Vikan


Vikan - 22.03.1990, Síða 47

Vikan - 22.03.1990, Síða 47
KVIKMYNDIR Atriði úr kvikmyndinni „Missiissippi Buming“ sem Háskóla- bíó sýndi við mikla aðsókn á síðasta ári. komið að ég get varla lengur horft á myndirnar mínar.“ Ekki nennt að sjá sumar mynda sinna Þess má reyndar geta að margar kvikmyndir, sem hann hefur leikið í, hefur hann ekki nennt að horfa á. Ein þeirra er Doctors' Wives. „Ég sé hana einhvern tíma. Ég býst við að ég geymi hana til elliáranna þegar hún skiptir mig ekki lengur neinu máli.“ Næsta verkefni hans verður að leikstýra kvikmynd, í fyrsta sinn á ferli sínum. Hann hefur valið verkefni sem óneitanlega er ekki í Hollywood-stíl. Hann mun stjórna kvikmyndun á metsölubókinni The Silence of the Lambs eftir Timothy Harris. Enn hefur hann ekki mannað myndina né samið að fúllu við þann sem á að skrifa handritið. En þegar því er lokið, hversu kröfúharður verður þá „perfexjónistinn“ við starfsfólk sitt? „Leikarar þurfa að óttast leikstjórann" „Ég mun krefjast þess sama af leikurum og ég krefst af mér sjálfum. Stundvísi. Hafa á hreinu til hvers er ætlast af hverjum og einum. Vera fag- mannlegur. Þegar ég ræð leikara er sumt sjálfgefið. Ég veit að hann eða hún ræður við hlutverkið og hefur mikla hæfileika og reynslu. Ég vona líka að ég geti tekið eitthvert tillit til þarfa leikaranna. Leikarar eru viðkvæmar sálir. Ef leikari er einhvers virði reynir hann að gera einmitt það sem leikstjórinn vill að hann geri. Þegar leikari, sem stendur fyrir framan myndavélarnar og 90 manns sem bíða eftir að hann leiki, gerir mistök verður hann að finna fyrir umhyggju hjá leikstjóranum. Það verða allir að vinna saman. Bestu kvikniyndirnar eru þær þar sem vottar fyrir ótta við leik- stjórann, ótta við það hvað hann gerir ef einhver rýfur eininguna. Ég vona að slíkt andrúmsloft verði hjá starfsliði mínu.“ Þegar þessu verkefni lýkur mun Hackman hafa verið við- riðinn nærri 60 myndir. Hvernig vonast hann til að starfsferils hans verði minnst eftir hálfa öld? „Ó, þá verð ég enn Iifandi,“ segir hann bros- andi. „En þá mun ég aðeins gera þrjár myndir á ári.“ MYNDIN SEM ENGINN ÞORÐI AD FRAMLEIÐA ■ Á næstunni mun Laugarásbió taka til sýningar mynd- ina Fæddur fjórða júlí (Born on the Fourth of July). Gerð myndarinnar hefur ekki gengið átakalaust fyririsig og í ellefu ár hefur handrit að henni verið að veltast milli manna. Engin'n þorði að Igta reyna a hvort gerð hennqr borgaði sig Fæddur fjórða júlí er byggð á bok sem Fton Kovik skrifaði um reynslu sína í Vietnamstriðinu og árin eftir striðið. Sagan kom ut árið 1976 og hlaut góðar viðtökur. Fyrst var það Al Pacino sem kom að máli við Kovik og sagðist hafa áhuga á að gera bíómynd um reynslu hans. Framleiðandinn átti að vera Martin Bregman og leikstjóri Daniel Petrie. Pacino ræddi við Kovik um strið- ið og heimkomuna. Þeir fóru ut um allt saman og Kovik fór að lifa lífi þeirra ríku og frægu og stundaði skemmti staðiná og samkvæmin meö Pacino af fullum krafti. (Pacino virtist hafa mikinn áhuga á myndinni.) Dag einn hittust þeir félagar á bar í New York. „Pacino kom inn eins og í senu if Godfathei (en þar lék hann Corleone) og ég var viss um aö nú myndi hann kyssa mig á báðar kinnar áður en hann léti mig hafa það. Al Pacino var búinn að raka af sér skeggið og þá vissi ég að nú væri þetta búið," segir Kovik. Þetta átti sér stað aðeins fjórum dögum áður en upptökur áttu að hefjast. Aöeins fjórum dögum áður en hætt var við myndina hafði Pacino haldið upp á 32ja ára afmæli Kovik. Þar voru stjörnur á borð viö! Robert De Niro og Carol Kane. Kovik var sagt að hann hefði firnrn daga til.'að yfirgefa hótelherbergið sem hann hafði í New York. „Eg fór í Stúdíó 54 og eigandinn, sem haföi alltaf tekiö á móti mér og boðið mig velkominn, kom nú og sagði: „Hver ert þú?" Ég yfirgaf New York það sama kvöld. Eg er viss um aö ef Pacino hefði haft áhuga á mynd- inni hefði hann getað komið henni i framleiðslu. Hann hafði nafnið til þess, maðurinn sem gerðifDog DayAfter- noon, Serpico og tværf Godfathei myndir." Það var einn maður sem alltaf hafði jafnmikinn áhuga á myndinni, handritahöfundurinn Oliver Stone, en eng- inn vildi hlusta á hann. Þaö var ekki fyrr en Stone fékk óskarinn fyrir að skrifa handritiö að myndinnif Midnight Express sem hann fór að geta beitt sér eitthvað. Samt gekk allt á afturfótunum. Stone var með tvö handrit, Platoon og Fæddur fjórða júlí, og alls staðar var Fædd- ur fjórða júlí hafnaö. Menn eins og*Ned Tanen hjá Un- iversal sögðu nei. „Mér er sama þó þú hafir Al Pacino eöa jafnvel^Marlon Brando, þessi mynd mun aldrei skila arði," sagði1 Tanen. „Svona menn segja þér ekki af hverju. Þú bara veist að þeir munu aldrei gera hana," segir Stone. Það var svo ekki fyrr en árið 1985 að^ Hendel Film Corporation gerði tveggja mynda samning við Stone: Salvadoi ogf Platoon. Platoon gekk mjög vel og fékk óskar. Stone var nú orðinn meira en handritahöfundur. Hann hafði einnig slegið í gegn sem leikstjóri. Allt þetta gerði honum kleift að ráðast í gerð myndarinnar Fæddur fjórða júlí. Stone átti samt eftir að finna leikara í hlutverk Kovik. Hann stakk upp á Tom Cruise en Kovik fannst þaö alveg út í hött. Maðurinn sem hafði leikið if Top Gun. mynd sem Kovik hataði, væri alls ekki sá rétti. Það kom samt að því að Stone fékk sitt fram og Tom Cruise fékk hlutverkið. Kovik taldi að allir ættu að fá sitt tækifæri og auk þess þekkti allur heimurinn Cruise svo hann yrði örugglega málstaðnum til framdráttar Svo fór að Cruise þótti standa sig frábærlega og nu þykir nokkuð líklegt aö myndin hreppi óskarsverðlaun þetta árið. R R 6.TBL. 1990 VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.