Vikan - 22.03.1990, Page 43
5MA5AC5A
unum að þakka að ég gat afborið nöldrið í
Myrtle — furðu lengi.
En ég hlýt að hafa hundsað umkvartanir
hennar einum um of því að síðastliðinn
vetur var hún orðin staðráðin í að ég
skyldi hætta að reykja, hvað sem það kost-
aði. Fram að þeim tíma höfðu þetta ein-
ungis verið smáskærur hjá okkur; nú hafði
hún hins vegar sagt mér algert stríð á
hendur.
Hún byrjaði á því að skilja öskubakkana
eftir í eldhúsinu undir því yflrskini að hún
hefði þvegið þá og gleymt að setja þá aftur
inn í stofuna. Með þessu móti gat hún
neytt mig til að fara fram í eldhús og sækja
mér sjálfur öskubakka. Einnig fór það í
vöxt að hún „gleymdi" hvar hún hafði sett
eldspýturnar síðast. Og hún kvaðst ekki
hafa hugmynd um hvernig stæði á því að
síðustu tveir eða þrír pakkarnir í hverju
sígarettukartoni hurfú ævinlega.
„Er það mér að kenna þótt þú reykir svo
mikið að þú vitir ekki einu sinni hvað þú
átt marga pakka eftir,“ sagði hún og setti
upp fýrirlitningarsvip.
Þegar hér var komið sögu tók ég upp á
því að fela sígarettupakka víðs vegar um
íbúðina. Um leið og Myrtle kom upp um
einn felustað fann ég mér annan. Þetta var
orðinn æsandi leikur og býsna spennandi.
Besti felustaðurinn minn var ofan í kassa
með megrunarkexi sem hún hafði eitt sinn
keypt. Þann stað fann hún aldrei!
Ég veit ekki hversu lengi við hefðum
haldið svona áfram ef ég hefði ekki orðið
fýrir því óláni að fótbrjóta mig. Ég datt
ofan af stól þegar ég var að ná í sígarettu-
pakka á prýðilegum felustað uppi á efstu
hillu í þvottaherberginu, bak við nokkur
handklæði.
Þegar ég datt kom Myrtle æðandi upp
stigann og þrátt fyrir svíðandi sársauka og
hálfgert yfirlið komst ég ekki hjá því að
skynja sigurglottið á bústnu andliti hennar
þegar hún sagði:
„Ég vissi alltaf að sígaretturnar mundu
verða þinn bani!“
Þegar ég vaknaði aftur til fullrar meðvit-
undar lá ég í rúminu og Mason læknir var
að ganga frá umbúðamiklu gifsi utan um
fótinn.
„Fáeinar vikur í rúminu, mánuð á hækj-
um og svo verður þú orðinn góður," sagði
hann við mig glaður í bragði. „Þetta er
ekki opið beinbrot og þú mátt þakka fyrir
að þú skyldir ekki hálsbrjóta þig. Ég lít aft-
ur inn til þín eftir nokkra daga.“
Að svo mæltu fór hann og þar með var
ég orðinn með öllu sambandslaus við um-
heiminn. Ég var enn dálítið ruglaður og
óstyrkur og gerði mér ekki ljóst hvað hafði
í raun og veru gerst fyrr en Myrtle færði
mér morgunmatinn í rúmið daginn eftir.
„Þetta var aíbragðsgóður matur hjá
þér,“ sagði ég við hana um leið og ég
teygði mig eftir nýjustu bókinni, sem eftir-
lætis höfundurinn minn hafði sent frá sér.
Hún hafði sótt hana handa mér í bókasafn-
ið. Á þessari stundu var mér mjög hlýtt til
hennar, kæri faðir. Það er hverju orði
sannara.
„Þú ert á margan hátt mjög góð eigin-
kona, elskan mín,“ sagði ég við hana og
hafði þá í huga morgunmatinn, ilmandi
kafflð, bókina og nýþvegin náttfötin. „Ég
er þér þakklátur fyrir umhyggjuna, ljúfan
mín. Ég veit að þú þarft að hafa mikið fyrir
mér meðan ég ligg.“
Myrtle stóð þegjandi við dyrnar og
brosti gleitt. Ég opnaði bókina og fálmaði
eftir sígarettunum á náttborðinu. Þegar ég
varð var við að þær voru þar ekki leit ég
upp og horfði andartak framan í Myrtle.
Hún brosti enn og það var sannkallað sig-
urbros.
„Þetta er ekkert hlægilegt," sagði ég og
reyndi að sýnast rólegur. „Komdu með
sígaretturnar mínar!“
„Nei,“ öskraði hún sigri hrósandi. „Ég
hélt þú hefðir Iært þína lexíu þegar þú
dast af stólnum og fótbraust þig. Hvað var
það sem olli slysinu? Voru það kannski
ekki sígaretturnar?"
„Nei, það stafaði af því að þú neyddir
mig til að fela þær. Ég hefði átt að lemja
þig þegar þú byrjaðir á þessum fjanda."
„Þú að lemja mig! Ja, heyr á endemi!"
Hún hallaði sér yflr rúmstokkinn, hóf
vísifingur hægri handar á loft og sagði með
svo sterkum áherslum að kinnarnar skulfú:
„Ég skal láta þig vita það að þú ferð eng-
ar sígarettur. Ég mun elda góðan mat
handa þér og færa þér hann í rúmið; ég
mun dekra við þig eins og ég get og reyna
að gera þér leguna sem þægilegasta. En þú
ferð ekki eina einustu sígarettu."
