Vikan - 06.09.1990, Qupperneq 14
„Það hendii
enginn upp
sýningu
einsog
ekkert sé“
Það er ætlunin að
skyggnast aðeins inn í
nám ( Myndlista- og
handíðaskóla Islands. Þettaer
fjögurra ára nám, fyrsta árið er
undirbúningsnám en svo er
valin deild og þaðan útskrifast
fólk eftir þrjú ár. Deildirnar,
sem hægt er að velja um, eru
nýlistadeild, grafíkdeild, graf-
ísk hönnun, málun, skúlptúr,
textíldeild og leirlist.
„MYNDLIST GETUR
VERIÐ SVO MARGT“
« Þórunn Hjartardóttir, myndlist-
§= arkona og dagskrárþula í sjón-
i varpi, útskrifaðist úr Myndlista-
£ og handíðaskólanum fyrir
S þremur árum, úr nýlistadeild.
< Hún hélt nýlega sína fyrstu
einkasýningu og var það sýn-
m ing á málverkum. Þórunn ætl-
3 ar að fræða okkur um nám sitt
„Mér fannst námið í nýlista deild mjög skemmtilegt og þar lærir maður að standa á eigin fótum,"
segir Þórunn Hjartardóttir, sem útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum fyrir þremur árum.
[ nýlistadeild í von um að það
gagnist þeim sem hafa áhuga
á „list“ og hafa hug á að
stunda nám í Myndlista- og
handfðaskólanum.
„Ég byrjaði á því að fara í
grafíkdeild þó svo ég hefði allt-
af verið ákveðin ( því að út-
skrifast úr nýlistadeild. Þar
lærði ég helstu aðferðir við
graf ík sem getur komið sér vel
seinna því það getur vel verið
að seinna hafi ég áhuga á að
vinna grafíkverk.
Frh. á næstu opnu
ÞÓRUNN HJARTARDÓTTir
MYNDUSTARKONA OG DAGSKRÁRÞUD
\
14 VIKAN 18. TBL.1990