Vikan


Vikan - 18.05.1939, Síða 16

Vikan - 18.05.1939, Síða 16
16 VIKAN Nr. 20, 1939 anastöðunum, sem Frökkum dettur aldrei í hug að stíga fæti sínum á. En nú, þegar hún sér Buenos Aires hverfa, finnur hún ekki lengur til yfirlætis. Bærinn f jarlægist óðum, aðeins logar og gull, og hún hefir aldrei þekkt hann, því að fátækt fólk kynnist aldrei hinni dýr- mætu fegurð, sem er rétt við dyrnar hjá því. 1 París hafði hún stundum farið á söfnin með Alvarez og Bardichinov. Hún hafði farið upp í Effilturninn og virt fyrir sér útsýnið. Hún hafði farið á báti út á Marne og komið til Versailles. Hér hafði hún aðeins skemmt sér eitt einasta kvöld, fyrsta stjömubjarta kvöldið, þegar henni fannst lífið vera æfintýri, — en síðan hafði lífið verið örvæntingarfull eymd í hálft annað ár. En hvað velmegun þeirra í París hafði varað stutt, og en hvað djúp fátæktarinn- ar var svimandi fyrir neðan þau! 1 París höfðu þau verið höfðingjarnir í ungversku nýlendunni, af því að þau höfðu alltaf getað gefið svöngum gesti kaffibolla og brauðbita. En síðan snerist hjól hamingj- unnar — nokkrir menn fölsuðu franka í Ungverjalandi — kynleg fluga kemur frá fjallahéruðunum — og allt er um garð gengið. Þau verða að byrja á nýjan leik, og mega þakka fyrir, að þau geta það. Pia Monica hafði svarað um hæl. Ma- dame Lucienne vill með glöðu geði taka Önnu aftur. Madame Andrée er lasin, og það er erfitt að fá manneskju í hennar stað. Madame Lucienne segist vilja fá ein- hverja, sem hún hafi kennt sjálf, og ma- dame Andrée, sem kemur alltaf öðru hvom á saumastofuna, lízt vel á það. Hún vill heldur hafa Önnu en nokkra aðra, senni- lega af því, að hún getur tekið stöðuna af Önnu, þegar henni batnar. Pia Monica skrifaði þetta ekki greinilega, hún gaf það rétt í skyn, en Anna skildi það. Henni stóð á sama. Barabás hafði skrifað hr. Briill, þó að duglegur klæðskeri hefði ekkert að gera á litla verkstæðinu hans. Svona lítil fyrirtæki, sem einn maður á, hafa aðeins lærlinga. Hr. Briill og konan hans vinna mest sjálf. En hann var klæðskeri og Ung- verji og hafði búið í þrjátíu og fimm ár í París. Árið 1920 hafði hann sagt Barabás, að hann hefði búið þar í tuttugu og fimm ár. 1 stríðinu höfðu þeir lokað verzlun hans og sett hann í fangabúðir. Honum hafði auðvitað aldrei dottið í hug að gerast franskur ríkisborgari — hann var Gyðing- ur, en góður Ungverji og hafði fyrir mörg- um áram verið f ormaður ungverska félags- ins, — og konan hans var nærri dáin úr hungri. Til allrar hamingju kenndu f rönsku yfirvöldin í brjósti um hana og settu hana í sömu fangabúð og mann hennar, en þar svelti hún að minnsta kosti ekki. Það var sæmileg fangabúð, því að hr. Briill var um fimmtugt, og það var ekki farið illa með gamla menn. Hr. Briill opnaði verzlun sína aftur að stríðinu loknu, og fór til föðurlands síns árið 1920. Þá ráðlagði hann Barabás að flytjast til Parísar. Jú, hr. Briill bar skyn á hlutina, og hann hafði líka sagt Barabás, að hann gæti farið heim aftur, ef í hart færi. Sjálfur hafði hann engin óþægindi þá. Skipið er úti í hafi, og Anna er að hugsa um István. Nú er hann kominn úr fangels- inu. Hún og faðir hennar gátu ekki farið strax og þau fengu svarið frá París. Bæði þau og f jölskyldan heima urðu að búa við strit og örðugleika í þrjá mánuði enn. Bærinn er kominn úr augsýn. Þar bjó maður nokkur, Vincente Leica að nafni. Hann bjó í sama veitingahúsi og Anna og var vingjarnlegri og ástúðlegri en allir aðrir. Anna tók varla eftir honum, þó að hann hefði góðleg augu og væri að reyna að veita henni eftirtekt. Hann bauð henni í gönguferðir og færði henni stundum blóm og Barabás ís, þegar hann var kominn heim af sjúkrahúsinu. Og á saumastofu La Aura var ung stúlka, sem hét Pilar og vildi alltaf vera svo góð. Einu sinni eða tvisvar hafði hún fylgzt heim með Önnu og reynt að segja henni æfisögu sína, feimnislega og gæti- lega. Anna hafði hlustað á hana, annars hugar, því að hún var að hugsa um pen- ingamál. Bærinn, sem hún hafði aldrei kynnzt, er horfinn, — og ef til vill hefir ást og vinátta horfið með honum. Og ef til