Vikan


Vikan - 06.09.1990, Qupperneq 9

Vikan - 06.09.1990, Qupperneq 9
mjög Einar H. Kvaran höfðaði til mín. Síðar las ég meðal annars Martinus og fleiri. Þegar ég kynntist reglu Jötusystkina fann ég mig endan- lega kominn heim. Þessi regla er byggð á jóga. I raun og veru veit ég ekki mikið um jóga þar sem ég hef einungis æft það I þrjú ár. Eins og ég skil það þá er jóga fyrst og fremst æfinga- kerfi í því að verða rólegri og yfirvegaðri og betri maður. Maður reynir að auka sitt eigið Ijósmagn og samband sitt við guð. Sumir telja að jóga og kristin trú stangist á. Slík hugsun er mér óskiljanleg. í jóga rís maðurinn hæst í kærleika til alls sem lifir. í þeim ræðum sem ég læri þarna er lögð höfuðáhersla á fyrirgefning- una. Maður, sem er reiður, hættir að þroskast. Ég sé ekki að þetta sé andstætt kenningum Krists. Þvert á móti. - Nú er hugleiðsla hluti af jóga. Hugleiðir þú daglega? Já, á hverjum morgni hugleiði ég og geri öndunaræfingar í allt að eina klukkustund. Mér er þetta mjög mikilvægt og reyndar mun mikil- vægara en að borða morgunmat enda er ég löngu hættur að eyða tíma I það. - Sumum finnst án efa mikið að eyða klukkustund daglega til slíkra hluta. Já, víst er það en menn verða líka að velja til hvers þeir vilja eyða tlma sínum. Hjá mér er það engin spurning enda þessi klukkustund á morgnana orðin sá liður í lífi mínu sem ég síst vildi vera án. Hugleiðslan gefur svo mikið, með henni næst andleg og líkamleg ró sem gerir mann sterkari og betur undirbúinn til að takast á við daginn. Mér hefur oft dottið í hug að rétt væri að taka einhvers konar hugleiðslu inn f skólakerfið en er þó Ijóst að við eigum langt í land með aö það verði að veruleika. En ég myndi einlæglega ráðleggja öllum aö temja sér einhvers konar hugleiðslu. - Æfir þú hlaupin að lokinni hugleiðslu á morgnana? Ekki geri ég það nú á hverjum degi. Ég reyni að hlaupa eins oft og ég get. Það er yndislegt að hlaupa, maður kemst í svo gott samband við náttúruna. - Hvenær hófst þú að æfa maraþon- hlaup? Það er nú saga að segja frá því. Þegar ég kom að Staðarfelli sem áfengisráðgjafi haustið 1980 var ég allt of feitur, þreklaus reykinga- maður. Ég var svo illa á mig kominn líkamlega að ég gat varla gengið upp litla brekku án þess að blása eins og smiðjubelgur. Ég sá að við svo búið mátti ekki standa og ákvað að gera eitthvað f þessum málum. Við mikla kátfnu samstarfsmanna minna byrjaði ég að hlaupa og komst ekki lengra en 300 metra í fyrstu at- rennu. En vinur minn, Grettir Pálsson, sem þar var þá forstöðumaður, hvatti mig eindregið og ég hélt áfram og smábætti getu mína. Um vor- ið var ég farinn að geta hlaupið fleiri kílómetra og þá bætti ég enn um betur og hætti einnig öllum reykingum og bætti þar með líðan mína og ástand enn meir. Hlaupin urðu mér síðan mikil árátta og ég hljóp hvenær sem ég hafði til þess tíma. Ég fór einnig að taka þátt i alls kyns víðavangshlaupum og kynntist við það mörgu skemmtilegu fólki. Alls staðar þar sem hlaup var, þar var ég, í Bláskógaskokkinu, Álafoss- hlaupinu, (R-hlaupinu að ógleymdu Reykjavík- urmaraþoninu. Ég hleyp enn þótt það sé ekki eins mikið og áður og nýt þess alltaf jafnmikið að vera úti í náttúrunni. - Þér er auðheyrilega mikils virði sam- veran við náttúruna. Hvernig líst þér á ást- and náttúrunnar nú og hvernig sérðu fyrir þér framtíð hennar? Þar spyrð þú um veigamikið atriði og mér mjög hugleikið. Sjáðu til, jörðin er lífvera og þarf að umgangast hana sem slíka. Það er að segja að tilfinningar hennar, þarfir og langanir séu virtar. Við höfum farið illa með jörðina, henni hefur verið misboðið og misþyrmt. Jörð- in er svo góð og kærleiksrík að við mennirnir höfum líklega aldrei náð þeim þroska sem til þarf til að skilja hana. Hún hefur alið okkur, fætt og klætt á meðan mennirnir ganga að henni sem dauðum hlut og misþyrma henni með mengun, efnavinnslu og drápum á börn- um hennar. Ég tel að svo sé komið að þessi kærleiksríka vera, sem jörðin er, sé að gefast upp á okkur. Hún verður að sporna gegn þeirri meðferð sem hún hefur orðið fyrir því hún mun ekki láta útrýma sér. Jörðin verður að bjarga sjálfri sér enda er það hennar hlutverk að gera það. Hún mun því hrista okkur af sér og losa sig við okkur eins og hverja aðra óværu. Eina vonin er að menn sjái að sér og fari að um- gangast jörðina á réttan hátt. Eins og málin standa í dag er ég ekki bjartsýnn, menn spilla hreina vatninu, hreina loftinu, grafa upp málm- ana, drepa dýrin og fylla hér allt af reyk og óþverra. Við getum verið þess fullviss að þetta verður stöðvað og það mun jörðin gera. Jafn- vel þótt hún elski okkur og vilji það ekki þá verður hún að losna við okkur til þess að halda lífi sjálf. Það er óskapleg þjáning í heiminum í dag, þjáning sem bitnar mest á jörðinni. Við drepum hvert annað, við drepum dýrin og kveljum okkur sjálf. Móðir okkar jörðin þjáist með okkur öllum. Eina von okkar er að maður- inn breyti hegðan sinni og komi þar með I veg fyrir óumflýjanlegan harmleik. - Hvaða leiðir vilt þú benda á til úrbóta? Regla Jötusystkina gaf fyrir skömmu út bók sem heitir Hinn leyndi sannleikur. Þar kemur fram hvernig fólk eigi að bregðast við þvi ástandi sem nú ríkir. Fólk er hvatt til að þroska sig frá þeim lifnaðarháttum sem nú tíðkast. Það liggur hjá manninum einum að breyta rikj- andi ástandi. Til þess verður hann að nota sinn frjálsa vilja og það er til einskis að líta til æðri máttarvalda og vænta hjálpar því hún kemur ekki. Hinn frjálsi vilji mannsins er heilagur og þar gripur enginn inn í. Svo mörg voru þau orð. Vikan þakkar Ragn- ari Inga Aðalsteinssyni fyrir viðtalið, margs vís- ari. Líklega hefði mátt minnast örlítið meira á skáldið Ragnar Inga í þessu viðtali en til að bæta úr því fengum við að láni til birtingar Ijóð sem hann orti nú síðsumars 1990. SÍÐSUMAR Þessi tími með farfuglsins lofgjörðarljóðum er liðinn. Það rökkvar á norðurslóðum. Jörðin á leið sinni veltir vöngum með vaggandi hreyfingum, mjúkum og löngum. Nóttin oss vefur vinsemd og hlýju. - Það vorar í staðinn í Ástralíu. 0 i/7GlíI7XlJG NÝTT TÖLUBLAD KOMID Á 600 SÖLUSTAÐI imm.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.