Vikan


Vikan - 22.03.1990, Qupperneq 25

Vikan - 22.03.1990, Qupperneq 25
hvert smáræði í viðbót á fermingardaginn." Eina stúlkuna langar í hljóm- flutningstæki. Og skeleggur piltur sagði að hann vildi eitthvað í herbergið sitt, helst rúm. Stúlkan, sem sat við hlið hans, sagði að hús- gögn í herbergið kæmu sér vel. Tvær bekkjarsystur hennar langar í hljómtæki. Ein hafði þegar fengið hluta af hljómtækjasamstæðu en átti von á að fá skrifborð með hillum því til viðbótar. Hvað um skatthol handa stúlkunum eins og tíðkað- ist hérna áður fyrr? Þessar gjaíir virðast vera á miklu undanhaldi á vinsældalist- anum hjá fermingarbörn- um. Tvær stúlknanna sögðu að skatthol væri ekki neitt sem þær langaði til að eign- ast, en samt finnast örugg- lega einhverjar stúlkur sem vel geta hugsað sér að eign- ast slíkan grip. Skatthol er að því leyti þægilegt að ef viðkomandi er í litlu her- bergi er mikið rými sparað, þar sem skattholið er, því það gegnir bæði hlutverki skrifborðs og kommóðu. En þrátt fyrir þessa góðu kosti virðast það vera aðrir hlutir sem hugur ungra fermingarstúlkna girnist frekar nú. Nú eru margir sem koma í veislur til þess- ara fermingarbama og hafa ekki efni á að gefa eins dýrar gjafir og for- eldrarnir og þeir sem slá saman. Hvað myndu þau vilja fá frá þessu fólki? Tveir drengjanna sögðu að mjög gott væri að fá orðabækur og einhvers konar fræðibækur, þó ekki námsbækur. Einnig eru skáldsögur fýsilegur kostur. Stúlkunum fannst snyrti- vörur og skartgripir, ásamt töskum og ýmsu öðru því tengdu, upplagðar gjafir. Af snyrtivörum eru ilmvötn, sápur og rakamjólk einna mest spennandi. Þrír drengjanna voru sammála um að hluti sem tengjast útilífi væri mjög hentugt að fá, eins og til dæmis skíða- gleraugu, hanska, tösku undir skíðaskó og poka utan um skíðin. Einnig ann- að það sem tengist útivist að sumri til, eins og gömlu góðu svefhpokana, sem enn eru í fúllu gildi, sjón- auka, bakpoka og annað það sem þarf í útileguna. Plötur eru einnig ofarlega á vinsældalistanum en þau gátu samt ekki komið sér saman um hvaða tónlist væri í mestu uppáhaldi. Þó virðist vera af nógu að taka og breiddin mikil í tónlist- arsmekknum. Spil eins og Trivial Pursuit eða Piction- ary kæmu vel til greina. Ein stúlkan benti á að vel væri þegið að fá peninga, þannig að þau gætu valið sjálf það sem þau langaði til að eign- ast og í leiðinni létt áhyggj- um af tilvonandi veislugest- um. Flestir tóku undir að þessi valmöguleiki væri mjög sniðugur. Þá var spurningin hvað þeim þætti eðlilegt að upphæðin væri há. Það virtist vera al- mennt álit krakkanna að tvö til þrjú þúsund krónur væru ekki fjarri lagi. Eftir allt þetta tal um fermingargjafir var velt upp þeim möguleika að sleppa fermingargjöfúnum og veislunni og fara þess í stað í ferðalag til útlanda með fjölskyldu sinni. Það kostar sennilega álíka mikið fyrir meðalstóra fjölskyldu og að halda fermingarveislu með fimmtíu til sjötíu veislu- gestum. Margir krakkanna voru alveg inni á því og einn sagði að sá tími sem hann eyddi með fjölskyld- unni, þar sem hún væri öll saman, væri allt of lítill og þessi möguleiki væri mjög áhugaverður. Blaðamanni lék að lok- um forvitni á að vita hvort það væri eitthvað sem þess- ir krakkar myndu alls ekki vilja sjá í fermingarpakkan- um. Almennur hlátur kvað við. Einn sagðist alls ekki vilja fá myndabækur og Andrésblöð. Aðrir vildu ekki sjá námsbækur í pökkunum og myndastytt- ur áttu að vera í hófi. Spurt var um mjúka pakka og kom í Ijós að þeir voru vel þegnir, sérstaklega ef í þeim væri skíðagalli, skyrtur, peysur eða önnur „flott“ föt — en helst ekki inniskór. Eru margir sem ætla ekki að láta ferma sig í bekknum? „Nei, það eru tveir. Annar vill ekki láta ferma sig vegna þess að hann er annarrar trúar, að- ventisti, en hinn segir að hann trúi ekki á Guð,“ sögðu þau. Flestir krakkanna ætla að fermast í Háteigskirkju. Tvö verða fermd í Hall- grímskirkju og ein í Selja- kirkju. Hvers vegna urðu þessar kirkjur fýrir valinu? Hjá flestum verður eflaust sú kirkja sem er í þeirra sókn ofan á og var það í þessu tilfelli Háteigskirkja. Þær tvær sem fermast í Hallgrímskirkju fermast þar vegna þess að foreldrar þeirra halda upp á þá kirkju og vilja að þær fermist þar. Sú sem fermist í Seljakirkju hafði áður búið í Breiðholt- inu og tekið tryggð við kirkjuna þar og er það ást- æðan fýrir því að hún var valin. DCX 59 SAItYO SAMSTÆÐAN VERÐ: 58.550 stgr. ÁN GEISLASPILARA VERÐ: 41.810 stgr. • 16 aðgerða þráðlaus fjar- stýring • Magnari: 2x60W með 5 banda tónjafnara • Útvarp: FM/AM/LW, 24 stöðva minni og sjálfvirkur stöðvaleitari • Segulband: tvöfalt með hraðupptöku, Dolby B og samtengdri spilun • Plötuspilari: hálfsjálfvirkur reimdrifinn, • Geislaspilari: með tvö- faldri „digital/analog" yfir- færslu, 16 minni, lagaleit ofl. • Hátalarar: 70W þrískiptir ©x Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 • Sími 680780 6.TBL 1990 VIKAN 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.