Vikan


Vikan - 22.03.1990, Síða 31

Vikan - 22.03.1990, Síða 31
ríkur og skapstór en að öllu jöfhu er hann þó rólegur og vingjarnlegur. Hann þolir hins vegar illa að honum sé settur stóllinn fyrir dyrnar og vill vera sjálfstæður og fara eigin leiðir. Trúr Enginn er jafn samviskusam- lega trúr og hrútur sem endan- lega hefur fundið hina einu sönnu. Hreinskilni hans kemur í veg fyrir að hann plati þig og hugsjónir hans sjá til þess að hann langar ekki til þess. Ef þú lærir að horfa á hann hug- föngnum augum og blaka augnhárunum þá býr hann hamingjusamur með þér og lítur ekki á annað kvenfólk. Það er þó hvorki létt verk né löðurmannlegt að sannfæra hann um að þú sért öllum kon- um ffemri en ef þér tekst það þá verður hann þér eilíflega trúr. Hraustur Einhvern tíma á lífsleiðinni mun það henda hvern einasta hrút að meiða sig á höfði eða í andliti vegna eigin frum- hlaups. Hrúturinn er hraustur að eðlisfari en honum hættir til að ofgera sér. Þú getur bók- að að hann er alvarlega veikur ef þú kemur að honum þar sem hann liggur fölur og fá- máll í rúminu. Það þarf næst- um að handjárna hann til að fá hann til að liggja kyrran. Ástir og fótbolti Það er oft erfltt að lýsa til- finningalífi hrútsins því hann er bæði raunsær og hugsjóna- maður í senn. fáir eru jafh á- kveðnir í framgöngu og hann en samt sem áður er hann oft manna tilfinninganæmastur og saklaus eins og barn sem trúir á kraftaverk. Fólk í hrútsmerk- inu getur hreinlega ekki sætt sig við að tapa. Þetta fólk þjáist af ólæknandi bjartsýni og er alltaf sigurvisst hvort sem það er í ástamálum eða fótbolta. Hrúturinn hefur gaman af allri mótstöðu því hún gefur tilefhi til baráttu og hann á það til að leita uppi erfiðleika. Hrúturinn bíður heldur ekki rólegur eftir þeim frama sem honum flnnst hann eiga skilið. Hann keppist við að koma sér áffarn enda eru fáir úr hrútsmerkinu á framfæri hins opinbera. Frh. á næstu opnu 6. TBL. 1990 VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.