Hún sléttaði hrukkur á kjólnum í mitt-
inu, sem raunar ekkert var, og hélt síðan
áfram:
„Ég ætla ekki að horfa upp á þig fá
lungnakrabba. Núna er einmitt rétti tím-
inn fýrir þig til að hætta að reykja."
Hún safnaði saman diskunum, gekk
þungstíg út úr herberginu og þar með var
það ákveðið. — Hvorki bænir né formæl-
ingar gátu breytt ákvörðun hennar. Hún
var óhagganleg — eins og klettur. Eftir
fyrsta daginn var ég of stoltur til að gera
nokkrar ráðstafanir til að verða mér úti um
tóbak. Enda vissi ég að vonlítið var að mér
tækist það.
Ég óskaði þess heitt og innilega að ég
hefði slasað mig á einhvern annan átt, til
dæmis handleggsbrotnað. Þá hefði ég þó
að minnsta kosti verið rólfær.
Myrtle stóð við orð sín. Hún stjanaði og
dekraði við mig eins og hún mögulega gat.
Hún lét flytja sjónvarpið upp í herbergið
til mín, hún sótti fyrir mig nýjar bækur á
bókasafnið og keypti handa mér alls konar
tímarit. Og ekki var maturinn dónalegur
hjá henni. En löngunin í tóbak varð stöð-
ugt sterkari. Það var sama hvað ég tók mér
fýrir hendur eða hvert ég leit. Alls staðar
þurfti eitthvað að blasa við mér sem
minnti mig á reykingar.
Ég hafði aldrei fyrr gert mér ljóst að
starfsemi sjónvarpsins byggðist í raun og
veru á auglýsingum tóbaksframleiðenda.
Ég lá hreyfingarlaus og hjálparvana í rúm-
inu og horfði á hvern stórleikarann á fetur
öðrum lýsa dásemdum tóbaksreykinga.
Svitinn spratt fram á enninu á mér og
stundum titraði ég og skalf.
Ekki tók betra við ef ég reyndi að blaða
í tímaritunum. Um leið og ég opnaði þau
blöstu við mér litríkar tóbaksauglýsingar.
Og ef ég opnaði bók þurfti ég endilega að
detta ofan á skáldlega lýsingu á því hvern-
ig söguhetjan sogaði að sér reyk af hreinni
nautn.
Næstu tveir dagar ætluðu aldrei að líða,
enda þótt Myrtle hefði ekki undan að fylla
sælgætisskálina sem hún hafði látið á nátt-
borðið hjá mér í staðinn fyrir öskubakk-
ann. Ég bruddi sælgætið í gríð og erg en
ekkert dugði. Gremja mín og geðillska yflr
tóbaksleysinu fóru vaxandi með hverri
mínútu sem leið.
„Þú lifir þetta af. Og sá dagur kemur að
þú munt verða mér þakklátur fyrir að hafa
gert þetta,“ sagði Myrtle huglireystandi.
„Þakklátur!" hvæsti ég. „Um leið og ég
kemst á lappir aftur fer ég og stíg ekki
framar feti inn í þetta hús!“
Fyrstu dagana reyndi ég að hugsa ekki
um hana en nú stóðst ég ekki lengur
mátið. Hún var orsök og ímynd kvala
minna og vonleysis.
Á fjórða degi braut ég odd af ofteti
mínu og reyndi að hræra hjarta hennar til
meðaumkunar.
„Bara eina,“ grátbað ég. „Það skaðar ekk-
ert þótt ég reyki eina sígarettu."
,Jú, það skaðar víst. Þá sækir allt í sama
farið hjá þér aftur," svaraði hún misk-
unnarlausri röddu um leið og hún beygði
sig niður á gófflð til þess að taka upp blöð
sem ég hafði lagt þar frá mér.
„Þú gerir þér það kannski ekki ljóst en
þú ert þegar kominn yfir erfiðasta
hjallann."
Hún var svo sigurviss og örugg að ég gat
ekki þolað hana lengur.
Án þess að hugsa mig um sveiflaði ég
brotna fætinum og hjó gifsinu, sem vó
sextán pund, beint í höfuðið á henni. Ég
öskraði af sársauka og vonleysi og hjó
fætinum aftur og aftur í höfuðið á henni.
Loks fann ég svo til að ég féll í yfirlið.
Dyrabjallan vakti mig og ég heyrði rödd
Mason læknis niðri í forstofúnni:
„Er nokkur heirna?"
Lögfræðingur minn hafði það eitt fram að
færa mér til málsbóta að ég hefði verið
gripinn stundarbrjálæði. Og enda þótt
maður eigi heimtingu á að vera dæmdur af
jafningjum sínum er ég sannfærður um að
enginn stórreykingamaður hefúr verið í
hópi kviðdómendanna. En hvað um það:
Mér verður þó altént leyft að reykja
nokkrar sígarettur að lokum — í dauða-
klefanum.
En það sem mér fellur þyngst, kæri
faðir, er hversu rétt Myrtle hafði fyrir sér.
Enda þótt hún sé ekki lengur á meðal okk-
ar heyri ég stöðugt rödd hennar hljóma í
eyrum mínum:
„Var ég ekki búin að segja þér að
sígaretturnar yrðu þinn bani!“
Augnablik, hr. fangavörður: - Ég er ekki
búinn að reykja sígarettuna mína ennþá...
ó.TBL. 1990 VIKAN 41