Vikan


Vikan - 22.03.1990, Síða 28

Vikan - 22.03.1990, Síða 28
ERISOKN Vikan rœðir við Víði Hafberg Kristinsson sálfrœðing Einn fórra hér á landi sem hafa sérhœft sig í dáleiðslu TEXTI: BENEDIKT SIGURÐSSON Engum blöðum er um það áð fletta að dáleiðsla er í sókn hér á Fróni um þessar mundir. Til marks um það má benda á aukna ásókn almennings í íiræðslu um þessi eftii. Þá hefur þeim fs- lendingum fjölgað sem notið hafa með- ferðar dáleiðanda til lausnar vandamálum sínum. Til að fræðast um þetta merkilega fyrirbrigði leitaði Vikan fanga hjá Víði Haf- berg Kristinssyni sálfræðingi. Víðir er einn örfárra manna hér á landi sem hafa sérhæft sig í dáleiðslu. Hann hefur sótt fjölda námskeiða og fyrirlestra á þessu sviði og er meðlimur í alþjóðasamtökum dáleið- enda. Hvað er dáleiðsla? — Dáleiðsla er aldagamalt fyrirbrigði. Fundist hafa sagnir um dáleiðslu hjá Persum, Egyptum og Grikkjum til forna. Þá eru til heimildir um beitingu dáleiðslu á miðöfdum. Var dáleiðslan þá oft tengd trúarbrögðum eða göldrum. Þótti mönn- um hið sérkennilega ástand, er fylgir dá- leiðslunni, yfirnáttúrlegt. Nú til dags er á hinn bóginn Iitið á það sem eðlilegt fyrir- bæri er velflestir geti komist í og upplifað. Dáleiðsla hefúr verið skilgreind sem til- færsla eða hagræðing á valdahlutföllum í persónufeikanum. Vissir þættir hans eru fengnir til að stýra meiru en venjulega. Má segja að í dáleiðslu sé um að ræða eins konar millibilsástand svefins og vöku. Með- vitundin dregur sig til baka og dofnar en er þó að sumu leyti virk, þó misjafnlega mikið. I djúpum transi er virkni hennar í algjöru lágmarki, til dæmis er einstakling- urinn veit ei af sér. Hún tekur engu að síð- ur við skilaboðum með heyrninni og kem- ur þeim áleiðis til undirmeðvitundar. I svefni rofna hins vegar tengsl hins meðvit- aða þáttar og þess undirmeðvitaða. Eru allir einstaklingar dáleiðslu- hæfir? — Já, langflestir. Áður var talið fullvíst að dáleiðsla bæri engan árangur nema unnt væri að koma viðkomandi í djúpan trans. Var álit fagmanna að einvörðungu lítill hluti manna væri dáleiðanlegur. Nú er hins vegar almennt talið nægjanlegt til ár- angurs í dáleiðslu að gagnrýnisþáttur með- vitundar minnki og sefhæmið aukist. Undirmeðvitundin hagnýtir skilaboð á virkari hátt og langtum fyrr en menn héldu. Hvert er hlutverk dáleiðslu? - Segja má að dáleiðsla sé einkum tvíþætt. Annars vegar gegnir hún því hlut- verki að fá fólk til að létta á sér tilfinninga- lega. Hins vegar er hún notuð til að inn- prenta eða koma einhverjum skilaboðum til viðkomandi. Líta má á heilann sem eins konar tölvu sem geymir allar okkar skynjanir. Undir- meðvitundin virðist til dæmis halda mjög fast í tilfinningar sem við upplifúm, sér í lagi sársauka. Hefur löngum verið álit manna að undirmeðvitundin hafi talsverð áhrif á breytni manna. Dáleiðsla hefúr meðal annars oft verið notuð í því skyni að losa fólk við sársauka, hræðslu eða van- máttarkennd en innprenta því í staðinn jákvæðan hugsunarhátt og styrkja sjálfs- ímynd þess. Finnst mér ég ná mjög góðum árangri er ég nota dáleiðsluna í þessum til- gangi. Annars hefúr dáleiðsla verið notuð í ótal mismunandi tilgangi. Hún hefur þótt hent- ugt tæki til að kljást við ýmsar tegundir fóbíu, tif dæmis lofthræðslu. Þá hefúr henni verið beitt til að draga úr spennu eða streitu og lækna alls kyns verki, jafnvel alvarlega sjúkdóma. Er þá reynt að láta skjólstæðing tileinka sér ákveðin boð sem hann gerir að sínum og beitir síðar í þágu líkamans. Verkur er til að mynda margþætt fyrirbæri. Hann skapast ekki einvörðungu er ákveðin taugaboð berast frá sködduð- um líkamshluta til heilans. Hluti af verkn- um er söknuður eða óánægja yfir því að verða fýrir einhverju tjóni, til dæmis veik- indum. Þessi fullvissa um að manni hljóti að líða illa eykur óþægindin og þar með verkinn enda þótt forsendur hans séu ekki lengur fyrir hendi. Ef unnt er með ein- hverjum hætti að breyta þessu viðhorfi sjúklingsins og snúa þróuninni við er björninn unninn. Hvaða fólk leitar til þín og hvers vegna? - Til mín kemur fólk úr öllum stéttum með vandamál af ýmsu tagi. I tímans rás hefur fólk komið til mín með sífellt fjöl- skrúðugri vandamál. Einstaklingar með neysluvandamál hafa sótt til mín. Áður fýrr var mjög algengt að reykingafólk nyti dá- leiðslumeðferðar. Þá var skýringarfítið leit- ast við að framkalla eins djúpan trans og hægt var. Var viðkomandi fenginn til að skynja óbragð og ólykt með sefjun. Ef slíkt tókst hætti fólk að reykja þar eð maðurinn er þannig úr garði gerður að hann gerir yfirleitt ekki það sem honum þykir vont. Sá var þó galíinn á að eftir nokkurn tíma gleymdi fólk upplifuninni og fór að reykja upp á nýtt. Þegar glímt er við neyslu- vandamál með dáleiðslu þarf hinn meðvit- aði þáttur persónuleikans að vera meira með í spilinu en í flestum öðrum tilvikum. Nauðsynlegt er að ákvörðunin um að hætta að reykja sé einstaklingsins. Dá- leiðslan er síðan notuð til að styrkja hann í þeirri trú að hann sé fær um að gera það. Á meðal sálfræðinga eru skiptar skoðanir um hvernig höndla eigi vandamál fólks í upphafi meðferðar. Hver eru helstu grundvallarviðhorf manna þar að lútandi? — I hópi sálfræðinga er deilt um hvern- ig grípa eigi á vandamálum. Sumir telja að vandkvæði manna eigi rætur að rekja til ungdómsára eða bernsku. Leggja þeir mik- ið kapp á að kanna fortíðina í þeim tilgangi að uppræta vandann. Aðrir leggja meiri áherslu á ástand einstaklingsins hverju sinni og haga meðferðinni eftir því, til dæmis með stöðugri innprentun til að breyta hugsunarmynstri einstaklingsins á betri veg. Hér er þó aðeins um áherslu- mun að ræða. Flestir eru sammála um að samspil þessara tveggja öndverðu hug- mynda þurfi að koma til svo árangur náist. Er réttlætanlegt að beita dáleiðslu í ríkara mæli í sállækningum en nú er gert? — Ég tel að unnt sé að beita henni mun oftar en gert er hér á landi, þó ekki alltaf 26 VIKAN 6. TBL. 1990

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.