Vikan


Vikan - 06.09.1990, Side 31

Vikan - 06.09.1990, Side 31
Hún virtist líða í gegnum þessa hversdags- legu hluti eins og í draumi. Þrátt fyrir allt þetta hefðu þau líklega getað hangið saman allt lífið ef Frank hefði ekki hitt aðra konu í tennisklúbbnum þar sem hann var vanur að vera á hverjum laugardagseftirmið- degi. Einn daginn fékk hann sérstaklega að- laðandi, fráskilda konu sem mótsþilara. Hún var lagleg og ansi hressileg, í stuttum lérefts- buxum. Hún vann með yfirburðum. Eftir leikinn sátu þau í skugganum og drukku martini. Frank komst að því að hún var jafnelskuleg og hún var lagleg. Næstu vikur hirti hann ekki um að segja Amy hve oft hann lék tennis og golf við Sylviu Morton. En Amy komst að því eitt sumarkvöld. Amy sat með vinkonu sinni á veit- ingahúsi og sá Frank koma inn með Sylviu. Hann hafði sýnilega drukkið of mikið og gætti sín ekki, hann faðmaði Sylviu að sér en Amy horfði á, nábleik og skömmustuleg. - Ég vil skilnað, sagði hann seinna um kvöldið þegar þau voru að rífast í dagstofunni heima hjá sér. - Já, en það vil ég ekki, sagði Amy og sýndi nú meira hugrekki en hún hafði nokkru sinni áður haft kjark til aö sýna. - Ég elska þig, Frank. - Ég elska þig ekki, sagði frank. - Þú veist það jafnvel og ég að við erum ekki hamingju- söm saman. - Jú, ég er hamingjusöm, sagði Amy og virtist vera í miklu uppnámi. - Ég er það ekki og ég vil skilja við þig, sagði Frank. - Hvernig ætlarðu að fara að því? spurði Amy með hægð. - Ég hef aldrei gert neitt af mér. - Þú hefur hreinlega aldrei gert neitt sem rétt er eða gagnlegt, öskraði Frank. - Þú ert geðveik, ábyrgðarlaus gæs og mér býður við að horfa á þig! Amy horfði á hann dauðskelkuð. Hún var sein til reiði eins og til annarra tilfinninga en þegar hún fór að hugsa um samlíf þeirra fylltist hún gremju. - Hann skal ekki sleppa með skilnaðinn einan, hugsaði hún. - Hann skal kveljast eins og ég er búin að kveljast. Hún hugsaði um öll þau skipti sem hún hafði þrammað, gegnblaut, ísköld og dauðþreytt, gegnum skógana með Frank. Hún hugsaði um alla þá daga sem hún hafði verið um borð í bátnum, blaut seglin slógust framan í hana og hún varð að horfa í köld og dauð augu fisk- anna sem hún var að reyna að slægja... Það leið ekki á löngu þar til hún fór að hugsa upp ráð, píningarherferð sem hlaut að enda með morði. í einfeldni sinni fór hún að mylja gler og setja það í kartöflustöppuna. Þegar mistókst að láta hann borða stöppuna, greip hún til þess örþrifaráðs aö reyna að aka bíln- um á hann þegar hann var að opna bílskúrinn. - Hvern fjandann ertu að gera? öskraði hann. -Ætlarðu að reyna að drepa mig? Og svo fleygði hann sér til hliðar. - Fyrirgefðu, Frank, ég steig á vitlaust fótstig, sagði hún. Hún fór með honum til sumarhússins að ganga frá því fyrir veturinn. Þau þurftu að fara yfir vatnið og þá reyndi hún að hvolfa bátnum en það var ekkert óvenjulegt, hún hafði svo oft hvolft bátnum. Svo vafði hún handleggjunum um hálsinn á honum og reyndi að halda höfði hans undir vatnsborðinu í tvær mínútur en það þurfti víst þrjár mínútur til að drekkja manni. Frank hafði þá ekki hugmynd um að hann hafði verið að berjast fyrir lífi sínu. Þegar hún lá rennblaut í fjöruborðinu hugsaði hún um það með eftirsjá hve vitlaus hún hafði verið þegar hún skaut bara hattinn af Frank en ekki höfuð- ið. Hún fór nú að sitja löngum stundum á bóka- safninu og gleypa í sig hverja glæpasöguna á fætur annarri til að reyna að fá einhverjar hug- myndir. Þær voru því miður allar ófram- kvæmanlegar. Þetta varð að líta út sem slys, hugsaði hún. Þetta með eitrið hafði alveg mis- heppnast en það hlaut að koma aö því að hún dytti niður á eitthvað. Dag nokkurn rakst hún á þunnan pésa á einni rykfallinni hillunni. „Morð handa fag- mönnum,'1 stóð á upplitaðri kápunni. Hún opnaði pésann og þar var í stafrófsröð Frú Boswell hafði eylt ómœldum tíma f þó óœtlun sína að ryðja svikulum eigin- manni sínum úr vegi. En hvernig vœri hœgt að koma honum yfir móðuna miklu ón þess að grunur félli ó hana? yfirlit yfir morðaðferðir. Það byrjaði á „Anafyl- axi“, það var aö nota eitraða bitvarga. Þetta