Vikan


Vikan - 18.05.1939, Síða 14

Vikan - 18.05.1939, Síða 14
14 VIKAN Nr. 20, 1939 ^fegurá og I3ízka Starfsstúlkur. P) að virðist vera eitthvert allra erfiðasta viðfangsefnið nú A á döguxn að koma hinu rétta sambandi á, milli húsmæðra og vinnukvenna. Ungar stúlkur langar ekki lengur til að ann- ast heimilisstörf, sumpart af því, að nú geta þær gegnt svo mörgum öðrum störfum, og sumpart af því, að húsmæðurn- ar eiga svo bágt með að skilja það, að nú ríkir nýr andi og þær verða að fara með vinnukonurnar eins og frjálsa borg- ara, en ekki eins og þræla, sem verða að hlýða. Af þessu leiðir, að vinnukonurnar tolla ekki í vistunum nema stutta tíma. Það er ekki til betri trygging fyrir þægindum daglegs lífs en að hafa vinnukonu, sem finnst hún vera í einu og öllu samábyrg fjölskyldunni. Takið tillit til óska hennar og venja eins og hún væri ein af fjölskyldunni. Látið hana hafa þægilegt og hlýtt herbergi, gott rúm og þægilegan stól. Sjáið um, að hún hafi bækur til að lesa, þegar hún hefir lokið vinnu sinni og hún komizt út á kvöldin, þegar hana langar til. En reynið helzt að sjá um, að hana langi ekki mikið til þess með því að gera henni kleift að taka á móti ættingjum og vinum heima. Ef þér ætlið að hafa boð, skuluð þér spyrja vinnukon- una áður, hvort henni komi það nokkuð illa, að það sé ein- mitt haft þetta kvöld. Og, ef hún þyrfti að vera í afmælis- veizlu eða eitthvað þess háttar, skuluð þér reyna að fresta boðinu, ef yður er það unnt. Gleymið ekki að halda upp á afmælisdag vinnukonunnar, svo að hún finni, að hún sé ein af fjölskyldunni. Verið þolinmóðar við ungar stúlkur, sem eru óvanar heimilisstörfum. Það tekur á taugarnar, ef þær brjóta mikið og skella hurðum, en með skynsamlegri bendingu er hægt að lagfæra það. Skammið ekki vinnukonurnar, ef þeim verður eitthvað á, talið skynsamlega og vingjarnlega við þær um það, sem miður fer. Ásakið þær aldrei, þegar aðrir eru viðstaddir. Takið yður vara á því að láta ókunnar vinnukonur taka Fa.ía kvöldkjóll úr tafti. þátt í erfiðleikum og einkamálum heimilisins, því að það getur valdið miklum óþægindum, ef þær bera það út. En ef hún er orðin kunnug og hefir reynst vel, skuluð þér trúa henni fyrir ýmislegu í því trausti'að hún misnoti það ekki. Verið vingjarnlegar við ættingja og vini vinnukonunnar. Bjóðið þeim inn, svo að hún þurfi ekki að leita út, en læri að skoða vinnustað sinn sem heimili sitt. Þegar þér heimsækið vini yðar, vanrækið þá ekki að heilsa vinnukon- unni, ef hún er inni eða kemur inn. Ekkert ber meiri vott um skilnings- skort tíðarandans en að láta sem maður sjái ekki vinnukonuna. Hún er ein af f jölskyldunni. Eins er það sjálfsagt að heilsa vinnukonum, sem eru hjá vinum manns, á götu svo framarlega, sem maður þekkir þær. Ungu stúlkurn- ar halda því fram, að engum nema vinnukonum sé sýnd svona ókurteisi, og þetta er eitt af mörgu, sem veld- ur því, að ungar stúlkur eru ófáan- legar til að ráða sig í vist. Vorkápa með nýjasta sniði. Regla og stundvísi. Heimili getur aldrei verið skemmtilegt, nema þar ríki regla. Það er erfitt að kenna börnum að hlýða reglum, en getur þó tamizt með mikilli þolinmæði, og síðar læra þau að meta það og þakka fyrir það. Stundvísi hefir einnig mikið að segja á heimilum, sérstaklega við máltíðir. Það er þreytandi fyrir húsmóðurina að þurfa að bíða með matinn og halda honum heitum, þegar heimilisfólkið kemur eitt og eitt, sitt á hvorum tíma. Skólarnir reyna að blása nemendunum stundvísi í brjóst, en það er ekki nóg, heimilin verða að halda því við. Munið, að stundvísi á heimil- um verður að lífsvenju, og það er ekkert nema kurteisi að vera stundvís og láta aðra ekki þurfa að bíða eftir sér. Munurinn á að hugsa ljótt og gera ljótt, er skortur á hugrekki. * Þér getið með góðri samvizku tekið af yðar eigin tíma, en ekki tíma vinnu- veitanda yðar. Forbes. * Það eru aðeins tvö völd í heiminum — sverðið og skynsemin. — Þegar til lengdar lætur, biður sverðið ósigur fyrir skynseminni. Napoleon. * Drottni fellur bezt við þá, sem eru blátt áfram. Þess vegna skapar hann flesta þannig. Lincoln. * Ég veit, að hvolpar verða að hund- um, og litlir kiðlingar að geitum, þannig hefi ég lært að bera saman lítið og stórt. Virgil. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Lydía Pálmarsdóttir og Sigur- bergur Ámason, gjaldkeri hjá Félags- prentsmiðjunni. Heimili ungu hjónanna er í Helgadal við Kringlumýrarveg.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.