Vikan


Vikan - 18.05.1939, Page 4

Vikan - 18.05.1939, Page 4
4 VIKAN Nr. 20, 1939 ávarpa sig á þann veg. Ávítaði hann Björgu harðlega fyrir allt hennar fram- ferði, og hótaði öllu illu, ef hún héldi upp- teknum hætti. Þegar mestu skammimar voru um garð gengnar, sagði Björg: Þó að gæfan mér sé mót og mig í saurinn þrykki, get ég ekki heiðrað hót hofmóðuga gikki. Hélt hún síðan af stað og gegndi engu, þótt amtmaður skipaði henni að vera kyrri. Sögðu menn, sem á horfðu, að hann hefði þá hlaupið á eftir henni út allt tún, náð henni í túnjaðrinum og tekið hana tali á ný. Settust þau þar niður og töluðust við um hríð. Virtist þá fara vel á með þeim. Ekki vissu menn, hvað þau ræddust við, en það þótti sýnt, að stillzt hafði skap amtmanns. Fóru svo leikar, að þau héldu bæði heim til bæjar og lét amt- maður gefa Björgu bæði ull og smjör. Var það svo mikið, að marga furðaði, hve ríf- lega hann gaf henni. Sú var venja Bjargar að yrkja jafnan vísu um sveitir þær, er hún gisti. Leggur hún þar dóm sinn á fólk og landkosti. Fer sá dómur að sjálfsögðu mjög eftir þeim viðtökum, sem hún hefir hlotið á ferðum sínum um þessar slóðir, svo að ekki er mikið á þeim að byggja sem almennum sannindum. Má svo að orði kveða, að mat- ar — eða sultarhljóð sé í mörgum vísun- um. En sumar þeirra eru býsna skemmti- legar og dável ortar. Fara hér á eftir fá- einar héraðavísur Bjargar: Slétta er bæði löng og ljót, leitun er á verri sveit; hver sem á henni festir fót fordæmingar byggir reit. Langanes er ljótur tangi, lygin er þar oft á gangi, margir bera fisk í fangi, en fæstir að honum búa, samt vil ég til sveitar minnar snúa. Þelamörk og Þjófahlíð það eru gamlar systur. Öllu er stolið ár og síð, — en það bannar Kristur. Kvíði ég fyrir að koma í Fljót, kvíði ég fyrir Sléttuhlíð, kvíði ég ríða kulda mót, kvíðanleg er þessi tíð. Reykjadalur er sultarsveit, sest hann oft með fönnum. Ofaukið er í þeim reit öllum góðum mönnum. Bárðardalur er bezta sveit, þó bæja sé langt á milli. Þegið hef ég í þessum reit þyngstu magafylli. Mývatnssveit ég vænsta veit vera á norðurláði. Fólk er gott en fær þann vott að fullt sé það af háði. H. H. SEEDORFF: Chinatoivn. (Smámyndir frá Kínahverfinu í Frisco, innan lands og utan). Með laumusporum, með laumuskó, — down and up and up and down — fara Wing og Ching og Lung og Ló á laumugangi eftir Chinatown. Átta fætur í flóka og ull, — Wings, Chings, Lungs, Lós — fara inn í götu, sem öll er full af óþef sem gamalt fjós. Það eru átta fætur með flókaskó, — down and up and up and down — þegar Wing og Ching og Lung og Ló fara að leita að þýfi í Chinatown . . . Up and down and down and up: Wing, Ching, Lung, Ló! Og nú er myrkt í THE MONEYSHOP með merkinu Kwang & Kóh. Einn þögull póli er á þrammi súr — down and up and up and down! Hlaðin skammbyssa, armbandsúr . . . Eftirlitsferð í Chinatown . . . Hann lítur á spjöldin: Ping og Pó Wing, Ching, Lung, Ló, meðan fjórir skuggar með flókaskó í feng ná hjá Kwang & Kóh. Eftir Wing og Ching og Lung og Ló — down and up and up and down — hver lögregluþjónn gekk þrenna skó! í þjófaleit inni í Chinatown . . . Átta fætur í flóka og ull, — Wings, Chings, Lungs, Lós — hurfu inn í götu, sem öll var full af ósreyk, en hvergi ljós. Sveimar af skuggum með svarta skó . . . Down and up and up and down . . . Þeir Wing og Ching og Lung og Ló hafa læðzt á burtu úr Chinatown. En ég las í Kína á húsi og hló: WING, CHING, LUNG, LÓ. Höfum á lager laumuskó. (IJtibú frá Kwang & Kóh.) MAGNÚS ÁSGEIRSSON þýddi. Frh. á bls. 21.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.