Vikan


Vikan - 18.05.1939, Qupperneq 5

Vikan - 18.05.1939, Qupperneq 5
Nr. 20, 1939 VIKAN 5 Napoleon ilmvatnanna F rancois r rið 1936 dó Francois Coty — Napo- leon ilmvatnanna. — Líf hans var sorglega hlægilegt, og auknefnið „Napoleon ilmvatnanna" er einnig ekki laust við að vera hlægilegt. En þetta auk- nefni lá beint við. Coty var fæddur á Korsiku og lítill vexti, — tvennt, sem nægði til að bendla hann við Napoleon. Hann komst einnig langt, þó að það væri á öðrum sviðum en Napoleon. Coty var eng- inn hugvitsmaður, en mikill verzlunarmað- ur. Hann var enginn mannþekkjari. Ef hann hefði verið það, hefði honum ekki skjátlast eins og honum gerði. Hann var og alls enginn stjórnmála- maður. Það hefði í rauninni átt að vera honum nóg að vera Francois Coty, því að það var sama og að vera ríkasti maður Frakklands þangað til árið 1922. En það sama ár sagði Coty eins og „borgarinn, sem vildi vera aðalsmaður" hjá Moliér, hinn ódauðlegi monsieur Jourdain: „Ég þarfnast aðeins upp- hefðar“. Honum var það ljóst sem ungum, fá- tækum sveitapilti, að blaðamennska var hentug leið til valda og áhrifa í hinu opin- bera lífi Frakklands. Hann var einkarit- ari hjá hinum þekkta blaðamanni, Emma- núel Arene. Um 1890 varð Coty að flytja úr landi. Það var ekkert fyrir hann að gera í hinni fjörugu höfuðborg, og honum var óþolin- mæði Korsikubúa í blóð borin. Hann fór til Suður-Ameríku og um dvöl sína þar, hefir hann sjálfur sagt mér: — Ég fór til Buenos Ayres til að græða peninga! Þar settum við hjónin upp hár- greiðslustofu. En ég hafði alltaf haft sér- stakan áhuga á blómum og efnafræði, og í frístundum mínum dundaði ég við að blanda blómailmvökva. Nokkrar blöndurn- ar heppnuðust vel, og þegar ég hélt, að ég hefði fundið upp frumleg ilmvötn, fórum við heim til Frakklands til að leita ham- ingjunnar. Coty og hinn danski félagi hans, Valdemar Petersen. Þetta var árið 1905. Coty hafði ekki heppnina með sér eftir því sem Andreas Petersen, danskur húsgagnakaupmaður, vinur Valdemars Petersen, sem var æsku- vinur Coty, segir: — Ég fór til Parísar árið 1895 og kynntist þar ungum, dönskum bókbindara- nema, Valdemar Petersen að nafni, sem hafði farið út í heiminn til að leita sér frægðar og frama. Þegar ég fór heim aft- ur árið 1900, þekkti hann ekki Coty, en rétt fyrir heimsstyrjöidina var ég stadd- ur í París og rakst þá á Valdemar Peter- sen, sem vann með Francois Coty. Peter- sen stjórnaði verksmiðju í útborginni Suresnes, sem bjó til umbúðirnar utan um vörur Coty. Allir, sem þekkja Coty-ilm- vötnin, hafa tekið eftir hinum fallegu um- búðum. Petersen var snillingur í að búa þær til. Hann hafði kynnzt Coty árið 1905, þeg- ar hann var fátækur, en ötull, ungur mað- Francois Goty. ur. Petersen varð oftar en einu sinni að lána vini sínum peninga, þegar hann var illa staddur. En Korsikubúinn var dugleg- ur maður, og þeir tóku að vinna saman. Það stóð til 1922. Coty var maður, sem vildi koma vilja sínum fram, og það fór þannig að lokum, að hinn ágæti Valdemar Petersen gat ekki fylgt honum. Aðrir tóku við verksmiðjunni. Árið 1927 var samvinnan tekin upp aft- ur. Verksmiðjunni