Vikan


Vikan - 01.11.1990, Blaðsíða 40

Vikan - 01.11.1990, Blaðsíða 40
SNIGLABANDID FRH. AF BLS. 39 s tjörnuspá- HRÚTURINN 21. mars - 19. apríl Þú keppir að vissu tak- marki og beitir öllum brögðum til að ná þínu fram. En keppinautur þinn á ekki síður kost á að hreppa hnossið. Lærðu að hemja skap- ofsa þinn og sætta þig við að tapa. NAUTIÐ 20. apríl - 20. maí Þér þykir erfitt að sam- ræma vinnuna og áhugamálin. Það bitnar á fjölskyldunni, sem hefur varla séð þig í margar vikur. Þú verður að ráða bót á þessu strax, annars getur það orðið of seint. TVÍBURARNIR 21. maí - 21. júní Þú hefur átt við vanda að stríða og finnst ákaflega erfitt að koma auga á lausn hans. Þú heldur að lausnin detti af himnum ofan. Svo er ekki en málið á eftir að fá farsælan enda. KRABBINN 22. júní - 22. júlí Það kemur upp sundur- þykkja i fjölskyldunni og þú þarft að taka á honum stóra þínum til að sætta deiluaðila. Þér leiðist að vera sáttasemjari en munt síðar þakka fyrir að hafa fengið tæki- færi til þess. UÓNIÐ 23. júlí - 23. ágúst Vikan verður ákaflega skemmtileg. Þú hittir gamla kunn- ingja og endurnýjar vinskapinn við einn sem var þér mikils virði. Láttu nú tækifærið ekki ónot- að ... eins og þú ert vanur! MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Þú nýtur hylli glæsilegrar persónu og nýtur þess mjög. En það kemur að því að þú verður að gera upp hug þinn, hvort þú vilt framhald á þessum kunningsskap eða hvort þú vilt að hann endi. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Þú hefur verið uppstökkur upp á síðkastið. Þér hættir til að stökkva upp á nef þér að ástæðu- lausu. Lærðu að stilla skapíð, á næstunni reynir á hvort þú ert starfi þínu vaxinn. SPORÐDREKINN 24. okt. - 21. nóv. Mörg ókunn andlit verða í kringum þig næstu daga. Þér finnst erfitt að halda fótfestu og ert ekki öruggur um þig. Þú kemst að raun um að þú hefur staðið þig með mikilli prýði. BOGMAÐURINN 22. nóv. - 21. des. Óafvitandi ertu miðpunkt- ur í áætlun í smíðum. Þín bíður erfitt verkefni sem þér tekst að leysa með sóma. Ofmetnastu ekki, þú hefur ekki ástæðu til þess þó þér hafi tekist vel í þetta skiptið. STEINGEITIN 22. des. - 19. janúar Þolinmæði þrautir vinnur allar. Þetta máltæki á mjög vel við þig næstu daga. Það er mikið að gera hjá þér en eftir nokkrar vikur hægist um og þú getur farið að líta lífið bjartari augum. VATNSBERINN 20. janúar - 18. febrúar Þú ert þvingaður í um- gengni við aðila af gagnstæða kyninu. Láttu það ekki halda fyrir þér vöku því þú átt eftir að kynn- ast þessum aðila nánar og þau kynni vara alla ævi. FISKARNIR 19. febrúar - 20. mars Óvæntar breytingar á heimilishögum eiga hug þinn all- an næstu vikur. Það er mikið um að vera en þér líður vel og þú ert örugglega að gera rétt. Vinur þinn bíður eftir lífsmarki. sólóg ítarleikara sem engin vandræði eru með, ekki nema þá helst að hann drekkur ekki nógu mikið! Þorgils er fæddur 1972. Hann var í Nýdönsk en þeir ráku hann og það er sennilega það besta sem þeir hafa gert á ferlinum." Meðlimir Sniglabandsins segja að aldrei hafi komið uþp ágreiningur um tónlistarstefnu sveitarinnar, þeir hafi allirsvip- aðan tónlistarsmekk, allir séu þeir svo til alætur á tónlist, „nema hip hop og sýrudans- tónlist sem er ekki tónlist að okkar mati heldur bara ryþmar". Meðlimir Sniglabandsins hafa alltaf gefið út sínar plötur sjálfir og það efni sem þeir hafa gefið út segja þeir að hafi verið til allt frá því að Bifhjóla- samtökin voru stofnuð. „Það var til voðalega mikið af alls konar söngvum í kring- um samtökin. Þess vegna höf- um viö svona smám saman verið að hreinsa til hjá okkur í sarpinum. Við höfum alltaf ver- ið andmarkaðslega sinnaðir og þess vegna ekki leitað til út- gáfufyrirtækja." Eftir Sniglabandið liggja í plasti þrjár tólf tommu plötur, Fjöllin