Vikan - 22.03.1990, Blaðsíða 46
KVIKMYNDIR
Með Teri Garr í „The Conversation“. Garr og Hackman í „Full Moon in Blue í hlutverki Popeye í „The French Con-
Water“. nection".
„Ég vildi ekki leika í henni.
Ég hafði þegar neitað því
tvisvar. Þá forfallaðist George
Segal, sem átti að leika hlut-
verkið, og hljóp ég í skarð-
ið...peningarnir freistuðu mín.
Ég myndi enn taka að mér
hlutverk peninganna vegna. Ég
gerði það í Supennan IV. Ég sé
ekkert athugavert við það. Ég
hef aldrei leikið í mynd sem
ég skammast mín fyrir. Það er
ekki eins og ég hafi komið
fram nakinn og óski þess að
hafa aldrei leikið í þeim.“
Hackman hafnaði á sama
tíma litlum hlutverkum í
„góðum“ myndum. Honum
Eftir hálfa öld? „Ó, þá verð ég
enn lifandi. En þá mun ég
aðeins gera þrjár myndir á
ári.“
var boðið hlutverk brjálaða
ofurstans í Apocalypse Now og
hlutverk Donalds Sutheriand í
Ordinary People. Hackman
hristir höfuðið yfir þessum á-
kvörðunum. „Ef lélegri leikar-
ar en ég hefðu fengið þessi
hlutverk er hugsanlegt að ég
hefði séð eftir því að hafa hafh-
að þeim,“ játar hann. „Ég verð
að segja að í öll þau hlutverk
sem ég hafnaði fengust að lok-
um leikarar sem veittu þessum
kvikmyndum eitthvað sem ég
hefði ekki getað."
„Hann getur greint kjarna
leikatriðis"
Ekki er svo að skilja að
Hackman sé ekki duglegur. Þar
er hann við hlið Michaels
Caine sem eftirlæti leikstjóra.
Sú staðreynd að hann kom
fram í ekki færri en fimm
myndum á síðasta ári ber því
líka vitni. En á sinn eðlilega og
látlausa hátt vísar Hackman
þeirri hugmynd á bug að hæfi-
leikar hans séu eitthvað sér-
stakir. Það er ekkert sérstakt
við þá, fullyrðir hann.
„Ég er búinn að vera tvö ár
að gera þessar myndir en fram-
leiðendur þeirra hafa bara
ákveðið að sýna þær núna,“
segir Hackman. „Ég er einmitt
á þeim aldri að ég get valið
um hlutverk. Eftir nokkur ár
verð ég aðeins í afahlutverk-
um. Það verður ekki skemmti-
legt.“
Leikstjóri Hackmans í Miss-
issippi Buming lítur góðan
árangur leikarans öðrum aug-
um. „Hann hefur unnið við svo
margar myndir að hann hefúr
sennilega meiri þekkingu en
ég,“ segir hann. „Hann hefur
þá náðargáfú að geta greint
kjarna leikatriðis og svo útilok-
að allt annað, eins og leikstjóri.
Útkoman er sá sannleikur sem
hann birtir okkur á hvíta tjald-
inu. Hann er sá leikari sem
kemst næst því að vera Spenc-
er Tracy nútímans." Það var
Tracy sem eitt sinn lét þau orð
falla að það væri dásamlegt að
starfa við Ieiklist - hefði hún
ekki náð tökum á manni.
Hlutverk Hackmans, eins og
í Mississippi Buming og Anoth-
er Woman, draga fram hinn
venjulega meðal-Jón. Han hef-
ur haft tilhneigingu til að halda
sig frá afar leikrænum hlut-
verkum og þjóðfélagsádeilum.
„Sjáðu til, mitt hlutverk sem
leikari er einfaldlega að fram-
fylgja því sem stendur í hand-
ritinu en ekki nauðsynlega að
úthrópa skoðanir mínar á sjálf-
um mér. Það sem ég geri er —
að leika. Sem leikari mundi ég
leika nasista, jafnvel þótt per-
sónan væri mér ekki að skapi.
Óhæfur í ástarsenur
Auðvitað hefúr Hackman
komið sér undan að leika
myndarlegu, rómantísku hetj-
una. í Mississippi Buming var
hann samt sem áður aðalkyn-
táknið, þrátt fyrir búlduleitt
andlitið og augljósan björgun-
arhringinn. Frances McDor-
man, sem lék Suðurríkjakon-
una sem Hackman heillaði,
segir: „Gene hefúr sérkenni-
legan, dásamlegan kynþokka.
Það er ekki sá hefðbundni sem
einkennir Mel Gibson og Paul
Newman. Hann stafar frá per-
sónuleika hans. Gene er mað-
ur sem veit nákvæmlega hvað
hann vill. Það er örvandi að sjá
sjálfsöryggi hans.
Hackman er sjálfúr ekki jafn-
borginmannlegur. „í handrit-
inu var í fyrstu gert ráð fyrir
svona hreinni og beinni ástar-
senu,“ rifjar Hackman upp
hlæjandi. „Nú, það var að sjálf-
sögðu ekki hægt. Ekki með
þennan skrokk.“
Ef til vill er þetta einn helsti
mínusinn á ferli Hackmans.
Allan þann tíma sem það hefúr
tekið að byggja upp traust álit
í Hollywood hefur hann aldrei
haft tækifæri til að fást við ekta,
rómantískt aðafhlutverk.
„Þetta er sorglegt," segir hann
alvarlegur. „Errol Flynn var
átrúnaðargoð mitt þegar ég
var ungur. Ég vildi verða eins
og hann, gera það sem hann
gerði í kvikmyndunum. En
þegar ég leit í spegilinn varð
mér hinn sári sannleikur ljós.
Meira að segja núna finnst mér
ég vera eins og Errol Flynn á
meðan ég er að leika í
kvikmynd. Þegar ég svo horfi á
myndina lít ég út eins og Wall-
ace Beery. Það er reyndar svo
44 VIKAN 6. TBL. 1990