gat verið gott því að Frank hafði ofnæmi fyrir vespum en það yrði ekki auðvelt að fá hann til að standa kyrran meðan vespan biti hann. Kurarin var líka fljótvirkt en hún gat ekki náð í neinn hottintotta til aö skjóta hann með eitr- aðri ör. Að lokum var það Zombi-snákurinn en það var vonlaust, hún gat ekki náð í neinn snák, hún varð bara að vona að snákurinn hitti Frank. Allar mögulegar og ómögulegar hugmyndir flugu í gegnum höfuðið á henni. - Bara að við værum búsett í stórborg, hugsaði hún. - Þá gæti ég hrint honum undir neðanjarðarlest- ina ... Hún sá í anda hjörð af villtum nautgrip- um troða hann í hel, hún sá hann detta ofan í lyftuop - steypast út úr flugvél og einu sinni var hún næstum því búin að koma upp um sig af ógætni. Þau voru að kasta pílum í mark hjá nágrönnunum og Frank var að taka pílur út af markaskífunni en hún hélt áfram að kasta og það munaði minnstu að hún negldi hann fast- an á eyranu með einni pílunni. Það gekk mjög nærri Amy að hún gat ekki komið sér niður á örugga aðferð til að ryðja honum úr vegi. Taugar hennar voru strengdar eins og fiðlustrengir og um tíma var hún að hugsa um að hætta við allt saman. Eitt kvöldið fór Frank inn í skrifstofuna sína og tók haglabyssu niður af veggnum. Meðan hann var að strjúka silkimjúkt byssuskeftið mun- aði minnstu að hann hefði skotið af sér stóru tána á öðrum fætinum. Amy kom æðandi og hrinti hurðinni á Frank sem var sjóðandi af bræði. - Ert það þú sem hefur verið að fikta við byssurnar mínar? öskraði hann. Amy leit út eins og sakleysið sjálft og munnurinn titraði af skelfingu. - En elsku Frank, ég hef ekki snert byss- urnar þínar. Þú hefur sjálfur sagt mér hve hræðilega hættulegar þær séu! Frank benti á gatið á gólfinu. - Fjandinn hafi það, það munaði minnstu að ég hefði skotið af mér fótinn. Þú veist mæta vel að ég hengi aldrei upp hlaðna byssu. Amy fór inn til sín og hné niður á rúmstokk- inn. - Róleg, róleg, sagði hún við sjálfa sig. - Það er um að gera að vera róleg. Ekkert æði, það borgar sig ekki, ég verð að reyna að finna upp á einhverju nýju. Næstu viku skeði ekki nokkur skapaður hlutur. Þessir smámunir, sem hún var að láta í mat hans, gerðu hvorki til né frá. Þetta var bara eins og eins konar æfing meðan hún beið eftir hinu gullna tækifæri. Svo var það á þriðjudagskvöldi að Frank sagði upp úr þurru: - Ég ætla út í kvöld ... Amy leit á hann og yppti öxlum. - Þú hefur það eins og þú vilt, sagði hún rólega. Meðan Frank lá í heitu baðinu og hugsaði með tilhlökkun um kvöldið sem hann átti fram- undan með Sylvíu kom Amy æðandi inn í bað- herbergið með lítið útvarp í höndunum. - Ég hélt þú vildir hlusta á íþróttafréttirnar, sagði hún og setti útvarpið á hillu fyrir ofan baðkerið. Um leið og hún sneri sér við til að fara út flæktist hællinn á skónum hennar í snúrunni frá útvarpinu og það féll ofan af hill- unni. En um leið hafði ístungan losnað úr sambandi og útvarpið gerði ekki annað af sér en að detta ofan á höfuð Franks. - Fjandinn hafi það - út með þetta andskot- ans útvarp! Svo þrammaði hann út úr baöherberginu, klæddi sig og oþnaði útidyrahurðina. Hann staðnæmdist andartak á dyraþrepinu, sneri sér við og kallaði til hennar: - Þú ert verri en svartur köttur. Líf mitt er ekki túskildings virði meðan ég er í nærveru þinni. En þegar hann hljóp niður af þrepinu hrasaði hann um lausan tígulstein og féll á höfuðið nið- ur á gangstéttina. Amy stóð í dyrunum og sá fólkið streyma að. Höfuð hans hafði lent á brúninni og hann lá grafkyrr. Hún hljóp til, beygöi sig niður og lagði höfuð hans í kjöltu sína. - Hringið á lækni fyrir mig, sagði hún við nærstadda. Frank stundi og ætlaði að standa upp en gat það ekki. Hann horfði framan í Amy. Hann hafði meðvitund aðeins nokkur augna- blik áður en hann dó en hann notaði þau vel. Hvað hann sá í augum hennar, hvort það var léttir - ánægja eða mállaus undrun, er eitt víst, ást var það ekki því hann sagði hátt og skýrt við lögregluþjóninn sem sat á hækjum sínum við hlið hans: - Þetta er henni að kenna. Hún hrinti mér...! 18. TBL. 1990 VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.