Vikan - 06.09.1990, Side 44
UTANÁSKRIFT: VIKAN DRAUMARÁÐNINGAR HÁALEITISBRAUT 1 105 REYKJAVÍK
MUMMBNINGAR
í STÓRSJÓ
ÓVISSUNNAR
Kœri draumráðandi!
Mig langar til þess að biðja
þig um að rdða fyrir mig draum
sem mig dreymdi fyrir stuttu.
Venjulega man ég aldrei hvað
mig dreymir en mér finnst þessi
draumur svo furðulegur að ég
œtla að þiðja þig að rdða
hann.
Draumurinn er svona: Þetta
var um nótt og ég var að
ganga einhvers staðar. Þó kem
ég að lítilli trillu og hoppa ofan
í hana. Þegar ég kem inn sé ég
að það er bókasafn þama Innl.
Svo eru einnig þarna gamall
maður sem situr í stól og sonur
hans sem situr við skrifborð í
brúnum vinnugalla, Ég hef
aldrei séð þessa menn. Inni er
alit mjðg dökkt yfirlitum. Þarna
var stigi niður og þegar ég œtla
að ganga niður hann þyrjar
trillan að hristast alveg
rosalega, alveg eins og vœri
alveg brjólað veður. Hún hristist
það mikið að hún kastast utan í
bryggjuna, upp ó bryggjuna og
svo að lokum út ó sjó og sekkur.
Nú var ég orðinn nokkuð
hrœddur og ég man
sérstaklega hvað gamli
maðurinn var alltaf rólegur.
Hann lét eins og það vœri
ekkert að gerast. Þegartrillan er
að sökkva spyr ég manninn (ég
var í blórri Millet-úlpu); Hvað ó
ég að gera? Á ég að fara úr
Millet-úlpunni?
En gamli maðurinn horfði
bara ó mig ón þess að svara
og var alitaf jafnrólegur. Svo
kem ég auga ó lítinn glugga
sem ég reyni að opna til þess
að komast út en hann er of lítill.
Svo ó meðan ég var að hugsa
um hvernig ég œtti að komast
út vaknaði ég.
Með fyrirfram þökk með
róðninguna,
Helgi
RÁÐNING
Tríllan ert þú. Hún siglir
venjulega á sjó lífsins eða, ef
þú átt erfitt með að skilja hvers
vegna lífið er eins og það er, á
stórsjó óvissunnar. Hér er hún
bundin við bryggju og ætti því
að vera öruggt að rannsaka
betur innihaldíð. Gamli maður-
inn og sonur hans eru hluti af
þér og jafnframt leiðbeinend-
ur. Þeir eru rólegir til þess að
sýna þér að stormurinn og
stórsjórinn séu inni í þér en
ekki ytri fyrirbæri. Þú sérð sem
sagt fyrst að í trillunni er bóka-
safn. Þú hefur lært á lífið og
þessum lærdómi er raðað í
hillur. Þar eru líka bækur sem
þú átt eftir að lesa til þess að
læra meira.
En ósköpin hefjast þegar þú
ætlar að kafa dýpra ofan í
sjálfan þig. Hvað er það sem
liggur dýpra í þér sem veldur
þér þessum ótta ? Efþú hefur I
þér ýmislegt óunnið eða bælt,
reiði og sorgir, sem rista svo
miskunnarlaust, þá er ekki
nema von að þig dreymi að
trillan sökkvi. Þú óttast að lif
þitt eins og þú þekkir það taki
enda, að þér verði um megn
að horfast í augu við það sem
er falið í þér. Þú óttast einnig
að kafirþú ofan í djúpin komist
þú aldrei frá því. Þá er ekkert
eftir annað en að taka því sem
er og vinna úrþví. En til baka
geturðu ekki farið.
Það er enda gjaldið sem öll
sjálfsþekking tekur. Við erum
ekki söm. En það er heldur
ekki hollt og oftast ekki hægt
að staðna algerlega. Hafirðu
kynnst fólki sem hefur neitað
að þroskast veistu hvað ég
meina.
Ef til vill þarftu að finna leið
til þess að fara rólega í að at-
huga það sem blundar í þér og
draga fram í dagsljósið hluta
af því I einu, til þess að keyra
ekki sjálfan þig um koll. Gangi
þér vel.