vill voru þetta tómir draum- órar á hinu hraðskreiða skipi. Þegar skipið hefir farið helming leiðar- innar, hættir það að renna með jöfnum hraða, en tekur að velta og taka dýfur. Þetta er mikill mæðutími fyrir Önnu og Barabás, eins og hann er líka til heilsunn- ar. Þegar f jölskyldan er aftur saman kom- in á Gare de Lyon, hrópar frú Barabás óttaslegin: — Þið eruð grindhoruð! Gyula minn! Annuska mín! Hvað er að sjá ykkur! Þeim tekst að gera hana rólega með því að lofa henni því að fitna fljótlega aftur. Börnin em rólegri, en augu þeirra Ijóma. Jani hefir stækkað mikið. Hann er orðinn eins hár og faðir hans. Barabás þarf ekki lengur að beygja sig til að faðma hann. Hann leggur aðeins handleggina um axlir hans. — Drengurinn minn! Klárí hefir líka stækkað. Hún er orðin fallega vaxin: há til hnésins, hefir feita handleggi, mjúkar axlir og langar hendur. Klárí er ekki heldur eins kuldaleg og hún var, en hún þrýstir systur sinni svo fast að sér, að hún tekur andköf. Hún beygir sig yfir hendi föður síns og fæst varla til að líta upp aftur, því að hún grætur. Nú er fjölskyldan hamingjusöm, þó að ekki sé nema svolitla stund. Þau horfa þögul hvert á annað. Anna kemst að raun um, að Klárí verður fögur eins og gyðja. Enn er hún ekki falleg, en barnsandlitið er orðið mýkra og einnig vilta, brúna hárið. Stóru, gráu augun eru greindarleg og stundum bregður fyrir mjúkum glampa 1 þeim. Jú, hún verður bráðum falleg, hugsar Anna, sérstaklega ef hún heldur þessarri mýkt og hlýju. En það gerir Klárí ekki. Þegar hún kem- ur heim í Veiðikattarstræti, verður hún hæðin, óþæg og stríðir þeim öllum. Jani hlustar kafrjóður á mælsku hennar. — Stúlkan heitir Albertine. Hún er há og grönn fegurðardís með hrafnsvarta lokka . . . Illgjömum mönnum kynni að detta í hug að kalla hana hrífuskaft. . . . Andlitsdrættir hennar em reglulegir, og nefið á henrii er nákvæmlega f jóram sinn- um stærra en venjuleg nef. Þið skuluð ekki halda, að ég þekki hana, því að hún hefir aldrei sýnt okkur þann heiður að heim- sækja okkur. Ég sá hana leiða minn ást- kæra bróður eftir bökkum Signu. Þau vora að koma af tónleikum — hljóðfæraslætt- inum rignir yfir Jani eins og Niagarafoss. Hann situr og þjáist — hvað gerir ridd- arinn ekki fyrir ástmey sína? Jani, sem er bálreiður, reynir hvað eftir annað að grípa fram í fyrir henni, en það er ekki hægt að hefta hina hvössu tungu Klárí, og hún kemur Barabás til að hlæja. Frú Barabás brosir meira að segja. Al- bertine hefir aldrei komið enn . . . Jani hefir margbeðið hana um að koma, og Albertine hefir lofað því, en það hefir allt- af einhvernveginn farizt fyrir. Nú er Klárí búin að tala við Jani og snýr sér að Önnu. — Og þú, Anna! Hvað hefir þú eyði- lagt mörg argentinsk hjörtu? Ég heimta skýrslu. Hvað hefir þú mörg sjálfsmorð á samvizkunni? Ég veit nú, hvað þú ert harðbrjósta. Anna roðnar, ekki vegna þess, sem Klárí segir um Suður-Ameríku, það kemur ekki við hana, heldur vegna síðustu, hæðnis- legu setningarinnar. Hún þorir ekki að spyrja, hvað af István hafi orðið. Klárí rekur endahnútinn á framhleypni sína með því að syngja litla, franska ásta- vísu, sem er hætttuleg og falleg. Jani og Anna snúa bæði baki við henni í einu. En um kvöldið, þegar systumar eru að hátta í herberginu sínu, segir Klárí ró- lega: — Ég færði István oft mat, og þegar lögreglan rak hann út úr landinu . . . — Lögreglan? — Já, auðvitað, Anna. Sérhvert land myndi hafa gert hið sama. Utlendingar era reknir úr landinu, þegar þeir hafa tek- ið út refsingu. — Já . . . auðvitað . . . — Jæja, ég ætlaði bara að láta þig vita, að ég gaf honum nesti og peninga til ferð- arinnar. — Ég þakka þér fyrir, Klárí. — Það er ekkert að þakka. Hann sagð- ist fara til Ungverjalands og ætla að skrifa. Ég átti að skila kveðju til þín. — Takk, Klárí. Klárí anzar ekki. Hún skríður upp í rúmið og breiðir sængina upp fyrir höfuð. Þær hafa alls ekki horft hvor á aðra með- an þær töluðu saman. Anna gengur til hennar. — Má ég kyssa þig, Klárí? — Já, ef þig langar mikið til þess.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.