Vikan


Vikan - 22.03.1990, Síða 30

Vikan - 22.03.1990, Síða 30
STJÖRriUMERKm HRÚTURINN: llla vi) alla bið Fœddur brautryðjandi enda bestur í upphafi Athafnir, starfs- og framkvæmdaorka, kynorka, þrár, langanir, barátta, kraftur, eigingirni, árásargirni, grófleiki, ruddaskapur. Mars hefur töluvert óorð á sér. Hann er táknrænn fyrir árásargirni, deilur, baráttu og stríð. Ef orka Mars er of sterk getur hún skapað einstakling sem leggur of mikla áherslu áeigin hags- muni en of litla á samvinnu. Ásamt Venusi er Mars tákn- rænn fyrir ástar- og kynlíf okkar. Mars er lostinn og þráin sem viðkoman byggist á en Venus er skrautfjaðrirnar sem notaðar eru til að ná í makann. ÞÓRDÍS BACHMANN TÓK SAMAN Hrúturinn er íyrsta merkið í dýra- hringnum; frum- kvæður eldur. Árstíð hrútsins er vorið, mesti athafhatími ársins er fyrir höndum. Eðli hrútsins endur- speglar þetta og það birtist meðal annars í bjartsýni hans og þeirri vissu að lífið sé já- kvætt og honum hagstætt. Hrúturinn er því yfirleitt kraft- mikill og drífandi, hress, ein- lægur og fljótur að framkvæma ætlunarverk sín, enda er hon- um illa við alla bið. Ungbarnið Hrútsmerkið táknar fæðingu eins og fiskamerkið táknar dauða og meðvitund sálarinn- ar. Hrúturinn er einungis með- vitaður um sjálfan sig. Hann er ungbarn dýrahringsins, hið nýfáedda barn, og er algerlega upptekinn af eigin tám og fingrum. Hans þarfir eru mikil- vægastar. Smábarn lætur sig engu skipta hvort foreldrar þess eru sofandi, hvað þá ná- grannarnir. Það vill fá pelann og láta skipta á sér á stundinni. Ekkert múður. Eins og smá- barnið þá hefúr hrúturinn aðeins áhuga á heiminum að svo miklu leyti sem hann snertir hann sjálfan. Það er erf- itt að standast lítil börn því þau eru fullkomlega ómeðvit- uð um að vera öðrum til ama. Eins er það með hrútinn. Sak- leysið er honum meðfætt og það mildar yfirgangssemi hans á sama hátt og sakleysi barns- ins afsakar eigingirni þess. Tvær gerðir Hrúturinn situr sjaldan taugaspenntur og lætur augun reika um herbergið. Þegar það kemur fýrir er hann búinn að missa áhugann á að tala við þig. Hann er farinn að hugsa um eitthvað annað og er alveg búinn að gleyma þér. Móðgastu samt ekki. Mundu eftir smábarninu sem var upp- tekið af eigin tám og fingrum. í grófúm dráttum eru til tvær gerðir af hrútum. Annars vegar hinn kraftmikli og sjálfctæði hrútur, sú tegund sem yfirleitt er talin dæmigerð. Hins vegar eru hrútar sem á yfirborðinu virðast rólegir, eru ekki til- takanlega sjálfctæðir og eru í raun óöruggir með sjálf sitt. Brautryðjandi Hrúturinn er fæddur braut- ryðjandi því hann er bestur í upphafi, sæmilegur þegar verk er hálfúað en verður að beita sig aga til að Ijúka verkinu. Hann er kappsfúllur og bar- áttuglaður og líður í raun best ef um einhverja keppni er að ræða. Dæmigerður hrútur er fljótfær og á til að vera upp- stökkur. Hann er tilfinninga- 28 VIKAN 6. TBL, 1990

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.