Vikan - 22.03.1990, Blaðsíða 39
Glenn Close, sem er kvikmyndaunnendum m.a. að góðu
kunn fyrir frábæran leik í kvikmyndinni „Fatal Attraction", fer
með hlutverk Mörtu „Sunny“ von Búlow í kvikmyndinni.
DRAUNUR
til hennar um klukkan ellefu
daginn eítir fór Claus að kanna
málið og fann hana meðvitund-
arlausa á baðherbergisgólfinu.
Kallað var á sjúkrabíl og hún
flutt á sjúkrahús í Newport. Eins
og árið áður var sykurhlutfall
mjög lágt í blóðinu og hún var
flutt á sjúkrahús í Boston. Lækn-
ar töldu 50% líkur á að hún
héldi lífl. Hún liflr enn en hefur
aldrei komist til meðvitundar
heldur liggur í dvala eða „koma“
eins og það heitir á læknamáli.
Dæmdur og
sýknadur
Á nýársdag hélt móðir Sunny
fúnd með börnum hennar af
fyrra hjónabandi og þernunni.
Þau voru sammála um að þetta
væri allt mjög grunsamlegt og
höfðu síðan samband við lög-
ffæðing sem tók málið í sínar
hendur. Við leit í húsinu fannst
svarta taskan og leifar af insúlíni
* sprautunni. Lögreglunni var
gert viðvart og Claus var hand-
tekinn þar sem hann sólaði sig
á Bahamaeyjum með hjákonu
sinni, Alexöndru, og barni
hennar. Hann var látinn laus
gegn 100.000 dollara tryggingu.
Réttarhöld í málinu byrjuðu í
janúar 1982 þar sem Claus var
ákærður fyrir tilraun til að
myrða konu sína. Eftir tveggja
mánaða réttarhöld var hann
fundinn sekur og síðan dæmdur
til þrjátíu ára fangelsisvistar. En
ýmis vafaatriði voru honum í
hag. Hvers vegna hringdi Claus í
laekni í fyrra skiptið sem Sunny
missti meðvitund? Af hverju
hafði hann ekki komið töskunni
undan ef hann hafði sprautað
insúlíni í Sunny? Og vitni bar að
Sunny hefði sagt sér að hún
þyrfti að hafa insúlín við hönd-
ina þar sem henni hætti við að
borða of mikið af sætindum.
Börn Sunny af fyrra hjónabandi
snerust opinberlega gegn Claus
en Cosima stóð með föður
sínum. Claus kærði dóminn og
málið var tekið upp aftur. Áhugi
fyrir máli von Bulow var geysi-
legur og nú voru beinar sjón-
varpsútsendingar frá réttarhald-
inu. Nýi dómarinn úrskurðaði
að einkaspæjarinn, sem fann
svörtu töskuna, hefði ekki haft
húsleitarheimild og því gæti
saksóknari ekki lagt sprautuna
ffam sem sönnunargagn. Claus
von Bulow var sýknaður og var
nú kominn með nýja ástkonu,
Andreu Reynolds að nafni.
Yfirvöld ákváðu að erflngjar
Sunny skyldu nú fá sitt þar sem
hún væri ófær um að taka nokkr-
ar ákvarðanir. En móðir hennar,
sem hafði mest af auðinum und-
ir höndum, hafði strikað Sunny
út úr sinni erfðaskrá og pening-
arnir gengu þess í stað beint til
barna Sunny af fyrra hjónabandi.
Þær 15 milljónir dollara sem
Claus átti að erfa eftir konu sína
var ekki hægt að taka frá honum
og svo lengi sem hann er form-
lega giftur Sunny verða lögfræð-
ingar hennar að punga út fyrir
öllum hans útgjöldum. Hann
býr í íbúðinni við Fifth Avenue
og í Clarenden Court. Sunny
liggur stöðugt í „korna" undir
strangri öryggisgæslu og fær
næringu gegnum slöngu. Börnin
frá fyrra hjónabandi koma reglu-
lega í heimsókn. Faðir þeirra
hefur einnig legið meðvitundar-
laus í tvö ár á sjúkrahúsi í
Salzburg eftir bílslys. Hvorki
Cosima né Claus von Búlow
hafa komið á sjúkrahúsið til
Sunny síðan í desember 1981.
Þér ofaukið?
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi að ég væri á
skemmtistað með bestu vin-
konu minni og kærasta hennar.
Ég geng upp stiga með vin-
konu minni og þegar upp kem-
ur þarf ég nauðsynlega að kom-
ast aftur niður, en stórt gap
hefur myndast í stigann svo ég
bið vinkonu mína um að
hjálpa mér niður. Hún hrindir
mér niður og það næsta sem
ég veit er að ég er dáin. Næst
geng ég framhjá róluvelli og sé
litla bróður minn (6 ára) í
djúpum kossi með vinkonu
sinni. Næst er ég í stórri höll
þar sem nokkrir blindfullir
strákar eru að reyna að draga
mig með í partí, en ég neita.
