Vikan - 22.03.1990, Síða 65
unum einum saman: haldið
þéttingsfast á ávextinum í
lófanum og snúið hann í
sundur. Ef hann er mjög harð-
ur er gott að skera rauf í hann
með hnífl eða skera allan
hringinn en gætið þess að
skera ekki of djúpt. Með því að
fjarlæga helminginn af hýðinu
á þennan hátt kemur falleg
röðun ávaxtasneiðanna í ljós.
Hægt er að lyfta þeim varlega
úr hýðinu og aðskilja. Borðið
ávöxtinn eins og hann kemur
fyrir — bragðið eyðileggst ef
hann er soðinn.
Svínakjöt með
ananas og rambútan
Fyrir 4.
Undirbúið hráefnið fyrirfram
og eldið rétt áður en bera á
ffarn.
450 g svinalundir
8 vorlaukar
2,5 ctn (ca)af ferskti engiferrót
1/2 lítill, ferskur ananas
275 g rambútan eða lychee
2 msk. olía
1 tnsk. sérrí
1 msk. sojasósa
1 msk. (sléttfull) kartöflumjöl
200 ml Ijóst kjötsoð
salt og pipar
soðin hrísgrjón borin með
1. Fjarlægið fitu af svínakjöt-
inu. Skerið kjötið í þunnar
ræmur, um 5 cm langar. Sneið-
ið vorlaukinn (má nota
púrru), afhýðið og rífið engi-
ferrótina fínt og skerið ananas-
inn í bita. Skerið rambútan
ávextina í fjóra bita hvern.
2. Hitið olíuna á stórri pönnu.
Setjið svínakjötið á og eldið
við háan hita þar til það er orð-
ið gullinbrúnt. Þegar búið er
að steikja allt kjötið er hitinn
minnkaður og lauk og engifer
bætt saman við. Eldið í 2—3
mínútur og hrærið stöðugt í
á meðan. 3. Blandið saman
sérríi, sojasósu, kartöflumjöli
og kjötsoði og hellið út á
pönnuna. Látið suðuna koma
upp, hrærið í á meðan. Setjið
lokið á og látið malla yflr
lágum hita í 15-20 mínútur.
4. Bætið ananas og rambútan
út í. Hitið í 1 mínútu. Bragó-
bætið ef þurfa þykir.
Vínberja-
lychee-salat
Fyrir 4—6.
Reynið að finna nokkuð bragð-
mikil vínber, svo þau séu mót-
vægi við sætt bragð lychee-
ávaxtarins. Notið meira af
limesafa ef ykkur finnst þörf á.
275 gferskir lychee-.eða
rambútan-ávextir
225 g stór vínber, helst
steinalaus
25 g pistachío-hnetur
4 msk. olía (valhnetu)
2 lime-ávextir salt og pipar
1 lítill haus jöklasalat
1. Skerið hvern ávöxt í fjóra
bita. 2. Helmingió vínberin;
fjarlægið steina ef þarf. Afhýð-
ið og saxið pistacío-hneturnar
gróft. 3. Pískið olíuna og 3-4
msk. af limesafa saman.
Kryddið. Blandið ávöxtum og
hnetum saman við. Setjið lok
yfir og kælið í ísskáp. 4. Tætið
salatblöðin með fingrunum,
nokkuð smátt, og skiptið þeim
á 4—6 litla diska. Skiptið salat-
inu jafht á diskana.
Jæja, Rita mín!
Hvenær telur þú
tímabært aö losa þig
viö Gauta?!!
6.TBL 1990 VIKAN 63