falla í hauga, Áfram veginn með meindýr í magan- um, Til hvers þarf maður konur?, lagið Jólahjól á safn- plötu og næfurplata sú er áskrifendur Vikunnar kannast eflaust við. Ég spurði þá fé- laga hvað þeim fyndist um svona útgáfu. „Mjög sniðugt. Við erum stórhrifnir af þessu - að hlaupa bara inn í stúdíó, taka upp eitthvert lag og senda síð- an upptökuna til Bandaríkj- anna- en Skúli hafði séð aug- lýsingu um svona plötugerð þar úti - og fá þessar næfur- plötur til baka. Við gerum al- veg örugglega svona aftur, jafnvel mánaðarlega, þannig að fólk gæti bara keypt hana í áskrift. Þetta er eiginlega bara uppákoma því svona skífur hafa náttúrlega ekki sömu hljómgæði, þó þau hafi komið okkur á óvart, né endingu venjulegra platna.“ PLATA Á LEIÐINNI - En hvað um venjulega plötu, er svoleiðis að vænta frá ykkur á næstunni? „Já, nú erum við að leggjast í upptökur og það kemur alveg örugglega út plata frá okkur í nánustu framtíð. Svo er líka á áætlun að fara til Sovétríkj- anna á næsta ári. Við ætlum að spila á færri stöðum en [ fyrra en jafnframt að vera lengur á hverjum stað. Það var svo stórkostlega upplifun að fara þarna austur eftir að við verðum hreinlega að endur- taka þetta. Við ætlum að fara hægar í hlutina og reyna að bindast smátilfinningaböndum við hvern stað því þarna í fyrra kynntumst við besta fólki sem við höfum hitt, gestrisnu og vingjarnlegu, það bara getur ekkert að því gert í hvernig kerfi það býr. Og láttu eitt endi- lega koma fram: Við erum ekki kommúnistar þó svo við höfum farið til Sovét, eins og margir halda. I rauninni hittum við ekki einn einasta kommúnista í Sovétríkjunum." Spjallið barst að Fimmunni og spilamennsku Snigla- bandsins þar. Þeir voru sam- mála um að það væri mjög þægilegt að spila svona mörg kvöld í röð, þeir kynntust áhorfendum betur og öfugt. „Stundum er stemmningin eins og í stóru partíi." EF ÞÚ DÆLIR ... - Hafa orðið einhverjar skemmtilegar uppá- komur? „Já, já. Það var til dæmis einu sinni að hingað kom mað- urinn sem á þetta hús og sett- ist hér á stól fyrir framan hljómsveitina. Við nefnum engin nöfn en maðurinn á olíu- félag sem byrjar á O og nafnið er fjögurra stafa langt, grænir stafir! Og við sögðum við hann: „Ef þú dælir í okkur brennivíni skulum við spila hvaða lag sem er fyrir þig. Síð- an byrjaði hann að söngla lag- línur og lagabyrjanir og við spiluðum lögin jafnóðum. Þetta virkaði alveg djö... vel. Við vorum eiginlega glym- skratti fyrir kappann! Oftar en ekki erum við f því hlutverki því fólk galar til okkar nöfn á lögum og við verðum bara að sþila viðkomandi lag. Það gild- ir að standa sig í þessu, þá verða allir ánægðir." Að þessum orðum sögðum leystist spjallið upp í hálfgerða dellu sem ekki verður farið nánar út í hér. En meðlimir Sniglabandsins vildu taka það skýrt fram að þótt þeir væru ekki góðir strákar væru þeir ekki vondir strákar heldur, eins og margir héldu. Sem dæmi um ranghugmyndir fólks um þá kemur hér saga frá Friðþjófi bassaleikara: „Ég var að ganga með þremur meðlimum Snigla- bandsins niður Laugaveginn þegar stelþa, sem ég þekki, hóar í mig. Ég fer yfir til hennar og sé að stúlkunni er mikið niðri fyrir. Hún segir við mig: - Hvað ert þú að gera hér? Ég segist vera að vinna með þessari hljómsveit. - Og ert þú að flækjast með þessum mönnum, segir hún þá. Ég segi náttúrlega já og þá segir hún: - Veistu aö ég held að þú sért orðinn brjálaður. Sérðu hvernig þeir eru klæddir? Þetta ... þetta eru allt saman morðingjar." „Þetta segir alveg heilmikiö um það hvernig fólk hugsar um okkur. Fólk er alltaf að dæma okkur eftir því hvernig við erum klæddir, sumir slá þv( jafnvel föstu að við séum á kafi í dópi og slfku. Þetta er í raun- inni hlægilegt," sögðu meðlim- ir Sniglabandsins að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.