Loks er einn eftir sem er í
mjög aðskornum ballettbux-
um og vill hann fá mig með sér
heim en ég neita aftur.
Mér finnst ég vera nýflutt í
annað hús og ætla heim en fer
inn í vitlaust hús og leita að
útidyrunum en flnn þær ekki.
Þá kemur konan sem býr í hús-
inu og er alveg kolbrjáluð út af
því að ég er inni hjá henni.
Þegar ég fer aftur út erum við
orðnar bestu vinkonur og
býðst ég til þess að passa börn-
in hennar hvenær sem er. Síð-
ast í draumnum hitti ég annan
bróður minn sem ég sé mjög
sjaldan og er hann að reykja
(hann er bara 9 ára). Þegar
hann fer ætla ég að kyssa hann
bless en það tekst ekki því
hálsmálið á peysunni minni fer
alltaf fyrir munninn á mér.
Með fyrirfram þökk fyrir
ráðninguna.
Ein dreymin.
Draumurinn er margbrot-
itm og bendir til þess að þér
líði ekki sem best. Greinilegt er
að þú hefur áhyggjur og sorgir
sem þú lœtur ekki endilega í
Ijós að degi til en koma uþþ á
nóttunni og endursþeglast í
draumum þínum. Þetta eru
áhyggjur sem tengjast sam-
skiþtum þínum við það fólk
sem stendur þér nœst.
Draumurinn segir að e.t.v.
sé þér ofaukið eða að þér
finnist þér vera ofaukið í lífi
vinkonuþinnar núþegarhún
befur kœrasta. Hluti afþér vill
viðurkenna það en annar
hluti segir nei, það vœri að
hraþa niður á við að sleþþa
henni og þú miklar það fyrir
þér. E.t.v. óttastu að vinkotia
þín vilji af alefli losna við þig og
þér finnst að það muni vera
dauði ef svo er. Þú eri mikið
að velta fyrir þér þessu að-
dráttarafli kynjanna, svo það
birtist alls staðar í miðbiki
draumsins.
Þú eri áttaviUt úr því þú
rambar inn í vitlaust hús og
villist þar. Þú eri ekki „eins og
heima hjá þér" hið innra og
e.t.v. hið ytra einnig. En þú
verður að sœtta þig við sjálfa
þig og vingast við „eiganda
hússins".
Síðasti hluti draumsins
beitdir til þess að þér líði ekki
vel yfir því að sjá bróður þinn
svona sjaldati, að fjölskyldan
sé ekki heil og að þú getir ekki
gefið vœntumþykju þar sem
þér finnst hún eiga við.
Lögmál næturinnar
Kæri draumráðandi.
Mig dreymdi um strák sem
ég vinn með. Ég var hrifin af
honum en það er svolítið síð-
an ég hætti því.
Það var sunnudagur. Ég og
vinkona mín B..., og þessi
strákur og vinur hans, sem
heitir W..., vorum að tala sam-
an í húsi rétt hjá bíóinu (en
þar vinn ég). Svo fóm B... og
W... en við vorum enn að tala
saman. Svo biður hann mig um
að koma aðeins og ég kem.
Hann kyssti mig og ég fann al-
veg dásamlega tilfinningu. En
svo allt í einu sleit ég mig Iausa
og hljóp upp í bíó. Ég hafði
gleymt þrjúsýningu en kom
rétt fyrir fimmsýningu. Og
þegar ég hitti strákinn finn ég
þessa sömu tilfinningu alveg
eins og þetta hefði gerst í al-
vöru.
Ein með heilabrot.
Þessi drawnur er afskaþlega
eðlUegur hjá ungri matmeskju
sem ástin er að leita útrásar
hjá. Ekkifinnst mérþú vera al-
veg viss urn hvetjar tilfinning-
ar þú berð til stráksins, eti eitt
get ég sagt þér.
Heitnur nœturinnar hefur
sín eigin lögmál og draumar
okkar sýna okkur myndir af
því sem við erutn að uþþlifa og
velta fyrir okkur á nóttunni.
Ég ráðlegg þér að rugla því
ekki saman sem gerist í
drautnum þínum og að degi
til. Losaðu þig við tilfinning-
una úr draumnum og athug-
aðu hvaða tilfinningar dag-
veröldin fœrir þér. Annars
getigurðu um með tilfinning-
ar sem ekki þassa stað og
stund.
6. TBL. 1990 VIKAN 37