Vikan


Vikan - 22.03.1990, Qupperneq 42

Vikan - 22.03.1990, Qupperneq 42
5MÁ5AGA Smásaga eftir Margaret E. Brown Úr safni Alfreds Hitchcock Þér vitið, kæri faðir, að það sem er gremjulegast við nöldur, nudd og suð, umvandanir og siðaprédik- anir er að það leynist mikill sann- leikur í þessu, að ekki sé minnst á spak- mælin og málshættina: sjaldan er flas til fagnaðar; ekki er ráð nema í tíma sé tekið... Myrtle var sýknt og heilagt með eitthvað þessu líkt á vörunum. Og hún hafði rétt fyrir sér þegar allt kom til alls... „Þú drepur þig á þessum reykingum. Þær verða þinn bani,“ sagði hún þegar hún var orðin leið á að fárast yfir öllum göllum nn'num. „Það er ekki verið að hugsa um mig. Húsið er fullt af reykjarstybbu daginn út og daginn inn, svo að maður ætlar alveg að kafha. Maður hefur ekki undan að losa öskubakkana. Þú stráir öskunni út um alla íbúðina." Hún skildi eftir tímarit á áberandi stöðum; þau voru opin og hring hafði ver- ið slegið með rauðum blýanti utan um greinar sem fjöiiuðu um skaðsemi reyk- inga; hversu hættulegt það væri að reykja í rúminu og svo framvegis. Og hún hafði al- veg sérstakt yndi af að lesa upphátt minn- ingargreinar um fólk sem hafði iátist úr lungnakrabba. „Þú gætir hætt ef þú reyndir það. Það eina sem þarf er ofurlítil skapfesta og vilja- styrkur." Þegar ég gerðist eitt sinn svo djarfur að benda henni á að skapfesta væri ekki henn- ar sterkasta hlið - henni hefði ekki enn tekist að megra sig þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir — þá varð hún bálreið. „Þú veist vel að það eru röng efnaskipti sem valda því að ég er svona feit. Auk þess er þetta í ættinni og ekki get ég gert að því. Það þýðir ekkert fyrir þig að reyna að skipta um umræðuefni. Það er margsannað að reykingar stytta ævi mannsins um mörg ár. Heidurðu að mig langi tif að verða ekkja á besta aldri.“ Hún varð svo æst og reið að hún varð að hugga sig og róa með því að stinga upp í sig hnefafylli af súkkulaði. Ég fúrðaði mig oft á hversu Myrtle lét sér annt um líf mitt og heilsu. Ekki stafaði það af ást til mín; hún slokknaði strax á fyrsta ári hjónabands okkar fýrir átján árum. Og fyrir líftrygginguna mína gæti hún með góðu móti fætt sig og klætt og keypt sér nóg súkkulaði. Ef til vill hélt hún að það væri skylda eiginkonunnar að hafa áhyggjur af heilsu mannsins síns. Eða kannski hélt hún að hún mundi hreinlega sakna þess að hafa engan til að rífast við þegar ég væri kominn undir græna torfú. Hvers vegna hélt ég áfram að búa með henni? Af vana, býst ég við. Þar að auki má geta þess að hún var góð húsmóðir, hélt húsinu hreinu og snyrtilegu, eldaði frá- bæran mat — og var svo feit að ég þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur af að hún gerðist mér ótrú! Ef hún hefði ekki verið svona mikil refsi- norn reikna ég með að við hefðum getað lifað saman í hamingjusömu hjónabandi eins og annað fólk. En hún gat ómögulega skilið að ég hafði ekki minnsta áhuga á að hætta að reykja. Það var hið eina sem ég hafði verulega nautn af í lífinu. Við áttum engin börn og mér leiddist í vinnunni. Ég er ómannblendinn og seintekinn og á því fáa vini. í tómstundum mínum gerði ég ekkert nema að lesa bækur eða horfa á sjónvarp. Reykið þér, kæri faðir? Ekki það? Þá vitið þér heldur ekki hvílík sæla það er að drekka tvo bolla af heitu, svörtu kaffi eftir góðan morgunverð og opna dagblaðið sitt um leið og maður kveikir í fyrstu sígarettu dagsins. Hvílíkur ilmur berst ekki að vitum manns þegar eldspýtan snertir enda sígar- ettunnar! Maður tottar svolítið til þess að logi vel í henni, síðan andar maður djúpt að sér og allur líkaminn hvílist og endur- nærist. í vinnunni dregur það úr tauga- spennunni að fá sér að reykja öðru hverju; eftir góðan reyk er miklu betra að einbeita sér. Á kvöldin er ekkert eins þægilegt og sefandi og sitja í hægindastól með bók í annarri hendi og sígarettu í hinni; horfa á blátæran reykinn liðast mjúklega upp í loftið. Og það var svo sannarlega reyking- 40 VIKAN 6. TBL. 1990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.