Vikan - 22.03.1990, Blaðsíða 58
5TJÖRI1U5PÁ
Hrúturinn
21. mars - 19. apríl
Þú hefur verið undir
miklu álagi að undanförnu og þú
átt mjög erfitt með að ná þér nið-
ur á jörðina eftir það. Langbesta
ráðið er að skipta um umhverfi
og mun sú breyting færa þér
margar ánægjustundir.
Nautið
20. apríl - 20. maí
Þér hefur fundist eins og
þér miðaði ekkert áfram í á-
kveðnu verkefni. En nú mátt þú
búast við að fara að sjá sólarsljós-
ið og þú verður fljótur að gleyma
öllum erfiðleikum er þeir verða
að baki.
Tvíburarnir
21. maí - 21. júní
Þú átt þér leyndan draum
sem þú óskar að rætist sem fyrst.
En þú mátt búast við að þurfa að
fórna einhverju í staðinn og ekki
er víst að allir í fjölskyldu þinni
verði jafnhrifnir af því.
Krabbinn
22. júní - 22. júlí
Þú mátt eiga von á heim-
sókn og mun viðkomandi færa
þér mjög girnilegt tilboð. Þú ætt-
ir að hugsa vel um alla þætti
málsins áður en þú tekur því,
fleiri tilboð leynast hinum megin
við hornið.
Ljónið
23. júlí - 23. ágúst
Einkalífið verður svolítið
stormasamt en þegar upp er
staðið uppgötvar þú að sökin
liggur alveg eins þín megin. Þú
verður að læra að stilla skap þitt
og telja upp að tíu áður en van-
hugsuð orð falla.
Meyjan
24. ágúst - 23. sept.
Framtíð þín hefur verið
nokkuð óörugg upp á síðkastið.
En nú bregður svo við að þú finn-
ur þig í nýju umhverfi og það á
eftir að gerast mjög margt
spennandi hjá þér næstu vikur og
mánuði.
Vogin
24. sept. - 23. okt.
Þú ert mjög félagslyndur
og þér þykir alltaf gaman að
kynnast nýju fólki. Þú færð mörg
tækifæri til þess á næstunni og
allt bendir til þess að næstu vikur
verði afskaplega líflegar hjá þér.
Sporðdrekinn
24. okt. - 21. nóv.
Einhver þér nákominn er
ekki ánægður með lífið þessa
dagana og þér gengur illa að
setja þig í hans spor. Reyndu
samt að líta á málið frá báðum
sjónarhornum, það getur hjálpað
viðkomandi mikið.
Bogmaðurinn
22. nóv. - 21. des.
Undanfarið hefur dag-
legt líf þitt tekið miklum breyt-
ingum. Þú munt eiga í einhverri
innri baráttu út af mikilvægri á-
kvprðun sem þú þarft að taka en
að lokum sérðu að þú gerðir það
eina rétta.
Steingeitin
22. des. - 19. janúar
Þú hefur einu sinni
brennt þig á ákveðnum mistök-
um og þú ætlar ekki að lenda í
því aftur. Einhver sýnir hugmynd-
um þínum ekki nægilega mikinn
áhuga og þér sárnar það. Láttu
það samt ekki á þig fá.
Vatnsberinn
20. janúar - 18. febrúar
Þú færð tækifæri til að
sýna ákveðinni manneskju að þú
kannt vel að meta það sem hún
hefur gert fyrir þig. Þú ættir að
gera meira að slíku, það gefur
lífinu aukið gildi.
Fiskarnir
19. febrúar - 20. mars
Þú hefur haft einhverjar
áhyggjur af fjárhagnum að
undanförnu. Öll slík vandamál
munu leysast á næstunni og þú
færð þar að auki möguleika á að
sýna sjálfstæði þitt og hvað í þér
býr.
~jr / GiJb 1/4 W5- FPtLUB kl TÍL- L6UOT- AA/bi' NiNfi F'fi- L6LT i HÖM U- St i/ L/Tt'LÍ- 0/fiTfi S TfifiNfi
WL \\ 3
fíl/iLbÍ Ib&SL-i >
/ OÍCaUÍ Nhíui þmviKA ÚT Tó/Jn HBSU'Ð CaBLT V >
c<r-
2 x X B.ía/5 i / -e > r
MuTUaJ
Möó'C. L\ /<A /4ELLfl 5 *> > V > i/ ’ i
i IfaJbi > * / V
í?EVa/A st&f v >
/ X 3 V <o buc,- LE&U/Í Ip
56 VIKAN 6. TBL. 1990
Lausnarorð í síðasta blaði 1-6: KÁLFAR