Vikan


Vikan - 01.11.1990, Qupperneq 24

Vikan - 01.11.1990, Qupperneq 24
TEXTI: HILDUR JÓNSDÓTTIR Elsku Siggi frændi. Anna systir átti afmadi á sunnudaginn. Hún varð fimm ára. Mamma og pabbi tóicu myndir í allar áttir. Svo var farið með filmuna í framköllun. Það var í eina afþessum nýju tækni- væddu ljósmyndabúðum sem skila myndunum á disklingi. Þegar pabbi kom heim með disklinginn stakk hann honum bara í tölvuna og við skoðuðum myndirnar. Sumar eru algerlega misheppnaðar. Þær vistum við ekki. Flestar eru ágætar. Sér- staklega myndin af afa að leika Tarsan. Ég afrita hana í bréfið og sendi þér hana með. Heyrðu annars, ég afrita líka lista yfir blá lrímerki sem ég á. Ég er alveg til í að býtta. Ég sendi bréfið beint í þína tölvu. Gott að þú tókst hana með. Anna vill núna komast í tölv- una. Hún er alveg vitlaus í al- ffæðisafhið með spendýrunum. Það er líka æðislegt að sjá hvernig þau hreyfast og hlaupa og allt. Hvernig er annars á fsa- firði? Mamma biður að heilsa mömmu þinni. Bless, þinn ffændi Steindór. P.S. Finnst þér ég ekki vera flinkur að skrifa? Ég keyri bréfið í gegnum nýja villuleitarforritið mitt. Tölvan fann bara fimm stafsetningarvillur. Svo lagaði ég það. Það voru aðallega ufsilonin. etta er dæmi um sendi- bréf barns sem getur vel orðið raunhæft á næstu fimm til tíu árum. ( því endurspeglast sumir af mögu- leikum heimilistölvunnar sem nú eru í sjónmáli, auk nokk- urra sem nú þegar eru fyrir hendi. Hafi þig vantað góða af- sökun til að koma einni slíkri upp á heimilinu skaltu lesa framhaldið. Svo skaltu merkja við á dagatalinu þann 7. til 11. nóvember því þá gefst gullið tækifæri til að kynnast betur möguleikum heimilistölvunnar. IBM gengst þessa daga fyrir viðburði í nýja Hekluhúsinu sem hlotið hefur heitið Undra- heimur IBM. Þetta er ekki tölvusýning í eiginlegri merkingu heldur verður áherslan lögð á það mannlega hugvit sem liggur tölvutækninni að baki og þær andlegu afurðir sem út úr hennni koma þegar manns- hugurinn tekur hana í þjónustu sína. Tilgangurinn er aö kveikja hugmyndir, miðla reynslu og veita innblástur til nýrra verka. Margs konar fróð- leikur verður settur fram á aö- gengilegan hátt, jafnt fyrir börn sem fullorðna, þá sem aldrei hafa snert á tölvu jafnt og inn- vígða kunnáttumenn. EKKI BARA HEIMILISBÓKHALD Algengasta afsökunin fyrir að fá sér heimilistölvu er að nú eigi að koma lagi á fjármálin og setja heimilisbókhaldið í tölvu. Tölvan er tilvalið tæki til þeirra nota. Fylgjast má með útgjöldum fjölskyldunnar, færa inn gjalddaga á lánum, reikna út greiðslubyrði og gera áætl- anir. Þessir möguleikar heimil- istölvunnar eru vel þekktir og stöðugt fleiri nýta sér þá. Flestir skrifa, sumir meira og aðrir minna, og margir eru starfandi í félagasamtökum þar sem þeir gegna ýmsum trúnaðarstörfum. Þau geta verið bókhald eða ritarastörf og margir þurfa að ávarpa sam- komur og fundi. Flesta dreymir um að skrifa greinar og jafnvel viðameiri ritverk. Alltof marga hrjáir vantrú á eigin getu þegar skrif eru annars vegar og handbækur og leiðbeiningar eru af skornum skammti. Eitt af þeim nýju forritum sem kynnt verða í Undraheimi IBM heitir Ritvöllur. Það finnur stafsetningarvillur og algengar stílvillur eins og óhóflegar endurtekningar á sömu orðun- um eða orðasamböndunum. Einnig hjálpar það notandan- um að velja byrjanir, svo eitt- hvað sé nefnt. SKJALASAFN FJÖLSKYLDUNNAR Það er ekki fjarri lagi að segja að tölvunotkun fjölskyldunnar takmarkist aðeins af hug- myndaflugi hennar. Miklir möguleikar felast í að tengja saman tölvuna og tómstunda- iðjuna. í henni er hægt að halda skrár yfir frímerkjasafn- ið, plötusafnið og bókasafnið og hafi einhver í fjölskyldunni áhuga á að grúska í ættfræði eru til skemmtileg forrit til að tölvukeyra ættirnar. Eitt slíkt veröur kynnt í Undraheimi IBM. Sjálfur Snorri Sturluson mun víða um land vera kom- inn inn í tölvur afkomendanna og veit enginn til að hann hafi snúið sér við í gröfinni af þeirri ástæðu. Mataruppskriftir, bílabók- hald og viðhaldsskýrslur yfir húseignina er sjálfsagt að hafa inni í tölvunni. Ekki má gleyma sjúkraskrám barnanna. For- eldrar eru oft spurðir um heilsufar barna sinna, hvenær þau fengu barnasjúkdóma og annað af þeim toga og víst getur vafist fyrir margra barna foreldrum að halda því öllu til haga í kollinum. Mikið öryggi er samfara því að eiga skrárn- ar til á tölvu og auðvelt er að bæta við þær eftir því sem tíminn líður og bólusetningum fjölgar. UPPFLETTIRIT Á TÖLVU Margir kannast við uppflettirit á borð við Heimilislækninn sem gott er að eiga á heimil- inu. Innan fárra ára verða slík uppflettirit sniðin að heimilis- notkun til á tölvutæku formi. Þau geta bæði verið ætluð börnum og fullorðnum til fróð- leiks og skemmtunar. í Undra- heimi IBM verður sýnt fyrsta alfræðisafnið yfir spendýr sem gert hefur verið í heiminum en það eru hreyfimyndir af dýrun- um á geisladiski. Þetta al- fræðisafn var unnið af IBM í samvinnu við National Geog- raphic Society. Slík söfn og uppflettirit, ýmist með texta, teikningum, kyrrmyndum, hreyfimyndum eða blöndu af öllu, verða á næstu árum ódýr- ari og aðgengilegri en nú er. Líklega munu þau fyrst verða tekin til notkunar í skólum en eftir því sem framleiðsla þeirra verður ódýrari mun notkun þeirra breiðast út til heimil- anna sjálfra. Á sýningu IBM verða kynnt íslensk og erlend forrit fyrir skola. 24 VIKAN 22. TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.