„ÞÚ HJÁLPAÐIR
MÉR“
Kœri draumróðandi!
Fyrir stuttu dreymdi mig
draum og ég er svolítið forvitin
að vita hvort hann tóknar
eitthvað.
Mér fannst ég standa í
tröppum tyrir framan sjoppu ó
Hóaleitisbraut. Það var dimmt
úti en við stóðum ó upplýstu
svœði (þrepin voru tvö og við
stóðum í efri tröppunní). Fyrir
framan okkur standa Ivœr
konur. Önnur var mjög gömul,
klœdd í Ijósa, mjög fínlega
prjónaða, fróhneppta peysu og
Ijóst pils (nœstum því hvít föt).
Hin, sem var að mér fannst í
kringum fertugt, var klœdd í
síða dökkvínrauða kópu, svarta
sokka og svarta skó
(gúmmískó). Gamla konan
horfði róleg en ókveðið ó mig
en hin konan er óróleg og vildi
helst fara og þó með gömlu
konuna með sér.
Ég horfi ó gömlu konuna
með svolítilli forvitni en síðan
réttur hún út vinstri höndina eins
og til að biðja um mína. Ég rétti
út hœgri höndina með lófann
upp og þó tekur hún í höndina
eins og hún œtli að spó fyrir
mér. í þann mund sem hún
tekur í höndina ó mér sé ég að
höndin ó henni er mjög lítil, hvít
og hrukkótt. Mér finnst ég gera
mér grein fyrir því hvað hún sé
gömul. Síðan segir gamla
konan um leið og hún strýkur
með hœgri hendi yfir lófann ó
mér: Jó, hún er með spjót
alveg eins og ég." Síðan pikkar
hún með hœgri hendi í vinstri
lófa sér eins og til að staðfesta
það. Síðan leiðir hún mig með
hœgri hendi og segir: „Þú
hjólpaðir mér og nú œtla ég
að hjólpa þér." Hún leiðir mig út
að endanum ó húsinu og mér
finnst hún leiða mig svo ekkert
illt hendi mig. Þegar við komum
út ó enda sé ég þílinn, sem ég
og kœrastinn minn eigum,
standa einan ó auðu plani og
út úr honum, farþegamegin,
kemur mikill dökkur og þykkur
reykur. Ég verð ofsahrœdd en
síðan finnst mér eins og engin
óstœða sé til að hrœðast því
það sé enginn eldur. Sé ég þó
að aliur reykurinn er farinn og
œtla að snúa mér að gömlu
konunni. Þó er hún farin líka.
Með fyrirfram þökK
Palla.
RÁÐNING
Til eru kenningar sem segja
að þegar við sofum yfirgefi sál-
in líkamann og fari á flakk.
Sumar segja að við förum inn
á andlegu sviðin til þess að
hittast og að þar hittum við
einnig framliðna jafnt sem
áður ólíkamnaðar andlegar
verur.
Víst er að mér þykir þú hafa
þarna hitt einn af verndarvætt-
um þínum. Gamla konan hefur
að öllum líkindum verið tengd
þér á einhvern hátt og trúlega
er hún framliðin. Hin konan,
sem fylgir þeirri gömlu, á
greinilega erindi annars staðar
ásamt henni og vill komast
þangað sem fyrst. Og í lok
draumsins fara þær báðar er-
inda sinna.
Forvitin er ég að vita á hvern
hátt þú hefur orðið henni að
liði, ef til vill einhvern tíma
meðan þú svafst. En hún vill
þakka þér með því að sýna
þér reykinn í bílnum.
Ég hætti mér út á hálan ís ef
ég gef þér eina skýringu á því
sem hún sýndi þér. Hún getur
verið að segja þér með þessu
að hún sé verndari þinn. Hún
gæti verið að aðvara þig um
slys. Annar möguleiki er að
hún sé að benda þér á að allt
verði í lagi með samband þitt
og kærastans.
Ein lausn er sú að þú biðjir
um það, rétt fyrir svefninn, að
fá frekari útskýringu á draumn-
um, ef hann ber þér lífsnauð-
synlegan boðskaþ. Á fjórða
degi á eftir ætti eitthvað að
vera Ijósara, efþérerætlað að
skilja skilaboð draumsins.
44 VIKAN 18. TBL. 1990