hafði verið illa stjórn- að af eftirmönnum Petersen, svo að nú var áríðandi að reisa þetta stóra fyrirtæki við. Valdemar Petersen var fús til að koma Coty enn til hjálpar. Verksmiðjan hafði verið flutt frá Suresnes til Neuilly, og þar unnu 630 manns. Petersen var yfirmaður til ársins 1928, en þá vildi hann ekki vera það lengur. Hann sneri heim til Danmerk- ur, þar sem hann lézt sama ár. Coty gerist blaðamaður til að sigra heiminn. Árið 1922 gerðist Coty blaðamaður við „Figaro“. Með honum voru þrír ritfær- ustu menn Frakklands: Alfred Capus, Robert de Fleurs og Henri Vonoven. En svo fór að lokum, að Coty lagði blaðið undir sig. Mikill verzlunarmaður — lítill stjórnmálamaður. Coty var mikill þjóðernissinni. Á árun- um 1914—18 sinnti hann þó meira verzl- unum sínum en stríðinu, en þegar stríðið var úti, talaði hann aldrei um annað en skyldur við föðurlandið. Árið 1926 var hann í kjöri á Korsiku, og jós þá svo miklum peningum á báða bóga, að kosningin var ólögleg. Á þessu sama ári náði ég tali af honum. Hann stakk ekki upp á minnu en frjálsri skattgildingu, svo að Frakkland gæti kom- izt hjá erlendum lánum. Ekki virtist honum vera mikið um Ame- ríku, þó að honum hefði vegnað þar bezt. Nokkur stærstu fyrirtæki hans voru í Ameríku. Eitthvað talaði hann líka um „Banda- ríki Evrópu“ með tilstyrk „þýzk-rúss- neskrar samvinnu" eins og hann kallaði það. Coty var mikill verzlunarmaður, en hann hefði aldrei átt að skipta sér neitt af stjórnmálum. Til þess var hann enginn maður. Coty gerist aðsópsmikill blaða- * konungur. Árið 1927 hleypti hann af stað blaði sínu „L’Ami du peuple“ með auglýsinga- starfsemi, sem Frakkar höfðu aldrei þekkt áður. Hann fleygði bókstaflega milljónum inn í fyrirtækið. Honum þótti ekki nóg að stjórna „Figaró“. Það var aðeins fyrir fína fólkið, og hann vildi hafa alþýðuna líka. Hann byrjaði á því að selja blaðið 10 sentimum ódýrar en önnur blöð. Það varð til þess, að franska blaðafélagið neitaði að flytja blöð hans, svo að hann varð að koma sér upp sölufélagi til að koma blöðum sín- um út. Þetta kostaði hann margar mill- jónir. Um þetta leyti hafði hann einnig keypt mörg falleg hús. Hann hafði aðset- ursstað sinn, ásamt einkaritara sínum, í fallegri höll á hinu tigna Avenue Hoche, sem liggur út í Boulognaskóginn. 1 Louveciennes átti hann höll madame Dubarry, við Loire hið sögulega Montbaz- on, í sjálfum Boulognaskóginum höll og í Passy stórt hús. Allt þetta átti ilmvatnið að borga, en svo varð hann ástfanginn af forstöðukonu Coty-útibúsins í Place Ven- döme, og þá fór allt í hundana. Hann var orðinn fimmtugur. Frú Coty, sem hafði fylgt honum í blíðu og stríðu, átti sameignarbú með honum. Hann varð því að láta helming eigna sinna af hendi, ef hann vildi skilja. Það voru 500 milljónir franka, sem voru auðvitað bundnar í fyrirtækjum. Honum var alvara með skilnaðinn, svo að allt, sem hann átti, var gert að hlutafélögum, og voru vinir hans hluthafar. Cabriel Alphaud, vinur hans, fór ákaf- lega illa með hann og hefir áreiðanlega átt Frh. á bls. 21. Eftir Ole Vinding. \

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.