Vikan - 22.03.1990, Page 56
HANN ER RAKARI
Fjórdi rakarinn
í beinan karllegg
TEXTI: RAGNAR LÁR / LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON
Hann heitir Óskar Friðþjófsson,
kallaður Skari rakari meðal vina
og kunningja. Stofan hans heitir
Hárstúdíó Ness og er að Látra-
strönd 12 á Seltjarnarnesi. Faðir hans hét
Friðþjófúr Óskarsson, Árnasonar, Nikulás-
sonar. Árni var oftast kallaður Árni Nikk,
kom austan úr sveitum og setti upp rakara-
stofu við Kirkjutorg í Reykjavík, en þar er
rakarastofa enn. Árni Nikk varð fyrstur ís-
lendinga til að gera rakaraiðn að aðalstarfi.
Árni Nikk varð þjóðsagnapersóna í lif-
anda lífi og þekktur fyrir hnyttin tilsvör
og athugasemdir. Sem fleirum þótti Árna
sopinn góður. Eitt sinn gekk hann um Arn-
arhól ásamt kunningja sínum og var nokk-
uð timbraður. Komu þeir félagar þar að
sem róni hafði sofnað á túninu og lá
brennivínsflaska við hlið hans. Þá varð
Árna að orði: „Mikið lifandi skelfing á mað-
urinn gott.“
Eins og fyrr segir varð Árni fyrstur til að
setja upp rakarastofu í Reykjavík, en
skömmu síðar setti danskur maður upp
aðra stofú og síðan fjölgaði þeim eftir því
sem árin liðu og fólkinu fjölgaði í bænum.
Óskar Árnason tók við stofúnni af föður
sínum. Bræðurnir Friðþjófúr og Haukur
Óskarssynir námu fagið hjá föður sínum.
Haukur rak síðan stofúna til dauðadags.
Friðþjófur flutti hinsvegar til Húsavíkur og
setti á fót rakarastofu þar. Síðar flutti hann
til Akureyrar og loks til Reykjavíkur og
setti upp stofu á Skólavörðustíg 11.
Hýddur í herskóla
Óskar Friðþjófsson lærði iðnina hjá föð-
ur sínum á Skólavörðustígnum og er því
fjórði rakarinn í beinan karllegg.
„Ég ætlaði aldrei að verða rakari,“ segir
Óskar.
„Eftir mislukkað landspróf fór ég á
strangan herskóla í Englandi. Pabbi vildi
reyndar að ég lærði hjá sér, en ég vildi
heldur fara í enskan skóla. En dvölin þar
var skelfileg. Ég var sextán ára villingur og
fékk að kenna á aganum í skólanum eins
og fleiri nemendur. Ef við brutum hið
minnsta af okkur vorum við hýddir. Við
vorum látnir beygja okkur yfir stólbak og
síðan vorum við hýddir með bambuspriki,
allt upp í sex högg.
Ég kom heim í páskaffí og var nú tilbú-
inn að fara að læra hjá pabba. Ég vildi allt
til vinna að þurfa ekki aftur í skólann.
Stofan var á Skólavörðustíg 11 þegar
þetta var. Ég var svo feiminn fyrsta daginn
að ég kom ekki inn á stofuna. Ég var á
bakvið og kíkti fram á stofuna. Það voru
margar konur meðal viðskiptavina og þar
á meðal stelpur á mínum aldri. Pabbi hafði
byrjað á stuttum klippingum fyrir konur
og hárblástri og má segja að sú meðferð
hafi orðið að tískubylgju. Vegna feimninn-
ar var byrjunin alger martröð fyrir mig.
Framhaldsnám í Frans
Tvítugur lauk ég námi og fór þá í fram-
haldsnám til Frakklands og vann þar í eitt
ár. Til Frakklands komst ég fýrir tilstuðlan
Alberts Guðmundssonar.
Þegar ég kom frá Frakklandi var pabbi
orðinn veikur og flutti þá rakarastofúna
inn í Efetasund, þar sem heimili okkar
stóð. Hann byggði við húsið og opnaði þar
stofúna.
Faðir minn dó árið 1968 og tók ég þá
við stofunni. Þarna var ég svo einn í 19 ár
og vann eingöngu eftir pöntunum. Þá kom
að því að móðir mín seldi húsið og fór ég
þá að leita mér að öðru húsnæði fýrir stof-
una. Eftir langa leit og mikla umhugsun
tók ég húsnæði á leigu hér á Nesinu og lík-
ar staðurinn vel.“
- Nú klippa rakarar jafnt konur sem
karla?
„Það hef ég alltaf gert. Eins og ég gat um
áður þá klippti faðir minn bæði kynin og
hef ég jafnan gert það um mína rakaratíð.
Þróunin er líka sú að sífellt minni munur
er á rakarastofum og hárgreiðslustofúm.
Það er ekkert athugavert við það að konur
láti klippa sig á rakarastofum, eða karlar á
hárgreiðslustofum.“
Billjard, bridds og golf
— Hvað um tómstundirnar?
„Ég var mikið í billjard hér áður fyrr en
hætti fyrir fimmtán árum, en hafði þá
stundað billjard ffá unglingsárum. Ég hætti
þegar ég hafði unnið íslandsmeistaratitil-
inn, en um hann barðist ég við Stefán
Guðjohnsen. Ég hafði fengið mig fúllsadd-
an á billjard og hef ekki snert það síðan.“
— Hvað um briddsinn?
„Briddsinn hefur löngum verið í upp-
áhaldi hjá mér og geri ég talsvert af því að
spila bridds."
- Golfið?
„Ég er forfallinn golfari. Það má segja að
ég fari í golf, hvort sem ég hef tök á því
eða ekki. Golfið hefur líka gert mér gott.
Eins og fleiri í iðninni og öðru handverki
þjáðist ég af vöðvabólgu áður en ég hóf að
leika golf. En síðan ég byrjaði í þessari
skemmtilegu íþrótt hef ég ekki fúndið fýr-
ir vöðvabólgunni.
— Laxveiði?
„Ég fór talsvert í lax hér áður fýrr, en
það hefúr minnkað síðan ég byrjaði í golf-
inu. Það virðist yfirtaka annað tómstunda-
gaman hjá flestum sem í því byrja."
Mannleg samskipti
— Og þarna stendur hann við stólinn frá
morgni til kvölds. Til hans kemur fólk af
báðum kynjum og á öllum aldri. Tískan
breytist og fólkið breytist.
— Hvað segir viðskiptavinurinn þegar
hann sest í stólinn?
„Flestir eru ákveðnir og vita hvað þeir
vilja. Aðrir ræða málið og ýmsa möguleika.
Margir fastir viðskiptavinir segja sem svo:
„Þú hefur þetta eins og síðast." Marga hef
ég klippt árum saman og þekki háralagið.“
Stofan hans Óskars er snyrtileg og nota-
leg. Sumir viðskiptavinirnir líta inn ef þeir
eiga leið um, án þess að þeir þurfi á klipp-
ingu að halda. Þeir tylla sér niður, fá sér
kafifisopa og spjalla smástund. Margar sög-
ur eru til um rakarastofúr sem voru mið-
stöðvar mannlegra samskipta. Kannski eru
sumar stofúrnar þeirrar gerðar enn þann
dag í dag.