Vikan


Vikan - 06.09.1990, Side 43

Vikan - 06.09.1990, Side 43
BINNI OG PINNI ANDRÉS ÖND \ 42 VIKAN 18..TBL 1990 It is , named ANTAÍ and makes Mondays PINK, Tuesdays RED and Wednesdays PURPLE. 5 tjörnuspá HRÚTURINN 21. mars -19. apríl Þú hefur Iag á því að gera ýmsa hluti vel svo að það er engin ástæða til að láta hugfallast þótt á móti blási um skeið. Ef allt gengur að óskum geturðu tekið það ró- lega um helgina. NAUTIÐ 20. apríl - 20. maí Taktu betur eftir því sem gerist í kringum þig. Láttu til dæmis umhverfisvernd ekki liggja milli hluta. Reyndu að spjara þig í fjármálunum og þá geta aðrir hlut- ir einnig farið eins og þú vilt. TVfBURARNIR 21. maí - 21. júní Þetta var nú ansi klaufa- legt hjá þér þarna um daginn. En héðan af er ekkert hægt að gera. Berðu þig vel og láttu sem ekkert sé næst þegar þú hittir fólkið. KRABBINN 22. júní - 22. júlí Það stoðar ekkert að betrumbæta sig ef þú reiðir þig um of á aðra. Stattu á eigin fótum og sæktu í þig veðrið. Taktu síð- an til óspilltra málanna og láttu hendur standa fram úr ermum. UÓNIÐ 23. júlí - 23. ágúst Heppnin er stundum með þér en þú getur ekki treyst á hana. Stundum gerjast ástin eins og gamall ostur en stundum er hún þröng eins og lífstykki feitrar konu. tMEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Það gengur ekki að hlæja eins og hestur sem hefur gleypt kjötbein þótt þér sé sagt til synd- anna. En það er eins og með ást- ina: ef þú tekur hana létt er gam- an - ef þú tekur hana alvarlega erfiðar hjartað. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Vogun vinnur, vogun tapar. Sumir segja að hjónaband- ið sé eins og að verða sköllóttur — ekki hægt að skipta. Vertu samt ekki að hlusta á úrtöluraddir, láttu slag standa. SPORÐDREKINN 24. okt. - 21. nóv. Það er allt í lagi að taka hlutunum létt en þú þarft ekki að vera laus í þér eins og alkalí- steypa! Vertu ekki með svip eins og viljaföst belja - gættu að mennsku hliðunum. BOGMAÐURINN 22. nóv. - 21. des. Ef þú hefur áhyggjur af línunum skaltu bara borða minna og hreyfa þig meira. Það þýðir ekkert að gína yfir öllum mat eins og sorpgat í blokk. Fáir geta þó haft vöxt eins og rússneskt stríðs- minnismerki. STEINGEITIN 22. des. - 19. janúar Ef þú vilt hafa eitthvað upp úr þér þýðir ekki að vera reik- ull eins og veðurhani. Gakktu um götur með reisn en ekki eins og flóðhestur með gikt. VATNSBERINN 20. janúar - 18. febrúar Sumir geta ekki verið snarir í snúningum, til dæmis flugur í sírópi. Reyndu að flýta þér að afgreiða þau mál sem þú tekur aö þér. Mundu samt að állur er varinn góður. FISKARNIR 19. febrúar-20. mars Stundum eru góðu ráðin annarra eins og að tyggja stóra, mjúka karamellu. Samt sem áður þarftu ekki að taka þeim eins og matvandur snjótittlingur. Láttu skynsemina ráða. 18. TBL. 1990 VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.