Vikan


Vikan - 01.11.1990, Page 27

Vikan - 01.11.1990, Page 27
ÞAÐ NYJASTA FRA CLARINS: SNYRTIVÖRUR BLANDAÐAR GINSENGIFYRIR BÆÐIKYNIN FJOLBRAUT Frh. af bls. 15 afmælisins og framundan er ferö til Vestmannaeyja þar sem við munum etja kappi við Eyjamenn. Keppt verður í mælsku og (þróttum enda er þetta íþróttaferð. f febrúar setur leikfélagið upp leikrit og er það árviss við- burður. Svo verður haldið í mikla skíðaferð til Akureyrar í vor. Sú ferð er alltaf ógleym- anleg öllum sem fara. Þeir sem koma hingað í skólann þurfa ekki að kvíða því að hafa ekkert að gera í frístund- um, svo mikið er víst. Sviðin hafa líka haft öflugt félagslíf innan sinna vébanda. Til dæmis hefur verið farið í ferðir vítt og breitt um landið og fleira mætti nefna. - En nú ert þú í námi hér samhliða því að vera formaður. Hefurðu einhvern tíma til að læra? Ég er á almennu bóknáms- sviði, náttúrufræðibraut, og lýk stúdentprófi ( vor. Það hefur gengið ágætlega að sameina námið og félagsmálastússið. - Hvað um háskólanám? Ertu búin að ákveða hvað þú leggur fyrir þig? Ég bara veit ekkert hvað ég geri. Ef til vill fer ég í lækninn. Hver veit? Framtíðin er að mestu óráðin, sagði Svava að lokum. Snyrtivörufyrirtækið Clar- ins hefur lengi sérhæft sig f að framleiða vörur sem hafa virku efnin sín úr jurtum. Það var stórt stökk fram á við þegar fyrirtækið setti Eau Dynamisante vörurn- ar á markaðinn. Ilmvatnið (Eau de Toilett) ( þessari vörulínu vann til verð- launa en það sameinar þrjú hlutverk og er það fyrsta sinn- ar tegundar á markaðnum sem er gætt þessum eigin- leika. (fyrsta lagi gefur það lík- amanum ferskan ilm sem er fenginn úr ýmsum plöntum og er hann mjög frískandi. í öðru lagi viðheldur það raka húðar- innar, mýkir hana og græðir. Þau efni sem sjá um það síð- astnefnda eru meðal annars unnin úr aloe og ispahgul jurt- unum. Þriðja hlutverkið er að veita almenna vellíðan og eru efnin sem stuðla að því meðal annarra ginseng, harpagop- hytum og eleutherocoque. Ilm- vatnið er óhætt að nota í sól. Ný vara, svokölluð sturtu- froða, er einnig komin á mark- aðinn. Hún hreinsar húðina eins og sápur gera en gefur henni um leið ferskan ilm og mýkir hana. Sápuefni froðunn- ar og áhrif þeirra hafa verið mjög vel rannsökuð í samráði við húðsjúkdómalækna, þeim verið breytt og þau fullkomnuð með tilliti til niðurstaðna rann- sóknanna. Þessi efni eiga hvorki að þurrka né erta húð- ina. Mörg efnanna, sem prýða fyrrnefnt ilmvatn, eru einnig í froðunni og má þar meðal annarra nefna ginseng og fleiri sem eiga að veita almenna vellíðan. Þriðja nýjungin í Eau Dyn- amistante línunni er svitalykt- areyöir. Hann hefur sótthreins- andi áhrif, ásamt því að mýkja húðina. Hann hjálþar til við að uppgufun svita sé eðlileg en grípur að öðru leyti ekki inn í það ferli. Hann á að henta öll- um húðgerðum, jafnvel þeim allra viðkvæmustu og litar ekki fatnað. Ekki þarf að minnast á það að ilmurinn er mjög góður og frískandi eins og af hinum vörunum í þessari línu. □ • Og í desember kemur matarblað með spennandi hátíðaruppskrift- um meistarakokkanna I matreiðsluklúbbnum Framandi. • Völvuspáin birtist síðan I blaðinu þar á eftir. Allt blöð sem hafa bókstaflega verið rifin út á undan- förnum árum og selst upp. • Hvernig væri nú að þú tryggðir þér Vikuna með áskrift? í áskrift kostar blaðið vart meira en sígarettupakki. Áskriftarsíminn er 83122. KÖKUBLAÐ VIKUNNAR KEMUR Á SÖLUSTAÐI 15. NÓVEMBER TEXTI: ÞORSTEINN ERLINGSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.