerður karlpungur sem ráðskast
með alla af fullkominni eigingirni. Hann er
alltaf að marka spor sem hugsjónamaður
og góðmenni en fómar sjálfum sér og sínu
einkalífi algerlega. Ég þekki margar konur
sem eru Iíkar Níelsi að þessu leyti og sé
sjálfa mig í þessu líka. Við erum öll að velja
„Konur hafa þörf
fyrir að láta
karlmenn drýgja
hetjudáðir11
„Svo koma önnur
tímabil þar sem
virðist vera
samhengi og
tilgangur í öllu.“
„f tilfinninga-
samböndum getur
fólk verið að
refsa fyrir eitthvað
sem hinn aðilinn
er jafnvel búinn að
gleyma.“
í þessa margumræddu forgangsröð enda-
laust. Ég fékk alltaf meiri og meiri samúð
með honum eftir því sem ég skoðaði hann
lengur og ég dæmi hann ekki frekar en
hana.
Þær kröfur, sem gerðar eru til fólks í
dag, til dæmis í starfi, em þannig að maður
getur ekki alltaf sinnt því sem maður vildi
helst á hverju augnabliki — þeim sem næst
manni standa eða fólki sem manni þykir
vænt um. Fuhrmann stendur frammi fyrir
þessu allan tímann. Síðan em tilviljanirnar
í lífinu svo einkennilegar. Allt líf Níelsar og
Appolóníu er mjög illa tímasett, þar er
alltaf allt á skjön. Þetta þekkir maður úr
eigin lífi, stundum er eins og ekkert gangi
upp og allt fari í kross en svo koma önnur
tímabil þar sem er eins og allt smelli og
það virðist vera samhengi og tilgangur í
öllu.
En hjá þessu fólki gerast hlutir samtímis
sem geta ekki gengið saman. Þegar hún
verður ófrísk um leið og hann fær sitt starf
standa þau frammi fyrir tveimur kostum
sem báðir em jafhslæmir. Ég á enga lausn
fyrir þau sem er betri, því miður. Því á
vissan hátt fyrirgefur hún honum aldrei
þetta með barnið. í tilfinningasamböndum
getur fólk verið að refea fyrir eitthvað sem
hinn aðilinn er jafhvel búinn að gleymaþó
fæstir myndu fást til að viðurkenna slíkt.
Þetta finnst mér gaman að stúdera og
skrifa inn í verk; þennan undirtexta sem er
í tilfinningalegum samskiptum fólks og
19. TBL 1989 VIKAN 1 3